Draugur sem sýslumaður Seyðfirðinga slóst við Kristján Már Unnarsson skrifar 23. febrúar 2014 20:00 Hundrað og tuttugu ára gömul ljósmynd af draugi, sem sýslumaðurinn á Seyðisfirði sagðist hafa slegist við, er fyrsta ljósmynd sem notuð var í sakamáli á Íslandi. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 síðastliðinn þriðjudag var fjallað um magnaða draugasögu sem gerist í gamla apótekinu á Seyðisfirði árið 1894. Sagan tengdist morðmáli, sem þáverandi sýslumaður, Axel Tulinius, fékk til rannsóknar, en hann leigði þá herbergi á annarri hæð hússins. Þáttinn má sjá í heild sinni hér.Ólafur Örn Pétursson, eigandi bláa apóteksins, lýsti slagsmálum sýslumanns við drauginn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Ólafur Örn Pétursson, núverandi eigandi gamla apóteksins á Seyðisfirði, lýsti í þættinum slagsmálum sýslumanns við drauginn í stiga apóteksins og hvernig honum hefði tvær nætur í röð tekist að varna draugnum uppgöngu á efri hæðina, en sýslumaður skráði atburðinn í opinber skjöl. En 120 ára sögu draugsa er ekki lokið. Í Þjóðskjalasafni Íslands í gömlu mjólkurstöðinni við Laugaveg í Reykjavík er enn verið að kljást við hann. Þar hefur Gunnar Örn Hannesson sagnfræðingur verið að grafa upp skjöl og ljósmyndir sem tengjast hvarfi vélstjóra af enskum togara sem var á veiðum á Seyðisfirði árið 1894. Fjórum mánuðum síðar kom líkið upp með veiðarfærum íslensks báts og þá var meðfylgjandi ljósmynd tekin, í október 1894.Gunnar Örn Hannesson, sagnfræðingur við Þjóðskjalasafn Íslands.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Ummerki bentu eindregið til þess að enska sjómanninum hefði verið ráðinn bani en farg hafði verið bundið við líkið til að sökkva því. Skipsfélagi mannsins var grunaður um verknaðinn en ekki tókst að sanna glæpinn. Sýslumaðurinn fékk Eyjólf Jónsson ljósmyndara til að taka mynd af líkinu og segir Gunnar Örn að þetta sé fyrsta ljósmynd sem tekin er á Íslandi vegna rannnsóknar á sakamáli. En er þetta líka ljósmynd af draugnum? Þessari spurningu svaraði sagnfræðingurinn í frétt Stöðvar 2 í kvöld. Þá má velta því upp hvort ljósmyndin sé einnig elsta fréttamynd á Íslandi. Það er reyndar ekki vitað til þess að hún hafi birst í dagblaði hérlendis fyrr en eftir 1960. Ljósmyndarinn lét hins vegar setja myndina á spjald og spyrja má hvort hún hafi farið í nægilega mikla dreifingu á sínum tíma til að líta megi á það sem fjölmiðlun. Seyðisfjörður Um land allt Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Sjá meira
Hundrað og tuttugu ára gömul ljósmynd af draugi, sem sýslumaðurinn á Seyðisfirði sagðist hafa slegist við, er fyrsta ljósmynd sem notuð var í sakamáli á Íslandi. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 síðastliðinn þriðjudag var fjallað um magnaða draugasögu sem gerist í gamla apótekinu á Seyðisfirði árið 1894. Sagan tengdist morðmáli, sem þáverandi sýslumaður, Axel Tulinius, fékk til rannsóknar, en hann leigði þá herbergi á annarri hæð hússins. Þáttinn má sjá í heild sinni hér.Ólafur Örn Pétursson, eigandi bláa apóteksins, lýsti slagsmálum sýslumanns við drauginn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Ólafur Örn Pétursson, núverandi eigandi gamla apóteksins á Seyðisfirði, lýsti í þættinum slagsmálum sýslumanns við drauginn í stiga apóteksins og hvernig honum hefði tvær nætur í röð tekist að varna draugnum uppgöngu á efri hæðina, en sýslumaður skráði atburðinn í opinber skjöl. En 120 ára sögu draugsa er ekki lokið. Í Þjóðskjalasafni Íslands í gömlu mjólkurstöðinni við Laugaveg í Reykjavík er enn verið að kljást við hann. Þar hefur Gunnar Örn Hannesson sagnfræðingur verið að grafa upp skjöl og ljósmyndir sem tengjast hvarfi vélstjóra af enskum togara sem var á veiðum á Seyðisfirði árið 1894. Fjórum mánuðum síðar kom líkið upp með veiðarfærum íslensks báts og þá var meðfylgjandi ljósmynd tekin, í október 1894.Gunnar Örn Hannesson, sagnfræðingur við Þjóðskjalasafn Íslands.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Ummerki bentu eindregið til þess að enska sjómanninum hefði verið ráðinn bani en farg hafði verið bundið við líkið til að sökkva því. Skipsfélagi mannsins var grunaður um verknaðinn en ekki tókst að sanna glæpinn. Sýslumaðurinn fékk Eyjólf Jónsson ljósmyndara til að taka mynd af líkinu og segir Gunnar Örn að þetta sé fyrsta ljósmynd sem tekin er á Íslandi vegna rannnsóknar á sakamáli. En er þetta líka ljósmynd af draugnum? Þessari spurningu svaraði sagnfræðingurinn í frétt Stöðvar 2 í kvöld. Þá má velta því upp hvort ljósmyndin sé einnig elsta fréttamynd á Íslandi. Það er reyndar ekki vitað til þess að hún hafi birst í dagblaði hérlendis fyrr en eftir 1960. Ljósmyndarinn lét hins vegar setja myndina á spjald og spyrja má hvort hún hafi farið í nægilega mikla dreifingu á sínum tíma til að líta megi á það sem fjölmiðlun.
Seyðisfjörður Um land allt Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Sjá meira