Gylfi Þór: Seinni hálfleikurinn ekki nógu góður Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2014 23:21 Gylfi Þór með boltann í Cardiff í kvöld. Vísir/EPA „Þetta var bara svona la-la,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins í fótbolta, við Vísi um frammistöðu Íslands eftir 3-1 tapið gegn Wales í kvöld.Eins og landsliðsþjálfarinn var hann ánægður með fyrri hálfleikinn en ekki jafnkátur með þann síðari þar sem Wales skoraði tvö mörk og tryggði sér sigurinn. „Það gekk allt mikið mun betur í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik voru menn alltof djúpir og við áttum erfitt með að spila boltanum,“ sagði Gylfi Þór. „Við pressuðum þá aðeins framar í fyrri hálfleik og vorum að vinna boltann á þeirra vallarhelmingi. Við sóttum meira og spiluðum boltanum betur á milli okkar.“ „Það var allt annað í gangí í seinni hálfleik. Þetta var náttúrlega æfingaleikur þannig við gerðum breytingar til að rúlla á liðinu og leyfa mönnum að spila.“ „Persónulega fannst mér þetta ganga betur í fyrri hálfleik þegar ég og Aron vorum á miðjunni. Við náum vel saman. Þá vorum við að spila boltanum betur og sækja meira,“ sagði Gylfi Þór.Gareth Bale fór á kostum í leiknum í kvöld en hann skoraði eitt mark og lagði upp tvö. Hann var í raun munurinn á liðunum tveimur. „Hann gerði gæfumuninn. Án hans væru þeir ekki nærri því jafnsterkir og þeir eru núna. Hann er svo fljótur að það er erfitt að verjast honum ef hann fer af stað,“ sagði Gylfi sem var ekkert sérstaklega kátur með úrslitin í leiknum. „Auðvitað eru ekki úrslitin ekki góð en þau skipta ekki mestu máli. Seinni hálfleikurinn var bara ekki nógu góður hjá okkur. Þjálfararnir voru auðvitað að skoða ýmislegt eins og Theódor í hægri bakverðinum og svo gerðum við breytingar í hálfleik. Þetta er gott tækifæri fyrir þjálfarana til að prófa sig áfram,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Byrjunarliðið gegn Wales - Elmar í bakverðinum Kolbeinn Sigþórsson og Alfreð Finnbogason byrja saman frammi í vináttuleiknumg gegn Wales í Cardiff. 5. mars 2014 18:19 Heimir: Maður verður vanmáttugur að horfa á svona mann Heimir Hallgrímsson var ánægður með margt í leik Íslands í kvöld þrátt fyrir tap gegn Wales ytra. 5. mars 2014 22:47 Strákarnir okkar fengu bestu sætin á Bale-sýninguna Gareth Bale var munurinn á Wales og Íslandi í 3-1 sigri heimamanna í vináttulandsleik í Cardiff í kvöld. 5. mars 2014 12:24 Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn United nálgast efri hlutann Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
„Þetta var bara svona la-la,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins í fótbolta, við Vísi um frammistöðu Íslands eftir 3-1 tapið gegn Wales í kvöld.Eins og landsliðsþjálfarinn var hann ánægður með fyrri hálfleikinn en ekki jafnkátur með þann síðari þar sem Wales skoraði tvö mörk og tryggði sér sigurinn. „Það gekk allt mikið mun betur í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik voru menn alltof djúpir og við áttum erfitt með að spila boltanum,“ sagði Gylfi Þór. „Við pressuðum þá aðeins framar í fyrri hálfleik og vorum að vinna boltann á þeirra vallarhelmingi. Við sóttum meira og spiluðum boltanum betur á milli okkar.“ „Það var allt annað í gangí í seinni hálfleik. Þetta var náttúrlega æfingaleikur þannig við gerðum breytingar til að rúlla á liðinu og leyfa mönnum að spila.“ „Persónulega fannst mér þetta ganga betur í fyrri hálfleik þegar ég og Aron vorum á miðjunni. Við náum vel saman. Þá vorum við að spila boltanum betur og sækja meira,“ sagði Gylfi Þór.Gareth Bale fór á kostum í leiknum í kvöld en hann skoraði eitt mark og lagði upp tvö. Hann var í raun munurinn á liðunum tveimur. „Hann gerði gæfumuninn. Án hans væru þeir ekki nærri því jafnsterkir og þeir eru núna. Hann er svo fljótur að það er erfitt að verjast honum ef hann fer af stað,“ sagði Gylfi sem var ekkert sérstaklega kátur með úrslitin í leiknum. „Auðvitað eru ekki úrslitin ekki góð en þau skipta ekki mestu máli. Seinni hálfleikurinn var bara ekki nógu góður hjá okkur. Þjálfararnir voru auðvitað að skoða ýmislegt eins og Theódor í hægri bakverðinum og svo gerðum við breytingar í hálfleik. Þetta er gott tækifæri fyrir þjálfarana til að prófa sig áfram,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Byrjunarliðið gegn Wales - Elmar í bakverðinum Kolbeinn Sigþórsson og Alfreð Finnbogason byrja saman frammi í vináttuleiknumg gegn Wales í Cardiff. 5. mars 2014 18:19 Heimir: Maður verður vanmáttugur að horfa á svona mann Heimir Hallgrímsson var ánægður með margt í leik Íslands í kvöld þrátt fyrir tap gegn Wales ytra. 5. mars 2014 22:47 Strákarnir okkar fengu bestu sætin á Bale-sýninguna Gareth Bale var munurinn á Wales og Íslandi í 3-1 sigri heimamanna í vináttulandsleik í Cardiff í kvöld. 5. mars 2014 12:24 Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn United nálgast efri hlutann Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
Byrjunarliðið gegn Wales - Elmar í bakverðinum Kolbeinn Sigþórsson og Alfreð Finnbogason byrja saman frammi í vináttuleiknumg gegn Wales í Cardiff. 5. mars 2014 18:19
Heimir: Maður verður vanmáttugur að horfa á svona mann Heimir Hallgrímsson var ánægður með margt í leik Íslands í kvöld þrátt fyrir tap gegn Wales ytra. 5. mars 2014 22:47
Strákarnir okkar fengu bestu sætin á Bale-sýninguna Gareth Bale var munurinn á Wales og Íslandi í 3-1 sigri heimamanna í vináttulandsleik í Cardiff í kvöld. 5. mars 2014 12:24