Á annan tug þúsunda mótmæla viðræðuslitum Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2014 13:04 Jón Steindór Valdimarsson. Hátt í 20 þúsund manns hafa skrifað undir áskoranir um að ríkisstjórnin hætti við að draga aðildarumsókn að ESB til baka. Mótmælafundur á Austurvelli klukkan þrjú VÍSIR/STEFÁN Hátt í fjögur þúsund manns hafa boðað komu sína á Austurvölll við upphaf þingfundar í dag til að mótmæla fyrirhuguðum slitum á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. Þingsályktunartillögur eru ekki bornar upp við forseta Íslands til staðfestingar eða synjunar. Skömmu fyrir hádegi höfðu um þrjú þúsund og fimm hundruð manns staðfest á Facebook að þeir ætluðu að mæta á Austurvöll við upphaf þingfunda í dag klukkan þrjú, rúmlega 13 þúsund manns höfðu skrifað undir áskorun til Alþingis á undirskriftarsíðu sem stofnað var til í síðustu viku um að Alþingi dragi umsóknina ekki til baka og rúmlega átta þúsund undir sams konar áskorun sem Já Ísland hóf í gærkvöldi.Jón Steindór Valdimarsson formaður Já Ísland segir erfitt að setja sér markmið um fjölda undirskrifta. „Auðvitað sem allra, allra flestir og miðað við þessar undirtektir held ég að við getum verið bjartsýn. Vonandi nógu margir til að þingmennirnir okkar hlusti á okkur,“ segir Jón Steindór. Vandað hafi verið til textans í áskoruninni þannig að menn gætu skrifað undir hana hvort sem þeir vilja ganga í Evrópusambandið eða ekki. „Þetta er tækifæri fyrir lýðræðissinna í landinu að láta til sín taka og segja þingheimi að menn vilji lýðræði í þessu máli,“ segir formaður Já Ísland.Nú er önnur undirskriftarsöfnun í gangi, veldur það ekki ruglingi? „Jú, það má alveg segja það. Það var frábært framtak og er og það má í sjálfu sér skrifa undir þær báðar eða aðra hvora,“ segir Jón Steindór. Hægt verði að sannreyna undirskriftir Já Íslands með því að bera þær saman við þjóðskrá. Hann vonist til að þingmenn stjórnarflokkanna leggi við eyrun og hætti við að draga umsókn Íslands til baka. Kannanir hafa sýnt að meirihluti landsmanna vill ekki ganga í Evrópusambandið, þótt sá meirihluti hafi minnkað samkvæmt síðustu könnunum og að um 70 prósent landsmanan vilja klára viðræðurnar og leggja samning í þjóðaratkvæðagreiðslu. Stefna stjórnarflokkanna er hins vegar skýr.Hvað getur ríkisstjórnin gert annað en draga umsóknina að ESB til baka? „Ef hún er komin í berhögg við þjóðarviljan þá á hún einn annan kost góðan sem er hreinlega að segja af sér og fela öðrum að framfylgja því sem þjóðin vill,“ segir Jón Steindór. Þingsályktunartillögur sem samþykktar eru á Alþingi fara ekki til forseta Íslands til staðfestingar eða synjunar eins og lög frá Alþingi og því kemur ekki til kasta forsetans með sama hætti og þegar lög um Icesave voru samþykkt á sínum tíma. ESB-málið Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Hátt í fjögur þúsund manns hafa boðað komu sína á Austurvölll við upphaf þingfundar í dag til að mótmæla fyrirhuguðum slitum á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. Þingsályktunartillögur eru ekki bornar upp við forseta Íslands til staðfestingar eða synjunar. Skömmu fyrir hádegi höfðu um þrjú þúsund og fimm hundruð manns staðfest á Facebook að þeir ætluðu að mæta á Austurvöll við upphaf þingfunda í dag klukkan þrjú, rúmlega 13 þúsund manns höfðu skrifað undir áskorun til Alþingis á undirskriftarsíðu sem stofnað var til í síðustu viku um að Alþingi dragi umsóknina ekki til baka og rúmlega átta þúsund undir sams konar áskorun sem Já Ísland hóf í gærkvöldi.Jón Steindór Valdimarsson formaður Já Ísland segir erfitt að setja sér markmið um fjölda undirskrifta. „Auðvitað sem allra, allra flestir og miðað við þessar undirtektir held ég að við getum verið bjartsýn. Vonandi nógu margir til að þingmennirnir okkar hlusti á okkur,“ segir Jón Steindór. Vandað hafi verið til textans í áskoruninni þannig að menn gætu skrifað undir hana hvort sem þeir vilja ganga í Evrópusambandið eða ekki. „Þetta er tækifæri fyrir lýðræðissinna í landinu að láta til sín taka og segja þingheimi að menn vilji lýðræði í þessu máli,“ segir formaður Já Ísland.Nú er önnur undirskriftarsöfnun í gangi, veldur það ekki ruglingi? „Jú, það má alveg segja það. Það var frábært framtak og er og það má í sjálfu sér skrifa undir þær báðar eða aðra hvora,“ segir Jón Steindór. Hægt verði að sannreyna undirskriftir Já Íslands með því að bera þær saman við þjóðskrá. Hann vonist til að þingmenn stjórnarflokkanna leggi við eyrun og hætti við að draga umsókn Íslands til baka. Kannanir hafa sýnt að meirihluti landsmanna vill ekki ganga í Evrópusambandið, þótt sá meirihluti hafi minnkað samkvæmt síðustu könnunum og að um 70 prósent landsmanan vilja klára viðræðurnar og leggja samning í þjóðaratkvæðagreiðslu. Stefna stjórnarflokkanna er hins vegar skýr.Hvað getur ríkisstjórnin gert annað en draga umsóknina að ESB til baka? „Ef hún er komin í berhögg við þjóðarviljan þá á hún einn annan kost góðan sem er hreinlega að segja af sér og fela öðrum að framfylgja því sem þjóðin vill,“ segir Jón Steindór. Þingsályktunartillögur sem samþykktar eru á Alþingi fara ekki til forseta Íslands til staðfestingar eða synjunar eins og lög frá Alþingi og því kemur ekki til kasta forsetans með sama hætti og þegar lög um Icesave voru samþykkt á sínum tíma.
ESB-málið Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira