Perez fljótastur | Red Bull enn í vanda 27. febrúar 2014 22:21 Perez í brautinni. vísir/getty Mexíkóski ökuþórinn Sergio Perez, sem ekur fyrir Force India liðið, átti besta brautartíma dagsins í Bahrain. Síðasta æfingavika fyrir tímabilið hófst þar í morgun. Tími Perez var 1:35.290 en næstur á eftir honum var Valtteri Bottas á Williams á tímanum 1:36.184. Þriðji var Kimi Raikkonen á Ferrari, hans besti tími var 1:36.432. Raikkonen ók þó aðeins 43 hringi. Ferrari vildi ekki gefa upp hvers vegna, líklega komu upp einhver vandamál hjá þeim. Flest einblína liðin enn á áreiðanleika bílanna. Ekki er því hægt að lesa mikið út úr uppröðun hröðustu hringja. Perez ók 105 hringi í dag, Bottas ók 128 hringi sem var lengst allra. Kevin Magnussen ók 109 hringi á McLaren bíl sínum. Helstu tíðindi dagsins eru þau að ríkjandi heimsmeistarar, Red Bull virðast enn í vanda. Daniel Ricciardo ók bílnum aðeins 36 hringi og endaði með sjöunda besta tíma dagsins. Lotus hætti snemma í dag vegna vandamála með nýja pústútfærslu, þeir óku aðeins 31 hring. Caterham liðið fór fæsta hringi í dag en Kamui Kobayashi tókst aðeins að aka 19 hringi. Æfingar halda áfram í fyrramálið. Formúla Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mexíkóski ökuþórinn Sergio Perez, sem ekur fyrir Force India liðið, átti besta brautartíma dagsins í Bahrain. Síðasta æfingavika fyrir tímabilið hófst þar í morgun. Tími Perez var 1:35.290 en næstur á eftir honum var Valtteri Bottas á Williams á tímanum 1:36.184. Þriðji var Kimi Raikkonen á Ferrari, hans besti tími var 1:36.432. Raikkonen ók þó aðeins 43 hringi. Ferrari vildi ekki gefa upp hvers vegna, líklega komu upp einhver vandamál hjá þeim. Flest einblína liðin enn á áreiðanleika bílanna. Ekki er því hægt að lesa mikið út úr uppröðun hröðustu hringja. Perez ók 105 hringi í dag, Bottas ók 128 hringi sem var lengst allra. Kevin Magnussen ók 109 hringi á McLaren bíl sínum. Helstu tíðindi dagsins eru þau að ríkjandi heimsmeistarar, Red Bull virðast enn í vanda. Daniel Ricciardo ók bílnum aðeins 36 hringi og endaði með sjöunda besta tíma dagsins. Lotus hætti snemma í dag vegna vandamála með nýja pústútfærslu, þeir óku aðeins 31 hring. Caterham liðið fór fæsta hringi í dag en Kamui Kobayashi tókst aðeins að aka 19 hringi. Æfingar halda áfram í fyrramálið.
Formúla Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira