Hróp gerð að Bjarna Benediktssyni á þinginu Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2014 15:16 Gríðarlegur hiti er nú á þingi vegna tillögu um að slíta beri viðræðum við ESB. vísir/stefán Nú standa yfir umræður á þingi, um fundarstjórn forseta, þar sem þingmenn stjórnarandstöðunnar gera alvarlegar athugasemdir við það hvernig tilkynnt var um þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra þess efnis að slíta beri umræðum við Evrópusambandið. Beina útsendingu frá umræðunum má sjá hér að neðan. Fyrst tók til máls Oddný G. Harðardóttir Samfylkingu sem fordæmdi það hvernig málið bar að og hvernig það var sett á dagskrá þingsins. Áður en búið var að ljúka umræðu um skýrslu sem fjallar um aðildarviðræðurnar. Katrín Júlíusdóttir Samfylkingu taldi þetta lýsandi fyrir það hverjar fyrirætlanir ríkisstjórnar eru og hvernig hún ætlar að bera sig að við þær. Svandís Svavarsdóttir Vg spurði hvort skýrslan ætti ekki að vera grundvöllur ákvarðanatöku? Hún sagði þetta óásættanlegt og lítilsvirðandi við þingið að þessi skýrsla var skrípaleikur, þingið og þjóðin hafa verið höfð að fífli. Róbert Marshall Bjartri Framtíð sagði það nú opinberast hverslags pólitískir hryggleysingjar það eru sem skipa þessa ríkisstjórn. Pólitísk lindýr sem ekki þora að fara með þetta mál í þjóðaratkvæðagreiðslu. Gripið til þess ráðs, í skjóli nætur því sem næst, að koma málinu á dagskra: Pólitískt óhæfuverk sem hér er verið að fremja að ekki er hægt að finna samjöfnuð í íslenskri sögu. Bergmál þessa óhæfuverks mun hljóma lengi. Birgitta Jónsdóttir Pírötum tók undir þetta og sagði um pólitískt óhæfuverk væri að ræða.Umræðan stendur enn yfir en gerð voru hróp að Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra þegar hann kom í pontu svaraði á þá leið að svo virtist sem stjórnarandstaðan væri að frábiðja sér því að fá tilkynningar um dagskrá. ESB-málið Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Nú standa yfir umræður á þingi, um fundarstjórn forseta, þar sem þingmenn stjórnarandstöðunnar gera alvarlegar athugasemdir við það hvernig tilkynnt var um þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra þess efnis að slíta beri umræðum við Evrópusambandið. Beina útsendingu frá umræðunum má sjá hér að neðan. Fyrst tók til máls Oddný G. Harðardóttir Samfylkingu sem fordæmdi það hvernig málið bar að og hvernig það var sett á dagskrá þingsins. Áður en búið var að ljúka umræðu um skýrslu sem fjallar um aðildarviðræðurnar. Katrín Júlíusdóttir Samfylkingu taldi þetta lýsandi fyrir það hverjar fyrirætlanir ríkisstjórnar eru og hvernig hún ætlar að bera sig að við þær. Svandís Svavarsdóttir Vg spurði hvort skýrslan ætti ekki að vera grundvöllur ákvarðanatöku? Hún sagði þetta óásættanlegt og lítilsvirðandi við þingið að þessi skýrsla var skrípaleikur, þingið og þjóðin hafa verið höfð að fífli. Róbert Marshall Bjartri Framtíð sagði það nú opinberast hverslags pólitískir hryggleysingjar það eru sem skipa þessa ríkisstjórn. Pólitísk lindýr sem ekki þora að fara með þetta mál í þjóðaratkvæðagreiðslu. Gripið til þess ráðs, í skjóli nætur því sem næst, að koma málinu á dagskra: Pólitískt óhæfuverk sem hér er verið að fremja að ekki er hægt að finna samjöfnuð í íslenskri sögu. Bergmál þessa óhæfuverks mun hljóma lengi. Birgitta Jónsdóttir Pírötum tók undir þetta og sagði um pólitískt óhæfuverk væri að ræða.Umræðan stendur enn yfir en gerð voru hróp að Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra þegar hann kom í pontu svaraði á þá leið að svo virtist sem stjórnarandstaðan væri að frábiðja sér því að fá tilkynningar um dagskrá.
ESB-málið Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira