Heimir: Maður verður vanmáttugur að horfa á svona mann Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2014 22:47 Theodór Elmar byrjaði í hægri bakverðinum gegn Wales. Vísir/EPA „Ég er sár yfir því að tapa en það var margt jákvætt sem taka má með úr leiknum,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, við Vísi eftir 3-1 tapið gegn Wales á Cardiff-vellinum í kvöld. Staðan var 1-1 í hálfleik en heimamenn skoruðu tvö í þeim síðari og tryggðu sér sigurinn. Ísland spilaði vel í fyrri hálfleik en spilamennskan dalaði í þeim síðari. Gareth Bale var allt í öllu hjá heimamönnum og skoraði eitt mark og gaf tvær stoðsendingar. „Fyrri hálfleikurinn fannst mér góður. Sóknarleikurinn var góður og við létum boltann ganga vel á milli manna. Í vörninni lokuðum við vel á Walesverjana og létum þá sparka langt. Ég var bara mjög ánægður með fyrri hálfleikinn,“ sagði Heimir sem var eðlilega ekki jafnkátur með seinni hálfleikinn. „Það er spurning hvað gerist í seinni hálfleik. Menn fóru að þreytast auk þess sem við skiptum mönnum inn á og þá riðlaðist leikurinn aðeins. Ég held það séu svona tvær helstu ástæðurnar. Við virtumst þreytast svolítið á þessari pressu. Svo er það náttúrlega Gareth Bale sem var auðvitað frábær og munurinn á liðunum í kvöld.“ „Það var erfitt að stoppa hann því við lögðum ekkert upp með neinar sérstakar varúðarráðstafanir gegn honum. Við vildum bara spila okkar leik. Það er aðaðlatriðið að þróa okkar leik þannig við vorum ekkert að reyna stöðva hann sérstaklega. Ara Frey var stundum vorkunn að reyna stöðva hann þarna en Ari stóð sig vel í þessum leik. Maður sá samt í kvöld ástæðurnar fyrir því að hann er dýrasti knattspyrnumaður í heimi,“ sagði Heimir.Emil Hallfreðsson reynir skot að marki í kvöld.Vísir/EPAGaman að sjá hvernig Wales spilar upp á Bale En hvernig er það hreinlega að horfa upp á svona leikmann frá hliðarlínunni bjóða upp á aðra eins frammistöðu og hvað þá reyna stöðva hann? „Maður verður bara vanmáttugur að horfa á svona mann. Það er bara frábært þegar svona góðir leikmenn eru til. Það var líka gaman að sjá hvernig velska liðið spilar taktískt upp á hann. Oftast þegar svona menn fá boltann koma samherjar og hjálpa en Walesverjarnir fara bara frá honum þegar Bale fær boltann og gefa honum svæði,“ sagði Heimir. Heimir var í heildina ánægður með hvernig íslenska liðið spilaði hvað varðar hvernig leikurinn var lagður upp þó úrslitin séu ekki skemmtileg. „Við fengum það út úr þessu sem við vildum og erum ánægðir með það. Það var gaman að sjá Theodór Elmar í fyrsta skipti í bakverðinum. Hann kom vel út. Það var líka gaman að sjá Sölva Geir. Hann leit einnig vel út og er greinilega í góðu standi. Það voru margir jákvæðir punktar og eins fannst mér Aron og Gylfi koma vel út þrátt fyrir að hafa ekki spilað mikið undanfarið,“ sagði Heimir. „Í fyrri hálfleik náðum við að halda frumkvæðinu og láta þá sparka langt. Við gátum haldið okkur framarlega en í það fór gríðarleg orka hjá Alfreð og Kolbeini þannig eðlilega tók að draga af mönnum seinni hluta leiksins. Þetta var samt góð æfing fyrir okkur því við gerðum það vel sem við vildum fá út úr leiknum. En það er auðvitað ekki hægt að spila svona í 90 mínútur,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Byrjunarliðið gegn Wales - Elmar í bakverðinum Kolbeinn Sigþórsson og Alfreð Finnbogason byrja saman frammi í vináttuleiknumg gegn Wales í Cardiff. 5. mars 2014 18:19 Strákarnir okkar fengu bestu sætin á Bale-sýninguna Gareth Bale var munurinn á Wales og Íslandi í 3-1 sigri heimamanna í vináttulandsleik í Cardiff í kvöld. 5. mars 2014 12:24 Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
„Ég er sár yfir því að tapa en það var margt jákvætt sem taka má með úr leiknum,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, við Vísi eftir 3-1 tapið gegn Wales á Cardiff-vellinum í kvöld. Staðan var 1-1 í hálfleik en heimamenn skoruðu tvö í þeim síðari og tryggðu sér sigurinn. Ísland spilaði vel í fyrri hálfleik en spilamennskan dalaði í þeim síðari. Gareth Bale var allt í öllu hjá heimamönnum og skoraði eitt mark og gaf tvær stoðsendingar. „Fyrri hálfleikurinn fannst mér góður. Sóknarleikurinn var góður og við létum boltann ganga vel á milli manna. Í vörninni lokuðum við vel á Walesverjana og létum þá sparka langt. Ég var bara mjög ánægður með fyrri hálfleikinn,“ sagði Heimir sem var eðlilega ekki jafnkátur með seinni hálfleikinn. „Það er spurning hvað gerist í seinni hálfleik. Menn fóru að þreytast auk þess sem við skiptum mönnum inn á og þá riðlaðist leikurinn aðeins. Ég held það séu svona tvær helstu ástæðurnar. Við virtumst þreytast svolítið á þessari pressu. Svo er það náttúrlega Gareth Bale sem var auðvitað frábær og munurinn á liðunum í kvöld.“ „Það var erfitt að stoppa hann því við lögðum ekkert upp með neinar sérstakar varúðarráðstafanir gegn honum. Við vildum bara spila okkar leik. Það er aðaðlatriðið að þróa okkar leik þannig við vorum ekkert að reyna stöðva hann sérstaklega. Ara Frey var stundum vorkunn að reyna stöðva hann þarna en Ari stóð sig vel í þessum leik. Maður sá samt í kvöld ástæðurnar fyrir því að hann er dýrasti knattspyrnumaður í heimi,“ sagði Heimir.Emil Hallfreðsson reynir skot að marki í kvöld.Vísir/EPAGaman að sjá hvernig Wales spilar upp á Bale En hvernig er það hreinlega að horfa upp á svona leikmann frá hliðarlínunni bjóða upp á aðra eins frammistöðu og hvað þá reyna stöðva hann? „Maður verður bara vanmáttugur að horfa á svona mann. Það er bara frábært þegar svona góðir leikmenn eru til. Það var líka gaman að sjá hvernig velska liðið spilar taktískt upp á hann. Oftast þegar svona menn fá boltann koma samherjar og hjálpa en Walesverjarnir fara bara frá honum þegar Bale fær boltann og gefa honum svæði,“ sagði Heimir. Heimir var í heildina ánægður með hvernig íslenska liðið spilaði hvað varðar hvernig leikurinn var lagður upp þó úrslitin séu ekki skemmtileg. „Við fengum það út úr þessu sem við vildum og erum ánægðir með það. Það var gaman að sjá Theodór Elmar í fyrsta skipti í bakverðinum. Hann kom vel út. Það var líka gaman að sjá Sölva Geir. Hann leit einnig vel út og er greinilega í góðu standi. Það voru margir jákvæðir punktar og eins fannst mér Aron og Gylfi koma vel út þrátt fyrir að hafa ekki spilað mikið undanfarið,“ sagði Heimir. „Í fyrri hálfleik náðum við að halda frumkvæðinu og láta þá sparka langt. Við gátum haldið okkur framarlega en í það fór gríðarleg orka hjá Alfreð og Kolbeini þannig eðlilega tók að draga af mönnum seinni hluta leiksins. Þetta var samt góð æfing fyrir okkur því við gerðum það vel sem við vildum fá út úr leiknum. En það er auðvitað ekki hægt að spila svona í 90 mínútur,“ sagði Heimir Hallgrímsson.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Byrjunarliðið gegn Wales - Elmar í bakverðinum Kolbeinn Sigþórsson og Alfreð Finnbogason byrja saman frammi í vináttuleiknumg gegn Wales í Cardiff. 5. mars 2014 18:19 Strákarnir okkar fengu bestu sætin á Bale-sýninguna Gareth Bale var munurinn á Wales og Íslandi í 3-1 sigri heimamanna í vináttulandsleik í Cardiff í kvöld. 5. mars 2014 12:24 Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Byrjunarliðið gegn Wales - Elmar í bakverðinum Kolbeinn Sigþórsson og Alfreð Finnbogason byrja saman frammi í vináttuleiknumg gegn Wales í Cardiff. 5. mars 2014 18:19
Strákarnir okkar fengu bestu sætin á Bale-sýninguna Gareth Bale var munurinn á Wales og Íslandi í 3-1 sigri heimamanna í vináttulandsleik í Cardiff í kvöld. 5. mars 2014 12:24
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti