Körfubolti

LeBron endaði kvöldið í OKC með sigur, 33 stig og blóðugt andlit

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James treður hér í leiknum í nótt.
LeBron James treður hér í leiknum í nótt. Vísir/AP
Miami Heat vann sannfærandi útisigur á Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt í uppgjöri tveggja af bestu liðum deildarinnar. Russell Westbrook lék á ný með OKC en það útspil gekk ekki upp.

LeBron James skoraði 33 stig í þessum 103-81 sigri Miami Heat á Oklahoma City Thunder en hann endaði leikinn með blóðugt andlit eftir að hafa fengið högg frá Serge Ibaka þegar rétt tæpar sex mínútur voru eftir af leiknum. James kláraði troðsluna en yfirgaf síðan völlinn með handklæði yfir hausnum,

Dwyane Wade og Chris Bosh skoruðu báðir 24 stig fyrir Miami Heat og Wade var að auki með 10 stoðsendingar. Kevin Durant skoraði 28 stig fyrir OKC og Russell Westbrook var með 16 stig. Þetta var fyrsta tap Oklahoma City á heimavelli síðan 5. janúar síðastliðinn.

Stephen Curry skoraði 25 stig þegar Golden State Warriors endaði átta leikja sigurgöngu Houston Rockets eftir 102-99 sigur í framlengdum leik. Curry tryggði Warriors-liðinu framlengingu þegar hann jafnaði 3,2 sekúndum fyrir leikslok. David Lee skoraði 28 stig og tók 14 fráköst fyrir Golden State en James Harden hjá Houston skoraði 34 af 39 stigum sínum í seinni hálfleik og framlengingu. Dwight Howard var með 21 fráköst og 11 stig.





LeBron James fékk slæmt högg í lokin.Vísir/AP
Úrslit í öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt:

Milwaukee Bucks - Denver Nuggets 90-101 Ended

Oklahoma City Thunder - Miami Heat 81-103 Ended

Golden State Warriors - Houston Rockets 102-99 (framlengt)

Staðan í NBA-deildinni:












Fleiri fréttir

Sjá meira


×