Hildur: Búin að eyða alltof mörgum klukkutímum í svekkelsi og fýlu Óskar Ófeigur Jónsson í Fjárhúsinu í Stykkishólmi skrifar 26. febrúar 2014 21:34 Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði Snæfells. Vísir/ÓskarÓ Hildur Sigurðardóttir og félagar hennar í kvennaliði Snæfells tóku við deildarmeistaratitlinum í kvöld eftir 27 stiga sigur á Njarðvík, 87-60, í Stykkishólmi. Snæfellskonur rifu sig upp eftir tapið í bikaúrslitaleiknum á laugardaginn og unnu sannfærandi sigur. „Þetta er framar vonum held ég. Við vorum ekkert endilega að stefna á deildarmeistaratitilinn í vetur þegar við hófum mótið. Fljótlega sáum við að við ættum góðan möguleika á því. Við gerðum síðan betur en að verða deildarmeistarar því við erum búnar að vinna áður en mótið er búið," sagði Hildur. Snæfellsliðið var búið að vinna deildina fyrir leikinn en þessi sigur og önnur úrslit kvöldsins þýða að Snæfell er með tíu stiga forskot þegar þrjár umferðir eru eftir. „Við erum með sterkan heimavöll og flotta stuðningsmenn. Núna erum við komnar með heimavallarréttinn og það á örugglega eftir að hjálpa okkur í úrslitakeppninni. Það er örugglega ekki auðvelt að koma hingað að alla leið úr bænum því það er alltaf lengra úr bænum. Það er flott að vera með heimavallarréttinn," sagði Hildur kát. Hildur kom aftur heim eftir glæsilegan feril með KR þar sem hún vann marga titla. „Auðvitað er það miklu skemmtilegra að vinna með sínu félagi þótt að allir titlar séu skemmtilegir og eiga sína sögu og allt það. Það verður aldrei tekið af mér að hafa hjálpað til við að ná þeim fyrsta stóra í hús," sagði Hildur hlæjandi en þetta er fyrstu deildarmeistaratitill kvennaliðs Snæfells. Hildur var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu en hún var með 11 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar í kvöld. Hildur lét ekki tapið á móti Haukum í bikarúrslitaleiknum um helgina hafa of mikil áhrif á sig í aðdraganda leiksins. „Það var svekkelsi en ég ákvað fljótlega að vera ekkert að svekkja mig á því. Ég er búin að eyða alltof mörgum dögum og klukkutímum í svekkelsi og fýlu á ferlinum. Ég ákvað því að eiga góðan sunnudag, velta mér ekki upp úr þessu tapi og halda bara áfram," sagði Hildur en hún gat samt ekki beðið eftir því að spila aftur. „Ég fann það í dag að ég var óvenju spennt að komast inn á gólfið til að spila aftur enda átti ég ekkert frábæran leik fyrir liðið á laugardaginn. Ég var því spennt að gera betur," sagði Hildur. Framundan er síðan úrslitakeppnin þar sem sjálfur Íslandsmeistaratitilinn er í boði. „Það er einn stór titill eftir en nú bíður bara nýtt mót. Það var barátta að landa þessum titli enda allur veturinn undir en síðan hefst úrslitakeppnin. Þar er mikil keyrsla og reynir mikið á liðin. Við ætlum okkur að koma tilbúnar í það," sagði Hildur. Dominos-deild kvenna Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira
Hildur Sigurðardóttir og félagar hennar í kvennaliði Snæfells tóku við deildarmeistaratitlinum í kvöld eftir 27 stiga sigur á Njarðvík, 87-60, í Stykkishólmi. Snæfellskonur rifu sig upp eftir tapið í bikaúrslitaleiknum á laugardaginn og unnu sannfærandi sigur. „Þetta er framar vonum held ég. Við vorum ekkert endilega að stefna á deildarmeistaratitilinn í vetur þegar við hófum mótið. Fljótlega sáum við að við ættum góðan möguleika á því. Við gerðum síðan betur en að verða deildarmeistarar því við erum búnar að vinna áður en mótið er búið," sagði Hildur. Snæfellsliðið var búið að vinna deildina fyrir leikinn en þessi sigur og önnur úrslit kvöldsins þýða að Snæfell er með tíu stiga forskot þegar þrjár umferðir eru eftir. „Við erum með sterkan heimavöll og flotta stuðningsmenn. Núna erum við komnar með heimavallarréttinn og það á örugglega eftir að hjálpa okkur í úrslitakeppninni. Það er örugglega ekki auðvelt að koma hingað að alla leið úr bænum því það er alltaf lengra úr bænum. Það er flott að vera með heimavallarréttinn," sagði Hildur kát. Hildur kom aftur heim eftir glæsilegan feril með KR þar sem hún vann marga titla. „Auðvitað er það miklu skemmtilegra að vinna með sínu félagi þótt að allir titlar séu skemmtilegir og eiga sína sögu og allt það. Það verður aldrei tekið af mér að hafa hjálpað til við að ná þeim fyrsta stóra í hús," sagði Hildur hlæjandi en þetta er fyrstu deildarmeistaratitill kvennaliðs Snæfells. Hildur var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu en hún var með 11 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar í kvöld. Hildur lét ekki tapið á móti Haukum í bikarúrslitaleiknum um helgina hafa of mikil áhrif á sig í aðdraganda leiksins. „Það var svekkelsi en ég ákvað fljótlega að vera ekkert að svekkja mig á því. Ég er búin að eyða alltof mörgum dögum og klukkutímum í svekkelsi og fýlu á ferlinum. Ég ákvað því að eiga góðan sunnudag, velta mér ekki upp úr þessu tapi og halda bara áfram," sagði Hildur en hún gat samt ekki beðið eftir því að spila aftur. „Ég fann það í dag að ég var óvenju spennt að komast inn á gólfið til að spila aftur enda átti ég ekkert frábæran leik fyrir liðið á laugardaginn. Ég var því spennt að gera betur," sagði Hildur. Framundan er síðan úrslitakeppnin þar sem sjálfur Íslandsmeistaratitilinn er í boði. „Það er einn stór titill eftir en nú bíður bara nýtt mót. Það var barátta að landa þessum titli enda allur veturinn undir en síðan hefst úrslitakeppnin. Þar er mikil keyrsla og reynir mikið á liðin. Við ætlum okkur að koma tilbúnar í það," sagði Hildur.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira