Vöntun á alþjóðasinnuðum og frjálslyndum miðhægriflokki Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2014 10:06 Benedikt mun ekki mæta á hádegisfund sjálfstæðismanna í Valhöll. Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur er einn þeirra Evrópusinnuðu Sjálfstæðismanna sem telja sig illa svikinn eftir að þingsályktunartillaga stjórnarinnar, sem gengur út á að slíta alfarið aðildarviðræðum við Evrópusambandið, leit dagsins ljós. Sú spurning er uppi nú hvort hugsanlegt sé að Evrópusinnaðir Sjálfstæðismenn kljúfi sig frá flokknum og stofni nýja hægrisinnaðan og frjálslyndan flokk. Benedikt, sem starfar hjá útgáfufyrirtækinu Heimur, kemur inn á þennan möguleika í nýrri grein sem hann birtir á heimasíðu fyrirtækisins: „Allmargir hafa skrifað mér eða haft samband við mig með öðrum hætti að undanförnu. Sumir voru í hópi þeirra 4.000 einstöku manna sem voru á Austurvelli í dag. Skilaboðin eru flest lík þessum:„Sjálfstæðisflokkurinn hefur yfirgefið mig með óskiljanlegri, óskynsamlegri og óupplýstri ákvörðun og sviknum loforðum. Það vantar sárlega frjálslyndan, víðsýnan og alþjóðasinnaðan miðhægriflokk.“ Ég hef svarað með þeim hætti að flokkar séu oftast stofnaðir á Íslandi utan um ákveðna menn. Það hugnast mér ekki, því að flokkar eiga að vera um málefni, þeir eiga að setja almannahagsmuni ofar sérhagsmunum og stuðla að því að sömu reglur gildi um alla. Meðan það eru bara einstakir menn sem eru sama sinnis er tómt mál að tala um slíkt. Hins vegar syngja Íslendingar oft á góðri stundu:Fuglene flyver i flok når de er mange nok. Það er nokkuð til í því.“ Benedikt segir, í samtali við Vísi, að hann hafi úttalað sig um þennan möguleika í bili, með vísan til greinarinnar, „í bili“. Hann fór í gær til að mótmæla áformum um viðræðuslit og hitti þar fyrir marga sem eru sama sinnis og hann, sem sjaldséðir hafa verið fram til þessa við mótmælastöður. „Ég verð að játa að ég er svo lítill mótmælandi að ég veit það ekki, en ég gæti giskað á það.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur boðað til fundar í Valhöll í hádeginu, þar sem afstaða Sjálfstæðismanna til aðildarviðræðna verður til umræðu. Benedikt reiknar ekki með því að mæta og reiknar með því, spurður, að um samstöðufund sé að ræða. Hann hyggst ekki nota tækifærið til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. „Þetta er ávarp formanns fyrst og fremst – þessi fundur. Fundur sem er með annað yfirbragð. Og ég hef gefið það út áður að markmið mitt í þessu er að koma mínum sjónarmiðum á framfæri en ekki skemma fyrir einhverjum öðrum. Þetta er sá vettvangur sem menn velja og sjálfsagt að þeir hafi hann.“ ESB-málið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjá meira
Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur er einn þeirra Evrópusinnuðu Sjálfstæðismanna sem telja sig illa svikinn eftir að þingsályktunartillaga stjórnarinnar, sem gengur út á að slíta alfarið aðildarviðræðum við Evrópusambandið, leit dagsins ljós. Sú spurning er uppi nú hvort hugsanlegt sé að Evrópusinnaðir Sjálfstæðismenn kljúfi sig frá flokknum og stofni nýja hægrisinnaðan og frjálslyndan flokk. Benedikt, sem starfar hjá útgáfufyrirtækinu Heimur, kemur inn á þennan möguleika í nýrri grein sem hann birtir á heimasíðu fyrirtækisins: „Allmargir hafa skrifað mér eða haft samband við mig með öðrum hætti að undanförnu. Sumir voru í hópi þeirra 4.000 einstöku manna sem voru á Austurvelli í dag. Skilaboðin eru flest lík þessum:„Sjálfstæðisflokkurinn hefur yfirgefið mig með óskiljanlegri, óskynsamlegri og óupplýstri ákvörðun og sviknum loforðum. Það vantar sárlega frjálslyndan, víðsýnan og alþjóðasinnaðan miðhægriflokk.“ Ég hef svarað með þeim hætti að flokkar séu oftast stofnaðir á Íslandi utan um ákveðna menn. Það hugnast mér ekki, því að flokkar eiga að vera um málefni, þeir eiga að setja almannahagsmuni ofar sérhagsmunum og stuðla að því að sömu reglur gildi um alla. Meðan það eru bara einstakir menn sem eru sama sinnis er tómt mál að tala um slíkt. Hins vegar syngja Íslendingar oft á góðri stundu:Fuglene flyver i flok når de er mange nok. Það er nokkuð til í því.“ Benedikt segir, í samtali við Vísi, að hann hafi úttalað sig um þennan möguleika í bili, með vísan til greinarinnar, „í bili“. Hann fór í gær til að mótmæla áformum um viðræðuslit og hitti þar fyrir marga sem eru sama sinnis og hann, sem sjaldséðir hafa verið fram til þessa við mótmælastöður. „Ég verð að játa að ég er svo lítill mótmælandi að ég veit það ekki, en ég gæti giskað á það.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur boðað til fundar í Valhöll í hádeginu, þar sem afstaða Sjálfstæðismanna til aðildarviðræðna verður til umræðu. Benedikt reiknar ekki með því að mæta og reiknar með því, spurður, að um samstöðufund sé að ræða. Hann hyggst ekki nota tækifærið til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. „Þetta er ávarp formanns fyrst og fremst – þessi fundur. Fundur sem er með annað yfirbragð. Og ég hef gefið það út áður að markmið mitt í þessu er að koma mínum sjónarmiðum á framfæri en ekki skemma fyrir einhverjum öðrum. Þetta er sá vettvangur sem menn velja og sjálfsagt að þeir hafi hann.“
ESB-málið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjá meira