Orðið er dregið af nafni Vidkuns Quisling sem varð forsætirsáðherra Noregs árið 1940 í ríkisstjórn sem var hliðholl veru nasista í landinu í seinna stríði.
Orðið „kvislingur“ hefur síðan þá verið notað yfir föðurlandssvikara og aðra sem vilja starfa með erlendum öflum heima fyrir.
Eins og greint hefur verið frá óskaði Viktor Janúkóvítsj eftir aðstoð Rússa í kjölfar uppreisnarinnar í landinu þar sem honum var steypt af stóli.
Vladímir Pútín lýsti því yfir áðan að Janúkovtísj væri enn réttmætur forseti landsins og því hafi beiðni hans um íhlutun Rússa í Úkraínu verið mannúðleg, en ekki ólögleg.
Tíst Carls Bildt má sjá hér að neðan.
So Ukraine now has got its own Quisling. Sitting on foreign soil begging a foreign army to give his country to him.
— Carl Bildt (@carlbildt) March 4, 2014