Aníta gerði allt rétt nema stíga á strikið | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2014 17:00 Aníta Hinriksdóttir, hlaupadrottningin úr ÍR, var eins og allir vita dæmd úr leik í undanrásum í 800m hlaupi á HM innanhúss í frjálsíþróttum sem hófst í Sopot í Póllandi í dag. Aníta átti magnað hlaup og kom önnur í mark á eftir Pólverjanum AngelikuCichocku á 2:01,03 mínútum sem hefði verið jöfnun á heimsmeti unglinga. Þá dugði tíminn til að koma henni í úrslitahlaupið en Aníta var með fjórða besta tímann og hefði verið fyrst í úrslit á eftir sigurvegurunum þremur í undanrásunum.GunnarPáll Jóakimsson, þjálfari Anítu, kærði úrskurð dómara en kærunni var hafnað. Aníta steig á línu sem er bannað og var það nóg til að hún væri dæmd úr leik. „Aníta gerði allt rétt í dag (nema þetta að stíga á strikið),“ segir Gunnar Páll á Facebook-síðu sinni. „Útfærslan var alveg eins og ég vonaðist eftir - fyrstu 400m á því tempói sem lagt var upp með og nú var hún mjög sterk síðustu 200m.“ „Hún skildi eftir fullt af frábærum hlaupurum sem voru búnir að hlaupa hraðar en hún í vetur. Var t.d. að hlaupa hraðar en þær þrjár sem voru á undan henni í New York á dögunum ... Tíminn var jöfnun á Heimsmeti unglinga innanhúss en Aníta á 1 ár í viðbót til að taka það met,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson. Þetta frábæra, en því miður ógilda, hlaup Anítu má sjá í spilaranum hér að ofan.Aníta var í forystu fyrstu 500m í hlaupinu í dag.Vísir/EPASú pólska tók síðan forystuna á heimavelli.Vísir/EPAAníta kom í mark á nýju heimsmeti unglinga sem var þó ekki dæmt gilt.Vísir/EPA Frjálsar íþróttir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir, hlaupadrottningin úr ÍR, var eins og allir vita dæmd úr leik í undanrásum í 800m hlaupi á HM innanhúss í frjálsíþróttum sem hófst í Sopot í Póllandi í dag. Aníta átti magnað hlaup og kom önnur í mark á eftir Pólverjanum AngelikuCichocku á 2:01,03 mínútum sem hefði verið jöfnun á heimsmeti unglinga. Þá dugði tíminn til að koma henni í úrslitahlaupið en Aníta var með fjórða besta tímann og hefði verið fyrst í úrslit á eftir sigurvegurunum þremur í undanrásunum.GunnarPáll Jóakimsson, þjálfari Anítu, kærði úrskurð dómara en kærunni var hafnað. Aníta steig á línu sem er bannað og var það nóg til að hún væri dæmd úr leik. „Aníta gerði allt rétt í dag (nema þetta að stíga á strikið),“ segir Gunnar Páll á Facebook-síðu sinni. „Útfærslan var alveg eins og ég vonaðist eftir - fyrstu 400m á því tempói sem lagt var upp með og nú var hún mjög sterk síðustu 200m.“ „Hún skildi eftir fullt af frábærum hlaupurum sem voru búnir að hlaupa hraðar en hún í vetur. Var t.d. að hlaupa hraðar en þær þrjár sem voru á undan henni í New York á dögunum ... Tíminn var jöfnun á Heimsmeti unglinga innanhúss en Aníta á 1 ár í viðbót til að taka það met,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson. Þetta frábæra, en því miður ógilda, hlaup Anítu má sjá í spilaranum hér að ofan.Aníta var í forystu fyrstu 500m í hlaupinu í dag.Vísir/EPASú pólska tók síðan forystuna á heimavelli.Vísir/EPAAníta kom í mark á nýju heimsmeti unglinga sem var þó ekki dæmt gilt.Vísir/EPA
Frjálsar íþróttir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira