Erlent

Kjósa um hvort Krímskagi verði hluti af Rússlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Þingmenn á Krímskaga hafa kosið um að svæðið verði formlega hluti af Rússlandi. Þingið sagði að ákvörðunin yrði lögð fram fyrir íbúa Krímskaga í atkvæðagreiðslu þann 16. mars næstkomandi.

Ráðherra í ríkisstjórn Kænugarðs sagði BBC að það brjóti gegn stjórnarskrá Úkraínu að Krímskagi gangi inn í Rússland.

Tilkynningin var gefin út á sama tíma og leiðtogar Evrópusambandsins funda í Brussel, um hvernig bregðast eigi við veru rússneskra hermanna á Krímskaga.


Tengdar fréttir

Einræði, ofríki og ofbeldi Pútíns

Hernaðaríhlutun Rússa í Úkraínu vekur upp óþægilegar minningar frá síðustu öld; um valdapólitíkina, þjóðrembuna og yfirganginn sem orsökuðu tvær heimsstyrjaldir með tilheyrandi hörmungum og mörg minni stríð. Tal rússneskra ráðamanna um að þeir séu bara að vernda hagsmuni Rússa á Krímskaga er endurómur af röksemdum Hitlers fyrir innlimun Súdetahéraðanna og Austurríkis í aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar.

Lavrov hunsaði kollega frá Úkraínu

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, vildi ekki ræða við kollega sína frá Úkraínu á fundi í París í gær. ESB hefur boðið Úkraínu fimmtán milljarða evra.

"Ég óttast um líf foreldra minna og vina"

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, fundaði í dag í París með leiðtogum Bandaríkjanna og lykilríkja Evrópusambandsins í von um lausn á deilunni í Úkraínu. Kona frá Krímskaga sem búsett er hér á landi óttast um afdrif sinna nánustu.

Clinton líkir Pútín við Adolf Hitler

"Ef þetta hljómar kunnuglega þá er þetta það sem Adolf Hitler gerði á fjórða áratugnum,“ sagði Clinton á fjáröflunarsamkomu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×