Eygló fer ekki til Sotsjí Snærós Sindradóttir skrifar 5. mars 2014 16:16 Íslenski hópurinn er kominn til Sotsjí. Eygló Harðardóttir fer ekki. MYND/Íþróttasamband fatlaðra Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, fer ekki út að fylgjast með Vetrarólympíumóti fatlaðra í Sotsjí eins og áætlað var. Vísir hefur heimildir fyrir því að Eygló hafi hætt við ferðina í samráði við ráðherra annarra Norðurlanda vegna íhlutunar Rússlands í málefni Úkraínu og ítrekaðra mannréttindabrota Rússa gagnvart samkynhneigðum.Íslensku keppendurnir mættu til Sotsjí í nótt eins og greint var frá á Vísi í dag.Uppfært: Vefur velferðarráðuneytisins hefur birt eftirfarandi yfirlýsingu frá félagsmálaráðherra:„Íslensku keppendurnir á Ólympíumóti fatlaðra komu til Sotsjí í nótt ásamt þjálfurum sínum en keppnisdagar þeirra eru 13. og 16. mars. Hugur minn er hjá þessu öfluga og efnilega íþróttafólki sem hefur lagt svo mikið á sig vegna mótsins um langt skeið. Við Íslendingar getum verið stolt af þeim.Ég hlakkaði mikið til að vera viðstödd keppnina í Sotsjí til að fylgjast með og sýna íslensku keppendunum stuðning og verðskuldaða virðingu. Á mótinu keppa þátttakendur sín á milli í anda friðar, án tillits til litarháttar, trúarbragða eða stjórnmálaskoðana og ákvörðun mín á sínum tíma um að fara til Sotsjí byggðist á þeim anda mótsins. Vegna þróunar mála í Úkraínu síðustu daga er það hins vegar mat mitt, að höfðu samráði við utanríkisráðuneytið, að það sé ekki rétt að ég heimsæki Rússland á þessum tíma. Ég fundaði með Ólafi Magnússyni, framkvæmdastjóra Íþróttasambands fatlaðra, í dag til að segja honum frá þessari ákvörðun og biðja hann fyrir kveðjur mínar til íslensku keppendanna; Ernu Friðriksdóttur og Jóhanns Þórs Hólmgrímssonar. Ég veit að þau verða okkur öllum til sóma.“Eygló Harðardóttir,félags- og húsnæðismálaráðherra og norrænn samstarfsráðherra. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Flókin staða en Eygló fer til Sotsjí Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, mun vera viðstödd Ólympíumót fatlaðra í Sotsjí en hún segir að ákvörðunin hafi ekki verið auðveld. 4. mars 2014 13:30 Íslenski hópurinn kominn til Sotsjí Það styttist í að Vetrarólympíumót fatlaðra hefjist í Sotsjí. Íslenski hópurinn er mættur til Rússlands. 5. mars 2014 13:45 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, fer ekki út að fylgjast með Vetrarólympíumóti fatlaðra í Sotsjí eins og áætlað var. Vísir hefur heimildir fyrir því að Eygló hafi hætt við ferðina í samráði við ráðherra annarra Norðurlanda vegna íhlutunar Rússlands í málefni Úkraínu og ítrekaðra mannréttindabrota Rússa gagnvart samkynhneigðum.Íslensku keppendurnir mættu til Sotsjí í nótt eins og greint var frá á Vísi í dag.Uppfært: Vefur velferðarráðuneytisins hefur birt eftirfarandi yfirlýsingu frá félagsmálaráðherra:„Íslensku keppendurnir á Ólympíumóti fatlaðra komu til Sotsjí í nótt ásamt þjálfurum sínum en keppnisdagar þeirra eru 13. og 16. mars. Hugur minn er hjá þessu öfluga og efnilega íþróttafólki sem hefur lagt svo mikið á sig vegna mótsins um langt skeið. Við Íslendingar getum verið stolt af þeim.Ég hlakkaði mikið til að vera viðstödd keppnina í Sotsjí til að fylgjast með og sýna íslensku keppendunum stuðning og verðskuldaða virðingu. Á mótinu keppa þátttakendur sín á milli í anda friðar, án tillits til litarháttar, trúarbragða eða stjórnmálaskoðana og ákvörðun mín á sínum tíma um að fara til Sotsjí byggðist á þeim anda mótsins. Vegna þróunar mála í Úkraínu síðustu daga er það hins vegar mat mitt, að höfðu samráði við utanríkisráðuneytið, að það sé ekki rétt að ég heimsæki Rússland á þessum tíma. Ég fundaði með Ólafi Magnússyni, framkvæmdastjóra Íþróttasambands fatlaðra, í dag til að segja honum frá þessari ákvörðun og biðja hann fyrir kveðjur mínar til íslensku keppendanna; Ernu Friðriksdóttur og Jóhanns Þórs Hólmgrímssonar. Ég veit að þau verða okkur öllum til sóma.“Eygló Harðardóttir,félags- og húsnæðismálaráðherra og norrænn samstarfsráðherra.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Flókin staða en Eygló fer til Sotsjí Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, mun vera viðstödd Ólympíumót fatlaðra í Sotsjí en hún segir að ákvörðunin hafi ekki verið auðveld. 4. mars 2014 13:30 Íslenski hópurinn kominn til Sotsjí Það styttist í að Vetrarólympíumót fatlaðra hefjist í Sotsjí. Íslenski hópurinn er mættur til Rússlands. 5. mars 2014 13:45 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Flókin staða en Eygló fer til Sotsjí Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, mun vera viðstödd Ólympíumót fatlaðra í Sotsjí en hún segir að ákvörðunin hafi ekki verið auðveld. 4. mars 2014 13:30
Íslenski hópurinn kominn til Sotsjí Það styttist í að Vetrarólympíumót fatlaðra hefjist í Sotsjí. Íslenski hópurinn er mættur til Rússlands. 5. mars 2014 13:45