Pistorius grét og bað fyrir Steenkamp Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 6. mars 2014 19:05 Pistorius hélt fyrir eyrun í réttarsalnum í dag þegar verið var að taka skýrslu af einu vitnanna. vísir/afp Suðurafríski spretthlauparinn Oscar Pistorius kraup grátandi yfir líki Reevu Steenkamp þegar komið var að honum eftir að hann skaut hana til bana í fyrra. Þetta kom fram í réttarhöldum yfir honum í dag, en þau hófust á mánudag. Pistorius er ákærður fyrir að myrða Steenkamp, fyrrverandi kærustu sína, en hann skaut hana í gegnum lokaða baðherbergishurð á heimili sínu í Pretoríu í febrúar á síðasta ári. Hann segist hafa haldið að hún væri innbrotsþjófur.Pistorius grét í réttarsalnum.vísir/afpJohan Stipp, læknir sem býr skammt frá húsi Pistoriusar, flýtti sér heim til hans eftir að hafa heyrt byssuskot og öskur. Fyrir rétti í dag sagði Stipp að spretthlauparinn hafi beðið til guðs um að „leyfa henni að lifa“ og sagt að „hún mætti ekki deyja“. Læknirinn segir hann hafa haft aðra hönd á nára Steenkamp og tvo fingur hinnar í munni Steenkamp. Svo hafi virst sem hann væri að reyna að koma henni til bjargar. „Ég man að það fyrsta sem hann sagði við mig þegar ég kom var: „Ég skaut hana. Ég hélt hún væri innbrotsþjófur og ég skaut hana.“,“ sagði læknirinn en Steenkamp var ekki með lífsmarki þegar hann skoðaði hana skömmu síðar. Hann sagðist hafa séð agnir úr heila Steenkamp í blóði hennar en Pistorius hæfði hana í höfuðið. Þá hafi hún einnig verið með skotsár á læri og á upphandlegg. Læknirinn sagði Pistorius hafa verið hágrátandi og sagst lofa því að helga líf sitt guði ef hún lifði af. Réttarhöldin halda áfram á morgun og eru þau talin munu standa yfir í um þrjár vikur. Pistorius á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann sakfelldur.Upptaka frá réttarhöldunum í dag: Fyrsti hluti Upptaka frá réttarhöldunum í dag: Annar hluti Upptaka frá réttarhöldunum í dag: Þriðji hluti Oscar Pistorius Tengdar fréttir Vitni segist hafa heyrt rifrildi „Ég spurði eiginmann minn hver það væri sem öskraði svona og hann sagðist halda að það væri Oscar.“ 4. mars 2014 13:51 Mál Pistoriusar tekur á sig skýrari mynd Í byrjun vikunnar var Oscar Pistorius formlega ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Hér má sjá skýringarmyndir af atburðarásinni í febrúar, þegar unnusta hans lét lífið. 21. ágúst 2013 15:30 Nágranni heyrði skelfingaröskur Reevu Suður-afríski íþróttamaðurinn Oscar Pistorius sagðist fyrir dómi í gær vera saklaus af ásökunum saksóknara um að hafa myrt Reevu Steenkamp, kærustu sína, á Valentínusardaginn í fyrra. 4. mars 2014 07:45 Ebba Guðný segir að Oscar sé bugaður af sorg Oscar Pistorius spretthlaupari er bugaður af sorg, segir Ebba Guðný Guðmundsdóttir bókaútgefandi og heilsukokkur. Oscar er mikill vinur Ebbu Guðnýjar og fjölskyldu hennar. Oscar var á dögunum handtekinn, grunaður um morð á unnustu sinni. Ebba segir í samtali við Lífið, fylgiblað Fréttablaðsins, að hann hafi sent fjölskyldunni einstaka skilaboð frá því að hann var handtekinn og þau sent skilaboð á móti. 22. mars 2013 10:52 Hver er Oscar Pistorius? Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius er grunaður um að hafa myrt kærustu sína af yfirlögðu ráði að morgni 14. febrúar. En hver er þessi margumtalaði maður? 20. febrúar 2013 15:40 Sjónvarpað frá réttarhöldum yfir Pistorius Sérstök sjónvarpsstöð mun sýna frá réttarhöldum yfir Oscar Pistorius allan sólarhringinn. 30. janúar 2014 21:34 Samantekt á fyrsta degi réttarhaldana yfir Pistorious Spretthlauparanum er gefið að sök að myrða Reevu Steenkamp í fyrra. 4. mars 2014 10:32 Pistorius sagði öryggisvörðum að allt væri í lagi Suðurafríski spretthlauparinn Oscar Pistorius fékk símtal frá öryggisvörðum eftir að kærasta hans var skotin til bana. 21. febrúar 2014 14:04 Spretthlauparinn segist saklaus Oscar Pistorius var leiddur fyrir rétt í dag. 3. mars 2014 10:09 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Suðurafríski spretthlauparinn Oscar Pistorius kraup grátandi yfir líki Reevu Steenkamp þegar komið var að honum eftir að hann skaut hana til bana í fyrra. Þetta kom fram í réttarhöldum yfir honum í dag, en þau hófust á mánudag. Pistorius er ákærður fyrir að myrða Steenkamp, fyrrverandi kærustu sína, en hann skaut hana í gegnum lokaða baðherbergishurð á heimili sínu í Pretoríu í febrúar á síðasta ári. Hann segist hafa haldið að hún væri innbrotsþjófur.Pistorius grét í réttarsalnum.vísir/afpJohan Stipp, læknir sem býr skammt frá húsi Pistoriusar, flýtti sér heim til hans eftir að hafa heyrt byssuskot og öskur. Fyrir rétti í dag sagði Stipp að spretthlauparinn hafi beðið til guðs um að „leyfa henni að lifa“ og sagt að „hún mætti ekki deyja“. Læknirinn segir hann hafa haft aðra hönd á nára Steenkamp og tvo fingur hinnar í munni Steenkamp. Svo hafi virst sem hann væri að reyna að koma henni til bjargar. „Ég man að það fyrsta sem hann sagði við mig þegar ég kom var: „Ég skaut hana. Ég hélt hún væri innbrotsþjófur og ég skaut hana.“,“ sagði læknirinn en Steenkamp var ekki með lífsmarki þegar hann skoðaði hana skömmu síðar. Hann sagðist hafa séð agnir úr heila Steenkamp í blóði hennar en Pistorius hæfði hana í höfuðið. Þá hafi hún einnig verið með skotsár á læri og á upphandlegg. Læknirinn sagði Pistorius hafa verið hágrátandi og sagst lofa því að helga líf sitt guði ef hún lifði af. Réttarhöldin halda áfram á morgun og eru þau talin munu standa yfir í um þrjár vikur. Pistorius á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann sakfelldur.Upptaka frá réttarhöldunum í dag: Fyrsti hluti Upptaka frá réttarhöldunum í dag: Annar hluti Upptaka frá réttarhöldunum í dag: Þriðji hluti
Oscar Pistorius Tengdar fréttir Vitni segist hafa heyrt rifrildi „Ég spurði eiginmann minn hver það væri sem öskraði svona og hann sagðist halda að það væri Oscar.“ 4. mars 2014 13:51 Mál Pistoriusar tekur á sig skýrari mynd Í byrjun vikunnar var Oscar Pistorius formlega ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Hér má sjá skýringarmyndir af atburðarásinni í febrúar, þegar unnusta hans lét lífið. 21. ágúst 2013 15:30 Nágranni heyrði skelfingaröskur Reevu Suður-afríski íþróttamaðurinn Oscar Pistorius sagðist fyrir dómi í gær vera saklaus af ásökunum saksóknara um að hafa myrt Reevu Steenkamp, kærustu sína, á Valentínusardaginn í fyrra. 4. mars 2014 07:45 Ebba Guðný segir að Oscar sé bugaður af sorg Oscar Pistorius spretthlaupari er bugaður af sorg, segir Ebba Guðný Guðmundsdóttir bókaútgefandi og heilsukokkur. Oscar er mikill vinur Ebbu Guðnýjar og fjölskyldu hennar. Oscar var á dögunum handtekinn, grunaður um morð á unnustu sinni. Ebba segir í samtali við Lífið, fylgiblað Fréttablaðsins, að hann hafi sent fjölskyldunni einstaka skilaboð frá því að hann var handtekinn og þau sent skilaboð á móti. 22. mars 2013 10:52 Hver er Oscar Pistorius? Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius er grunaður um að hafa myrt kærustu sína af yfirlögðu ráði að morgni 14. febrúar. En hver er þessi margumtalaði maður? 20. febrúar 2013 15:40 Sjónvarpað frá réttarhöldum yfir Pistorius Sérstök sjónvarpsstöð mun sýna frá réttarhöldum yfir Oscar Pistorius allan sólarhringinn. 30. janúar 2014 21:34 Samantekt á fyrsta degi réttarhaldana yfir Pistorious Spretthlauparanum er gefið að sök að myrða Reevu Steenkamp í fyrra. 4. mars 2014 10:32 Pistorius sagði öryggisvörðum að allt væri í lagi Suðurafríski spretthlauparinn Oscar Pistorius fékk símtal frá öryggisvörðum eftir að kærasta hans var skotin til bana. 21. febrúar 2014 14:04 Spretthlauparinn segist saklaus Oscar Pistorius var leiddur fyrir rétt í dag. 3. mars 2014 10:09 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Vitni segist hafa heyrt rifrildi „Ég spurði eiginmann minn hver það væri sem öskraði svona og hann sagðist halda að það væri Oscar.“ 4. mars 2014 13:51
Mál Pistoriusar tekur á sig skýrari mynd Í byrjun vikunnar var Oscar Pistorius formlega ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Hér má sjá skýringarmyndir af atburðarásinni í febrúar, þegar unnusta hans lét lífið. 21. ágúst 2013 15:30
Nágranni heyrði skelfingaröskur Reevu Suður-afríski íþróttamaðurinn Oscar Pistorius sagðist fyrir dómi í gær vera saklaus af ásökunum saksóknara um að hafa myrt Reevu Steenkamp, kærustu sína, á Valentínusardaginn í fyrra. 4. mars 2014 07:45
Ebba Guðný segir að Oscar sé bugaður af sorg Oscar Pistorius spretthlaupari er bugaður af sorg, segir Ebba Guðný Guðmundsdóttir bókaútgefandi og heilsukokkur. Oscar er mikill vinur Ebbu Guðnýjar og fjölskyldu hennar. Oscar var á dögunum handtekinn, grunaður um morð á unnustu sinni. Ebba segir í samtali við Lífið, fylgiblað Fréttablaðsins, að hann hafi sent fjölskyldunni einstaka skilaboð frá því að hann var handtekinn og þau sent skilaboð á móti. 22. mars 2013 10:52
Hver er Oscar Pistorius? Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius er grunaður um að hafa myrt kærustu sína af yfirlögðu ráði að morgni 14. febrúar. En hver er þessi margumtalaði maður? 20. febrúar 2013 15:40
Sjónvarpað frá réttarhöldum yfir Pistorius Sérstök sjónvarpsstöð mun sýna frá réttarhöldum yfir Oscar Pistorius allan sólarhringinn. 30. janúar 2014 21:34
Samantekt á fyrsta degi réttarhaldana yfir Pistorious Spretthlauparanum er gefið að sök að myrða Reevu Steenkamp í fyrra. 4. mars 2014 10:32
Pistorius sagði öryggisvörðum að allt væri í lagi Suðurafríski spretthlauparinn Oscar Pistorius fékk símtal frá öryggisvörðum eftir að kærasta hans var skotin til bana. 21. febrúar 2014 14:04