Ebba Guðný Guðmundsdóttir, rithöfundur og heilsukokkur, er nú viðstödd réttarhöld spretthlauparans Oscars Pistorius, sem grunaður er um að hafa orðið unnustu sinni, Reevu Steenkamp, að bana í febrúar á síðasta ári.
Réttarhöldin fara fram í Pretoríu, einni höfuborga Suður-Afríku.
Ebba Guðný hefur veitt erlendum fjölmiðlum viðtöl og segist hún hafa farið út til þess að veita Oscari andlegan stuðning, en þau eru miklir vinir. Ebba fór út ásamt móður sinni síðastliðinn föstudag og stendur dvöl hennar í Suður-Afríku yfir í tvær vikur.
