„Ég skrifaði ekki þetta bréf“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. mars 2014 10:08 Sigmundur sagði að Evrópumálin hafi verið sett fram af hópi sem hefur í dag yfirgefið flokkinn. visir/gva „Menn hafa verið duglegir við það að gramsa í gömlum pappírum mörg ár aftur í tímann í þessu máli,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í viðtali í Kastljósinu í gær. Þar vísar hann til bréfs sem formaður Framsóknarflokksins sendi frá sér fyrir kosningarnar árið 2009. Fréttastofan hefur nú undir höndum umrætt bréf en þar kemur fram að fordæmi séu fyrir samningi þar sem Íslendingar myndu fá óskorðað forræði yfir auðlindum sínum. Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hefur nú lagt fram tillögu þess efnis að slíta viðræðunum við Evrópusambandið og hefur þeirri ákvörðun verið harðlega mótmælt við Austurvöll og hafa um 45 þúsund manns skrifað undir á vefsíðunni thjod.is. Þar skora Íslendingar á stjórnvöld að leggja til hliðar tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þetta bréf og þessi afstaða birtist einnig í kosningabæklingi fyrir kosningarnar árið 2009 og kom til umræðu fyrir mörgum árum síðan. Þetta var sett fram af hópi sem hefur í dag yfirgefið flokkinn og var ekki afstaða mín,“ sagði Sigmundur á RÚV í gærkvöldi en eins og sést á bréfinu hér að neðan skrifar hann undir það. „Ég skrifaði ekki þetta bréf og hefur þetta aldrei verið mín afstaða. Það má sjá greinilega í ræðum mínum á flokksþingum árið 2009 og í öllum viðtölum við mig á þeim tíma. Ég hef aldrei verið þeirra skoðunar að hægt væri að fá þessar undanþágur. Ástæðan fyrir því að ég setti fram þá kröfu um að við myndum setja fram þessi skilyrði var sú að þá kæmi strax í ljós að ekki væri hægt að verða við þessum skilyrðum,“ sagði forsætisráðherrann í viðtali í Kastljósinu í gær.Evrópa fyrir okkur öll „Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur markað sér skýra stefnu fyrir aðildarviðræður við Evrópusambandið og skilgreint samningsmarkið þeirra viðræðna. Framsókn hefur sett það sem skilyrði fyrir aðild að fullveldi og óskorað forræði yfir auðlindum þjóðarinnar verði grundvallarkrafa í þeim viðræðum, auk skilyrða sem lúta m.a. að hagsmunum landbúnaðar og sjávarútvegs. Fordæmi eru fyrir slíku í samningum annarra þjóða við Evrópusambandið og því algerlega rangt að halda því fram að þessar kröfur hamli því að af aðildarsamningi geti orðið," segir í bréfinu sem Sigmundur skrifaði undir árið 2009 og sendi til allra kjósenda fyrir hönd Framsóknarflokksins. ESB-málið Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
„Menn hafa verið duglegir við það að gramsa í gömlum pappírum mörg ár aftur í tímann í þessu máli,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í viðtali í Kastljósinu í gær. Þar vísar hann til bréfs sem formaður Framsóknarflokksins sendi frá sér fyrir kosningarnar árið 2009. Fréttastofan hefur nú undir höndum umrætt bréf en þar kemur fram að fordæmi séu fyrir samningi þar sem Íslendingar myndu fá óskorðað forræði yfir auðlindum sínum. Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hefur nú lagt fram tillögu þess efnis að slíta viðræðunum við Evrópusambandið og hefur þeirri ákvörðun verið harðlega mótmælt við Austurvöll og hafa um 45 þúsund manns skrifað undir á vefsíðunni thjod.is. Þar skora Íslendingar á stjórnvöld að leggja til hliðar tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þetta bréf og þessi afstaða birtist einnig í kosningabæklingi fyrir kosningarnar árið 2009 og kom til umræðu fyrir mörgum árum síðan. Þetta var sett fram af hópi sem hefur í dag yfirgefið flokkinn og var ekki afstaða mín,“ sagði Sigmundur á RÚV í gærkvöldi en eins og sést á bréfinu hér að neðan skrifar hann undir það. „Ég skrifaði ekki þetta bréf og hefur þetta aldrei verið mín afstaða. Það má sjá greinilega í ræðum mínum á flokksþingum árið 2009 og í öllum viðtölum við mig á þeim tíma. Ég hef aldrei verið þeirra skoðunar að hægt væri að fá þessar undanþágur. Ástæðan fyrir því að ég setti fram þá kröfu um að við myndum setja fram þessi skilyrði var sú að þá kæmi strax í ljós að ekki væri hægt að verða við þessum skilyrðum,“ sagði forsætisráðherrann í viðtali í Kastljósinu í gær.Evrópa fyrir okkur öll „Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur markað sér skýra stefnu fyrir aðildarviðræður við Evrópusambandið og skilgreint samningsmarkið þeirra viðræðna. Framsókn hefur sett það sem skilyrði fyrir aðild að fullveldi og óskorað forræði yfir auðlindum þjóðarinnar verði grundvallarkrafa í þeim viðræðum, auk skilyrða sem lúta m.a. að hagsmunum landbúnaðar og sjávarútvegs. Fordæmi eru fyrir slíku í samningum annarra þjóða við Evrópusambandið og því algerlega rangt að halda því fram að þessar kröfur hamli því að af aðildarsamningi geti orðið," segir í bréfinu sem Sigmundur skrifaði undir árið 2009 og sendi til allra kjósenda fyrir hönd Framsóknarflokksins.
ESB-málið Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira