Ekki áhugi í ESB á haltu mér, slepptu mér sambandi við Ísland Hrund Þórsdóttir skrifar 23. febrúar 2014 20:00 Aðildarríki ESB hafa ekki áhuga á haltu mér, slepptu mér sambandi við Ísland og mjög erfitt verður að sannfæra þau um að taka við nýrri aðildarumsókn ef núverandi umsókn verður dregin til baka. Svo segja heimildamenn okkar hjá Evrópusambandinu í Brussel og stangast þetta á við fullyrðingar utanríkisráðherra. Sérfræðingar segja að verði umsókn Íslands um aðild að ESB dregin til baka, sé ólíklegt að önnur umsókn verði tekin til greina í langan tíma, jafnvel áratugi. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, blés á þetta í samtali við fréttastofu í gær og sagði um getgátur að ræða: „Í gær átti ég samtal við Stefan Fule stækkunarstjóra og nokkra af kollegum mínum á Norðurlöndum og tónninn í þeim var sá að Ísland er alltaf velkomið í Evrópusambandið,“ sagði Gunnar Bragi. Heimildamenn okkar hjá Evrópusambandinu í Brussel eru á öðru máli. Þar er tilfinningin sögð sú að mjög erfitt yrði að sannfæra aðildarríkin um að taka umsókn frá Íslandi til greina að nýju, enda hafi þegar farið tími og fjármunir í viðræður sem útlit sé fyrir að verði slitið. Ekki sé áhugi á að endurtaka slíkan leik og því kæmi nýtt aðildarferli varla til greina fyrr en að löngum tíma liðnum. Málið snúist um ímynd Íslands í augum Evrópusambandsþjóðanna.Peter Stano, talsmaður stækkunarstjóra ESB, vill ekki spá fyrir um hugsanlegar afleiðingar þess að draga umsóknina til baka og leggur áherslu á að framhaldið sé í höndum Íslendinga. „Við erum reiðubúin að bjóða samning sem er mjög ásættanlegur fyrir báða aðila og að okkar mati myndu bæði Íslendingar og núverandi aðildarþjóðir Evrópusambandsins hagnast á aðild Íslands,“ segir hann. Samkvæmt skoðanakönnunum vill meirihluti íslensku þjóðarinnar klára aðildarviðræður við ESB. Í meðfylgjandi myndskeiði eru vegfarendur spurðir um álit þeirra á því að aðildarumsókn Íslands að sambandinu verði hugsanlega dregin til baka. ESB-málið Tengdar fréttir Hávær krafa um að formenn útskýri ákvörðun um ESB aðild Formenn stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, neituðu báðir að svara spurningum fréttamanns í dag vegna fyrirhugaðrar afturköllunar umsóknar Íslands að Evrópusambandinu. 22. febrúar 2014 20:00 Umfjöllun um tillögu Gunnars Braga: Vilja draga umsóknina til baka Ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu báðir í gær að styðja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokks um slit viðræðna við ESB. 22. febrúar 2014 08:00 Þingsályktun um viðræðuslit við ESB á leiðinni Formaður utanríkismálanefndar segir Alþingi hljóta að taka ákvörðun um framhald evrópumála að lokinni umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar. Stjórnarflokkarnir vilji ljúka viðræðunum. 20. febrúar 2014 20:00 Utanríkisráðherra segir ekki gengið gegn vilja almennings Gunnar Bragi Sveinsson blæs á yfirlýsingar sérfræðinga um að ákvörðunin um afturköllun viðræðna myndi útiloka Ísland frá sambandinu um langt skeið. 22. febrúar 2014 15:04 Þingflokksfundur um viðræðuslit Á fundi þingflokks Sjálfstæðismanna í dag verður rætt um afstöðu flokksins til Evrópusambandsumsóknarinnar og möguleg viðræðuslit við ESB. 21. febrúar 2014 12:27 Viðræðuslit dragi úr trúverðugleika Aðilar vinnumarkaðarins telja óskynsamlegt að slíta viðræðum við ESB. 22. febrúar 2014 19:45 Framsóknarmenn samþykkja einnig að draga aðildarumsókn til baka Báðir ríkisstjórnarflokkarnir hafa samþykkt að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Framsóknarflokkurinn samþykkti það einróma rétt í þessu. 21. febrúar 2014 17:01 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Aðildarríki ESB hafa ekki áhuga á haltu mér, slepptu mér sambandi við Ísland og mjög erfitt verður að sannfæra þau um að taka við nýrri aðildarumsókn ef núverandi umsókn verður dregin til baka. Svo segja heimildamenn okkar hjá Evrópusambandinu í Brussel og stangast þetta á við fullyrðingar utanríkisráðherra. Sérfræðingar segja að verði umsókn Íslands um aðild að ESB dregin til baka, sé ólíklegt að önnur umsókn verði tekin til greina í langan tíma, jafnvel áratugi. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, blés á þetta í samtali við fréttastofu í gær og sagði um getgátur að ræða: „Í gær átti ég samtal við Stefan Fule stækkunarstjóra og nokkra af kollegum mínum á Norðurlöndum og tónninn í þeim var sá að Ísland er alltaf velkomið í Evrópusambandið,“ sagði Gunnar Bragi. Heimildamenn okkar hjá Evrópusambandinu í Brussel eru á öðru máli. Þar er tilfinningin sögð sú að mjög erfitt yrði að sannfæra aðildarríkin um að taka umsókn frá Íslandi til greina að nýju, enda hafi þegar farið tími og fjármunir í viðræður sem útlit sé fyrir að verði slitið. Ekki sé áhugi á að endurtaka slíkan leik og því kæmi nýtt aðildarferli varla til greina fyrr en að löngum tíma liðnum. Málið snúist um ímynd Íslands í augum Evrópusambandsþjóðanna.Peter Stano, talsmaður stækkunarstjóra ESB, vill ekki spá fyrir um hugsanlegar afleiðingar þess að draga umsóknina til baka og leggur áherslu á að framhaldið sé í höndum Íslendinga. „Við erum reiðubúin að bjóða samning sem er mjög ásættanlegur fyrir báða aðila og að okkar mati myndu bæði Íslendingar og núverandi aðildarþjóðir Evrópusambandsins hagnast á aðild Íslands,“ segir hann. Samkvæmt skoðanakönnunum vill meirihluti íslensku þjóðarinnar klára aðildarviðræður við ESB. Í meðfylgjandi myndskeiði eru vegfarendur spurðir um álit þeirra á því að aðildarumsókn Íslands að sambandinu verði hugsanlega dregin til baka.
ESB-málið Tengdar fréttir Hávær krafa um að formenn útskýri ákvörðun um ESB aðild Formenn stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, neituðu báðir að svara spurningum fréttamanns í dag vegna fyrirhugaðrar afturköllunar umsóknar Íslands að Evrópusambandinu. 22. febrúar 2014 20:00 Umfjöllun um tillögu Gunnars Braga: Vilja draga umsóknina til baka Ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu báðir í gær að styðja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokks um slit viðræðna við ESB. 22. febrúar 2014 08:00 Þingsályktun um viðræðuslit við ESB á leiðinni Formaður utanríkismálanefndar segir Alþingi hljóta að taka ákvörðun um framhald evrópumála að lokinni umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar. Stjórnarflokkarnir vilji ljúka viðræðunum. 20. febrúar 2014 20:00 Utanríkisráðherra segir ekki gengið gegn vilja almennings Gunnar Bragi Sveinsson blæs á yfirlýsingar sérfræðinga um að ákvörðunin um afturköllun viðræðna myndi útiloka Ísland frá sambandinu um langt skeið. 22. febrúar 2014 15:04 Þingflokksfundur um viðræðuslit Á fundi þingflokks Sjálfstæðismanna í dag verður rætt um afstöðu flokksins til Evrópusambandsumsóknarinnar og möguleg viðræðuslit við ESB. 21. febrúar 2014 12:27 Viðræðuslit dragi úr trúverðugleika Aðilar vinnumarkaðarins telja óskynsamlegt að slíta viðræðum við ESB. 22. febrúar 2014 19:45 Framsóknarmenn samþykkja einnig að draga aðildarumsókn til baka Báðir ríkisstjórnarflokkarnir hafa samþykkt að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Framsóknarflokkurinn samþykkti það einróma rétt í þessu. 21. febrúar 2014 17:01 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Hávær krafa um að formenn útskýri ákvörðun um ESB aðild Formenn stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, neituðu báðir að svara spurningum fréttamanns í dag vegna fyrirhugaðrar afturköllunar umsóknar Íslands að Evrópusambandinu. 22. febrúar 2014 20:00
Umfjöllun um tillögu Gunnars Braga: Vilja draga umsóknina til baka Ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu báðir í gær að styðja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokks um slit viðræðna við ESB. 22. febrúar 2014 08:00
Þingsályktun um viðræðuslit við ESB á leiðinni Formaður utanríkismálanefndar segir Alþingi hljóta að taka ákvörðun um framhald evrópumála að lokinni umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar. Stjórnarflokkarnir vilji ljúka viðræðunum. 20. febrúar 2014 20:00
Utanríkisráðherra segir ekki gengið gegn vilja almennings Gunnar Bragi Sveinsson blæs á yfirlýsingar sérfræðinga um að ákvörðunin um afturköllun viðræðna myndi útiloka Ísland frá sambandinu um langt skeið. 22. febrúar 2014 15:04
Þingflokksfundur um viðræðuslit Á fundi þingflokks Sjálfstæðismanna í dag verður rætt um afstöðu flokksins til Evrópusambandsumsóknarinnar og möguleg viðræðuslit við ESB. 21. febrúar 2014 12:27
Viðræðuslit dragi úr trúverðugleika Aðilar vinnumarkaðarins telja óskynsamlegt að slíta viðræðum við ESB. 22. febrúar 2014 19:45
Framsóknarmenn samþykkja einnig að draga aðildarumsókn til baka Báðir ríkisstjórnarflokkarnir hafa samþykkt að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Framsóknarflokkurinn samþykkti það einróma rétt í þessu. 21. febrúar 2014 17:01