Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 0-5 á móti Evrópumeisturum Þýskalands í fyrsta leik sínum í Algarve-mótinu í dag.
Þýska liðið hafði mikla yfirburði í leiknum í dag og var komið í 3-0 fyrir hálfleik. Dzsenifer Marozsán skoraði tvö fyrstu mörkin og þær Celia Sasic, Lena Goessling og Alexandra Popp bættu allar við mörkum.
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, henti nokkrum leikmönnum út í djúpu laugina í þessum leik og liðið er líka einnig án lykilmanna. Liðið átti fá svör á móti frábæru þýsku liði.
Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir léku báðar sinn fyrsta A-landsleik í dag og þá var Anna Björk Kristjánsdóttir líka í byrjunarliðinu en hún hafði aðeins leikið einn landsleik fyrir leikinn í dag.
Íslenska liðið mætir Noregi í næsta leik sínum sem fer fram á föstudaginn. Lokaleikur liðsins í riðlinum er síðan á móti Kína á mánudaginn kemur.
Stórt tap hjá stelpunum í fyrsta leik á Algarve-mótinu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Haaland sló enn eitt metið í gær
Fótbolti



Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti


Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti


Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti