Draugur sem sýslumaður Seyðfirðinga slóst við Kristján Már Unnarsson skrifar 23. febrúar 2014 20:00 Hundrað og tuttugu ára gömul ljósmynd af draugi, sem sýslumaðurinn á Seyðisfirði sagðist hafa slegist við, er fyrsta ljósmynd sem notuð var í sakamáli á Íslandi. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 síðastliðinn þriðjudag var fjallað um magnaða draugasögu sem gerist í gamla apótekinu á Seyðisfirði árið 1894. Sagan tengdist morðmáli, sem þáverandi sýslumaður, Axel Tulinius, fékk til rannsóknar, en hann leigði þá herbergi á annarri hæð hússins. Þáttinn má sjá í heild sinni hér.Ólafur Örn Pétursson, eigandi bláa apóteksins, lýsti slagsmálum sýslumanns við drauginn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Ólafur Örn Pétursson, núverandi eigandi gamla apóteksins á Seyðisfirði, lýsti í þættinum slagsmálum sýslumanns við drauginn í stiga apóteksins og hvernig honum hefði tvær nætur í röð tekist að varna draugnum uppgöngu á efri hæðina, en sýslumaður skráði atburðinn í opinber skjöl. En 120 ára sögu draugsa er ekki lokið. Í Þjóðskjalasafni Íslands í gömlu mjólkurstöðinni við Laugaveg í Reykjavík er enn verið að kljást við hann. Þar hefur Gunnar Örn Hannesson sagnfræðingur verið að grafa upp skjöl og ljósmyndir sem tengjast hvarfi vélstjóra af enskum togara sem var á veiðum á Seyðisfirði árið 1894. Fjórum mánuðum síðar kom líkið upp með veiðarfærum íslensks báts og þá var meðfylgjandi ljósmynd tekin, í október 1894.Gunnar Örn Hannesson, sagnfræðingur við Þjóðskjalasafn Íslands.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Ummerki bentu eindregið til þess að enska sjómanninum hefði verið ráðinn bani en farg hafði verið bundið við líkið til að sökkva því. Skipsfélagi mannsins var grunaður um verknaðinn en ekki tókst að sanna glæpinn. Sýslumaðurinn fékk Eyjólf Jónsson ljósmyndara til að taka mynd af líkinu og segir Gunnar Örn að þetta sé fyrsta ljósmynd sem tekin er á Íslandi vegna rannnsóknar á sakamáli. En er þetta líka ljósmynd af draugnum? Þessari spurningu svaraði sagnfræðingurinn í frétt Stöðvar 2 í kvöld. Þá má velta því upp hvort ljósmyndin sé einnig elsta fréttamynd á Íslandi. Það er reyndar ekki vitað til þess að hún hafi birst í dagblaði hérlendis fyrr en eftir 1960. Ljósmyndarinn lét hins vegar setja myndina á spjald og spyrja má hvort hún hafi farið í nægilega mikla dreifingu á sínum tíma til að líta megi á það sem fjölmiðlun. Seyðisfjörður Um land allt Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Hundrað og tuttugu ára gömul ljósmynd af draugi, sem sýslumaðurinn á Seyðisfirði sagðist hafa slegist við, er fyrsta ljósmynd sem notuð var í sakamáli á Íslandi. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 síðastliðinn þriðjudag var fjallað um magnaða draugasögu sem gerist í gamla apótekinu á Seyðisfirði árið 1894. Sagan tengdist morðmáli, sem þáverandi sýslumaður, Axel Tulinius, fékk til rannsóknar, en hann leigði þá herbergi á annarri hæð hússins. Þáttinn má sjá í heild sinni hér.Ólafur Örn Pétursson, eigandi bláa apóteksins, lýsti slagsmálum sýslumanns við drauginn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Ólafur Örn Pétursson, núverandi eigandi gamla apóteksins á Seyðisfirði, lýsti í þættinum slagsmálum sýslumanns við drauginn í stiga apóteksins og hvernig honum hefði tvær nætur í röð tekist að varna draugnum uppgöngu á efri hæðina, en sýslumaður skráði atburðinn í opinber skjöl. En 120 ára sögu draugsa er ekki lokið. Í Þjóðskjalasafni Íslands í gömlu mjólkurstöðinni við Laugaveg í Reykjavík er enn verið að kljást við hann. Þar hefur Gunnar Örn Hannesson sagnfræðingur verið að grafa upp skjöl og ljósmyndir sem tengjast hvarfi vélstjóra af enskum togara sem var á veiðum á Seyðisfirði árið 1894. Fjórum mánuðum síðar kom líkið upp með veiðarfærum íslensks báts og þá var meðfylgjandi ljósmynd tekin, í október 1894.Gunnar Örn Hannesson, sagnfræðingur við Þjóðskjalasafn Íslands.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Ummerki bentu eindregið til þess að enska sjómanninum hefði verið ráðinn bani en farg hafði verið bundið við líkið til að sökkva því. Skipsfélagi mannsins var grunaður um verknaðinn en ekki tókst að sanna glæpinn. Sýslumaðurinn fékk Eyjólf Jónsson ljósmyndara til að taka mynd af líkinu og segir Gunnar Örn að þetta sé fyrsta ljósmynd sem tekin er á Íslandi vegna rannnsóknar á sakamáli. En er þetta líka ljósmynd af draugnum? Þessari spurningu svaraði sagnfræðingurinn í frétt Stöðvar 2 í kvöld. Þá má velta því upp hvort ljósmyndin sé einnig elsta fréttamynd á Íslandi. Það er reyndar ekki vitað til þess að hún hafi birst í dagblaði hérlendis fyrr en eftir 1960. Ljósmyndarinn lét hins vegar setja myndina á spjald og spyrja má hvort hún hafi farið í nægilega mikla dreifingu á sínum tíma til að líta megi á það sem fjölmiðlun.
Seyðisfjörður Um land allt Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira