Það er heldur betur farið að styttast í bardaga Gunnars Nelson í London. Hann fer fram þann 8. mars næstkomandi.
Gunnar tók sína síðustu æfingu fyrir bardagann í Mjölni í gær og hann mun síðan fljúga út til London á mánudag. Æfingar hafa gengið mjög vel og Gunnar er klár í slaginn stóra.
Hann mun fara utan ásamt föður sínum og umboðsmanni, Haraldi, sem og Jóni Viðari Arnþórssyni frá Mjölni. Þjálfarinn John Kavanagh kemur svo til móts við hópinn á þriðjudag.
Vísir mun fylgjast vel með framgangi mála í næstu viku og bardaginn verður svo sýndur í beinni á Stöð 2 Sport.
Hér má svo sjá nýtt viðtal við Gunnar um bardagann.

