Á annan tug þúsunda mótmæla viðræðuslitum Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2014 13:04 Jón Steindór Valdimarsson. Hátt í 20 þúsund manns hafa skrifað undir áskoranir um að ríkisstjórnin hætti við að draga aðildarumsókn að ESB til baka. Mótmælafundur á Austurvelli klukkan þrjú VÍSIR/STEFÁN Hátt í fjögur þúsund manns hafa boðað komu sína á Austurvölll við upphaf þingfundar í dag til að mótmæla fyrirhuguðum slitum á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. Þingsályktunartillögur eru ekki bornar upp við forseta Íslands til staðfestingar eða synjunar. Skömmu fyrir hádegi höfðu um þrjú þúsund og fimm hundruð manns staðfest á Facebook að þeir ætluðu að mæta á Austurvöll við upphaf þingfunda í dag klukkan þrjú, rúmlega 13 þúsund manns höfðu skrifað undir áskorun til Alþingis á undirskriftarsíðu sem stofnað var til í síðustu viku um að Alþingi dragi umsóknina ekki til baka og rúmlega átta þúsund undir sams konar áskorun sem Já Ísland hóf í gærkvöldi.Jón Steindór Valdimarsson formaður Já Ísland segir erfitt að setja sér markmið um fjölda undirskrifta. „Auðvitað sem allra, allra flestir og miðað við þessar undirtektir held ég að við getum verið bjartsýn. Vonandi nógu margir til að þingmennirnir okkar hlusti á okkur,“ segir Jón Steindór. Vandað hafi verið til textans í áskoruninni þannig að menn gætu skrifað undir hana hvort sem þeir vilja ganga í Evrópusambandið eða ekki. „Þetta er tækifæri fyrir lýðræðissinna í landinu að láta til sín taka og segja þingheimi að menn vilji lýðræði í þessu máli,“ segir formaður Já Ísland.Nú er önnur undirskriftarsöfnun í gangi, veldur það ekki ruglingi? „Jú, það má alveg segja það. Það var frábært framtak og er og það má í sjálfu sér skrifa undir þær báðar eða aðra hvora,“ segir Jón Steindór. Hægt verði að sannreyna undirskriftir Já Íslands með því að bera þær saman við þjóðskrá. Hann vonist til að þingmenn stjórnarflokkanna leggi við eyrun og hætti við að draga umsókn Íslands til baka. Kannanir hafa sýnt að meirihluti landsmanna vill ekki ganga í Evrópusambandið, þótt sá meirihluti hafi minnkað samkvæmt síðustu könnunum og að um 70 prósent landsmanan vilja klára viðræðurnar og leggja samning í þjóðaratkvæðagreiðslu. Stefna stjórnarflokkanna er hins vegar skýr.Hvað getur ríkisstjórnin gert annað en draga umsóknina að ESB til baka? „Ef hún er komin í berhögg við þjóðarviljan þá á hún einn annan kost góðan sem er hreinlega að segja af sér og fela öðrum að framfylgja því sem þjóðin vill,“ segir Jón Steindór. Þingsályktunartillögur sem samþykktar eru á Alþingi fara ekki til forseta Íslands til staðfestingar eða synjunar eins og lög frá Alþingi og því kemur ekki til kasta forsetans með sama hætti og þegar lög um Icesave voru samþykkt á sínum tíma. ESB-málið Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira
Hátt í fjögur þúsund manns hafa boðað komu sína á Austurvölll við upphaf þingfundar í dag til að mótmæla fyrirhuguðum slitum á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. Þingsályktunartillögur eru ekki bornar upp við forseta Íslands til staðfestingar eða synjunar. Skömmu fyrir hádegi höfðu um þrjú þúsund og fimm hundruð manns staðfest á Facebook að þeir ætluðu að mæta á Austurvöll við upphaf þingfunda í dag klukkan þrjú, rúmlega 13 þúsund manns höfðu skrifað undir áskorun til Alþingis á undirskriftarsíðu sem stofnað var til í síðustu viku um að Alþingi dragi umsóknina ekki til baka og rúmlega átta þúsund undir sams konar áskorun sem Já Ísland hóf í gærkvöldi.Jón Steindór Valdimarsson formaður Já Ísland segir erfitt að setja sér markmið um fjölda undirskrifta. „Auðvitað sem allra, allra flestir og miðað við þessar undirtektir held ég að við getum verið bjartsýn. Vonandi nógu margir til að þingmennirnir okkar hlusti á okkur,“ segir Jón Steindór. Vandað hafi verið til textans í áskoruninni þannig að menn gætu skrifað undir hana hvort sem þeir vilja ganga í Evrópusambandið eða ekki. „Þetta er tækifæri fyrir lýðræðissinna í landinu að láta til sín taka og segja þingheimi að menn vilji lýðræði í þessu máli,“ segir formaður Já Ísland.Nú er önnur undirskriftarsöfnun í gangi, veldur það ekki ruglingi? „Jú, það má alveg segja það. Það var frábært framtak og er og það má í sjálfu sér skrifa undir þær báðar eða aðra hvora,“ segir Jón Steindór. Hægt verði að sannreyna undirskriftir Já Íslands með því að bera þær saman við þjóðskrá. Hann vonist til að þingmenn stjórnarflokkanna leggi við eyrun og hætti við að draga umsókn Íslands til baka. Kannanir hafa sýnt að meirihluti landsmanna vill ekki ganga í Evrópusambandið, þótt sá meirihluti hafi minnkað samkvæmt síðustu könnunum og að um 70 prósent landsmanan vilja klára viðræðurnar og leggja samning í þjóðaratkvæðagreiðslu. Stefna stjórnarflokkanna er hins vegar skýr.Hvað getur ríkisstjórnin gert annað en draga umsóknina að ESB til baka? „Ef hún er komin í berhögg við þjóðarviljan þá á hún einn annan kost góðan sem er hreinlega að segja af sér og fela öðrum að framfylgja því sem þjóðin vill,“ segir Jón Steindór. Þingsályktunartillögur sem samþykktar eru á Alþingi fara ekki til forseta Íslands til staðfestingar eða synjunar eins og lög frá Alþingi og því kemur ekki til kasta forsetans með sama hætti og þegar lög um Icesave voru samþykkt á sínum tíma.
ESB-málið Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira