Spilling var orðin þjóðaríþrótt í Úkraínu Elimar Hauksson skrifar 23. febrúar 2014 20:00 Vatnaskil urðu í stjórnmálasögu Úkraínu í dag þegar þingforsetinn , Oleksander Turchinov, tók við stjórnartaumum í landinu. Allsherjar endurskipulagning á stjórn landsins er þar með hafin eftir að Viktor Janúkóvítsj, forseti, var sviptur völdum. Glundroði myndaðist í úkraínska þinginu þegar ákvörðunin var tekin og köll mótmælenda ómuðu um þingsalinn þegar breytingarnar tóku gildi. Janúkóvítsj fer enn huldu höfði er líklegt þykir að hann haldi til í austurhluta Úkraínu þar sem hann nýtur enn stuðnings. Talsmaður hans hefur ítrekað við fjölmiðla að forsetinn muni aldrei yfirgefa Úkraínu og að um valdarán sé að ræða og boðað hefur verið til kosninga í maí. Einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar,Vítalí Klitschko, mun gefa kost á sér. Mótmælendur og leiðtogar stjórnarandstöðunnar ítrekuðu í dag kröfu sína um að Janúkóvits forseti og fylgismenn hans verði sóttir til saka fyrir spillingu í starfi og fyrir að hafa beitt mótmælendur harðræði. 82 hið minnsta hafa fallið í átökunum í miðborg Kænugarðs frá því að mótmælaaðgerðir hófust fyrir þremur mánuðum. Óeirðirnar komu á óvartSergii Artamonov, frá Úkraínu hefur dvalist hér á landi síðastliðin þrjú ár í háskólanámi við Háskóla Íslands. Hann segir að það hafi komið sér í opna skjöldu þegar óeirðinar í Úkraínu hófust fyrir þremur mánuðum. „Ég hef aldrei séð ofbeldi í Úkraínu eins og síðustu mánuði, sérstaklega núna í febrúar. Ég er hins vegar mjög ánægður að það sjái fyrir endann á ofbeldinu sem hefur átt sér stað síðustu mánuði,“ segir Sergii. Hann segir pólitíska spillingu hafa verið orðna að þjóðaríþrótt í Úkraínu sem hafi teygt anga sína um allt samfélagið í landinu og óttast að þeir stjórnmálamenn sem hafi tekið þátt í byltingunni þar í landi átti sig ekki á hve langt sú spilling teygir sig. Hann telur að frelsun fyrrum forstætisráðherra landsins, Júlíu Tímósjenkó, hafa verið jákvæða. Hún eigi þó líklega ekki afturkvæmt í úkraínsk stjórnmál. „Frelsun Tímósjenkó olli miklum viðbrögðum um allan heim. Í Úkraínu er hún hins vegar tákn fortíðar, hún stendur fyrir tíma þar villtur kapítalismi blómstraði í landinu. Sömu kynslóð stjórnmálamanna og Viktor Janúkóvitsj,“ segir Sergii. Hann bindur þó vonir við að ástandið í Úkraínu muni batna í kjölfar þess að forsetanum hefur verið komið frá völdum. Úkraína Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Vatnaskil urðu í stjórnmálasögu Úkraínu í dag þegar þingforsetinn , Oleksander Turchinov, tók við stjórnartaumum í landinu. Allsherjar endurskipulagning á stjórn landsins er þar með hafin eftir að Viktor Janúkóvítsj, forseti, var sviptur völdum. Glundroði myndaðist í úkraínska þinginu þegar ákvörðunin var tekin og köll mótmælenda ómuðu um þingsalinn þegar breytingarnar tóku gildi. Janúkóvítsj fer enn huldu höfði er líklegt þykir að hann haldi til í austurhluta Úkraínu þar sem hann nýtur enn stuðnings. Talsmaður hans hefur ítrekað við fjölmiðla að forsetinn muni aldrei yfirgefa Úkraínu og að um valdarán sé að ræða og boðað hefur verið til kosninga í maí. Einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar,Vítalí Klitschko, mun gefa kost á sér. Mótmælendur og leiðtogar stjórnarandstöðunnar ítrekuðu í dag kröfu sína um að Janúkóvits forseti og fylgismenn hans verði sóttir til saka fyrir spillingu í starfi og fyrir að hafa beitt mótmælendur harðræði. 82 hið minnsta hafa fallið í átökunum í miðborg Kænugarðs frá því að mótmælaaðgerðir hófust fyrir þremur mánuðum. Óeirðirnar komu á óvartSergii Artamonov, frá Úkraínu hefur dvalist hér á landi síðastliðin þrjú ár í háskólanámi við Háskóla Íslands. Hann segir að það hafi komið sér í opna skjöldu þegar óeirðinar í Úkraínu hófust fyrir þremur mánuðum. „Ég hef aldrei séð ofbeldi í Úkraínu eins og síðustu mánuði, sérstaklega núna í febrúar. Ég er hins vegar mjög ánægður að það sjái fyrir endann á ofbeldinu sem hefur átt sér stað síðustu mánuði,“ segir Sergii. Hann segir pólitíska spillingu hafa verið orðna að þjóðaríþrótt í Úkraínu sem hafi teygt anga sína um allt samfélagið í landinu og óttast að þeir stjórnmálamenn sem hafi tekið þátt í byltingunni þar í landi átti sig ekki á hve langt sú spilling teygir sig. Hann telur að frelsun fyrrum forstætisráðherra landsins, Júlíu Tímósjenkó, hafa verið jákvæða. Hún eigi þó líklega ekki afturkvæmt í úkraínsk stjórnmál. „Frelsun Tímósjenkó olli miklum viðbrögðum um allan heim. Í Úkraínu er hún hins vegar tákn fortíðar, hún stendur fyrir tíma þar villtur kapítalismi blómstraði í landinu. Sömu kynslóð stjórnmálamanna og Viktor Janúkóvitsj,“ segir Sergii. Hann bindur þó vonir við að ástandið í Úkraínu muni batna í kjölfar þess að forsetanum hefur verið komið frá völdum.
Úkraína Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira