„Ég skrifaði ekki þetta bréf“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. mars 2014 10:08 Sigmundur sagði að Evrópumálin hafi verið sett fram af hópi sem hefur í dag yfirgefið flokkinn. visir/gva „Menn hafa verið duglegir við það að gramsa í gömlum pappírum mörg ár aftur í tímann í þessu máli,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í viðtali í Kastljósinu í gær. Þar vísar hann til bréfs sem formaður Framsóknarflokksins sendi frá sér fyrir kosningarnar árið 2009. Fréttastofan hefur nú undir höndum umrætt bréf en þar kemur fram að fordæmi séu fyrir samningi þar sem Íslendingar myndu fá óskorðað forræði yfir auðlindum sínum. Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hefur nú lagt fram tillögu þess efnis að slíta viðræðunum við Evrópusambandið og hefur þeirri ákvörðun verið harðlega mótmælt við Austurvöll og hafa um 45 þúsund manns skrifað undir á vefsíðunni thjod.is. Þar skora Íslendingar á stjórnvöld að leggja til hliðar tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þetta bréf og þessi afstaða birtist einnig í kosningabæklingi fyrir kosningarnar árið 2009 og kom til umræðu fyrir mörgum árum síðan. Þetta var sett fram af hópi sem hefur í dag yfirgefið flokkinn og var ekki afstaða mín,“ sagði Sigmundur á RÚV í gærkvöldi en eins og sést á bréfinu hér að neðan skrifar hann undir það. „Ég skrifaði ekki þetta bréf og hefur þetta aldrei verið mín afstaða. Það má sjá greinilega í ræðum mínum á flokksþingum árið 2009 og í öllum viðtölum við mig á þeim tíma. Ég hef aldrei verið þeirra skoðunar að hægt væri að fá þessar undanþágur. Ástæðan fyrir því að ég setti fram þá kröfu um að við myndum setja fram þessi skilyrði var sú að þá kæmi strax í ljós að ekki væri hægt að verða við þessum skilyrðum,“ sagði forsætisráðherrann í viðtali í Kastljósinu í gær.Evrópa fyrir okkur öll „Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur markað sér skýra stefnu fyrir aðildarviðræður við Evrópusambandið og skilgreint samningsmarkið þeirra viðræðna. Framsókn hefur sett það sem skilyrði fyrir aðild að fullveldi og óskorað forræði yfir auðlindum þjóðarinnar verði grundvallarkrafa í þeim viðræðum, auk skilyrða sem lúta m.a. að hagsmunum landbúnaðar og sjávarútvegs. Fordæmi eru fyrir slíku í samningum annarra þjóða við Evrópusambandið og því algerlega rangt að halda því fram að þessar kröfur hamli því að af aðildarsamningi geti orðið," segir í bréfinu sem Sigmundur skrifaði undir árið 2009 og sendi til allra kjósenda fyrir hönd Framsóknarflokksins. ESB-málið Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
„Menn hafa verið duglegir við það að gramsa í gömlum pappírum mörg ár aftur í tímann í þessu máli,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í viðtali í Kastljósinu í gær. Þar vísar hann til bréfs sem formaður Framsóknarflokksins sendi frá sér fyrir kosningarnar árið 2009. Fréttastofan hefur nú undir höndum umrætt bréf en þar kemur fram að fordæmi séu fyrir samningi þar sem Íslendingar myndu fá óskorðað forræði yfir auðlindum sínum. Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hefur nú lagt fram tillögu þess efnis að slíta viðræðunum við Evrópusambandið og hefur þeirri ákvörðun verið harðlega mótmælt við Austurvöll og hafa um 45 þúsund manns skrifað undir á vefsíðunni thjod.is. Þar skora Íslendingar á stjórnvöld að leggja til hliðar tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þetta bréf og þessi afstaða birtist einnig í kosningabæklingi fyrir kosningarnar árið 2009 og kom til umræðu fyrir mörgum árum síðan. Þetta var sett fram af hópi sem hefur í dag yfirgefið flokkinn og var ekki afstaða mín,“ sagði Sigmundur á RÚV í gærkvöldi en eins og sést á bréfinu hér að neðan skrifar hann undir það. „Ég skrifaði ekki þetta bréf og hefur þetta aldrei verið mín afstaða. Það má sjá greinilega í ræðum mínum á flokksþingum árið 2009 og í öllum viðtölum við mig á þeim tíma. Ég hef aldrei verið þeirra skoðunar að hægt væri að fá þessar undanþágur. Ástæðan fyrir því að ég setti fram þá kröfu um að við myndum setja fram þessi skilyrði var sú að þá kæmi strax í ljós að ekki væri hægt að verða við þessum skilyrðum,“ sagði forsætisráðherrann í viðtali í Kastljósinu í gær.Evrópa fyrir okkur öll „Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur markað sér skýra stefnu fyrir aðildarviðræður við Evrópusambandið og skilgreint samningsmarkið þeirra viðræðna. Framsókn hefur sett það sem skilyrði fyrir aðild að fullveldi og óskorað forræði yfir auðlindum þjóðarinnar verði grundvallarkrafa í þeim viðræðum, auk skilyrða sem lúta m.a. að hagsmunum landbúnaðar og sjávarútvegs. Fordæmi eru fyrir slíku í samningum annarra þjóða við Evrópusambandið og því algerlega rangt að halda því fram að þessar kröfur hamli því að af aðildarsamningi geti orðið," segir í bréfinu sem Sigmundur skrifaði undir árið 2009 og sendi til allra kjósenda fyrir hönd Framsóknarflokksins.
ESB-málið Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira