Enski boltinn

Van Persie: Við erum ömurlegir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Robin van Persie viðurkennir að staða Manchester United sé slæm en að knattspyrnustjórinn David Moyes eigi að fá tíma til að snúa genginu við.

United tapaði fyrir gríska liðinu Olympiakos á þriðjudag, 2-0, í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Þar að auki er staða liðsins í ensku úrvalsdeildinni slæm en liðið er í sjötta sæti sem stendur. United er einnig fallið úr leik í ensku bikarkeppninni og tapaði fyrir Sunderland í undanúrslitum deildabikarsins.

„Hann er nýr og þarf tíma. Hann er að leggja mikla vinnu á sig og það höfum við leikmenn gert líka,“ sagði Van Persie í viðtali sem birtist í The Sun í dag.

„Það er auðvelt að skella skuldinni á þjálfarann en þannig er ég ekki. Við þurfum að svara fyrir okkur inni á vellinum.“

„Við erum ömurlegir - í ömurlegri stöðu í deildinni, úr leik í báðum bikarkeppnunum og staðan í Meistaradeildinni virðist erfið.“

„Þetta eru okkur mikil vonbrigði og tímabilið hefur verið erfitt. Stundum tekst okkur að spila vel en ekki alltaf. Og stundum erum við óheppnir. Það er þó engin afsökun.“

The Guardian staðhæfir svo í dag að Van Persie sé nú að íhuga stöðu sína hjá United og hvort hann eigi að fara fram á sölu fra félaginu í sumar. Samningur hans rennur út árið 2016.


Tengdar fréttir

Gjaldþrot hjá Man. Utd í Grikklandi | Myndband

Man. Utd bauð upp á enn eina hörmungarframmistöðuna er það sótti gríska liðið Olympiakos heim í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Grikkirnir unnu sanngjarnan 2-0 sigur og eru í góðri stöðu fyrir síðari leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×