Handbolti

Ágúst Þór hættur hjá SönderjyskE og á leið heim

Ágúst Þór bregður á leik á landsliðsæfingu.
Ágúst Þór bregður á leik á landsliðsæfingu. vísir/stefán
Landsliðsþjálfari kvenna, Ágúst Þór Jóhannsson, er í atvinnuleit en hann er hættur að þjálfa danska kvennaliðið SönderjyskE.

Ágúst staðfestir þetta í samtali við mbl.is í dag. Þar segir hann að samkomulag hafi náðst á milli hans og stjórnar félagsins um að hann hætti strax og annar þjálfari reyni að bjarga félaginu frá falli.

Það hefur hvorki gengið né rekið hjá liðinu í vetur og það er í neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Liðið hefur aðeins unnið tvo af átján leikjum sínum.

Ágúst ætlar að flytja aftur heim og halda áfram að þjálfa á Íslandi. Hann þjálfaði lið Gróttu síðast hér heima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×