Þekkir einhver strákinn fremst á ljósmyndinni? Kristján Már Unnarsson skrifar 8. mars 2014 00:01 Bryggjan á Þingeyri í ágúst 1951. Ljósmynd/Vigfús Sigurgeirsson. Myndin sem Vigfús Sigurgeirsson ljósmyndari tók á Þingeyri sumarið 1951, í heimsókn Sveins Björnssonar, forseta Íslands, þykir afar skemmtileg, ekki síst vegna ljóshærða stráksins sem sést brosandi fremst á myndinni að fylgjast spenntur með brottför þjóðhöfðingjans. Á myndinni sjást krakkar á bryggjunni ásamt veglegri glæsibifreið, sem notuð var til að flytja forsetann. Gunnar Vigfússon, sonur ljósmyndarans, telur myndina tekna frá varðskipi, sem forsetinn fór með, um það leyti sem skipið var að leggja frá bryggju. Myndin fannst í filmusafni þegar verið var að undirbúa fyrstu opinberu heimsókn núverandi forseta, Ólafs Ragnars Grímssonar, árið 1996, en hún var einmitt til Vestfjarða. Bjarni Einarsson á Þingeyri telur að bíllinn á myndinni, Í-250, hafi verið Packard í eigu Kristins Björnssonar, bifreiðastjóra í Hnífsdal, sem haft hafi það verkefni að aka forsetanum. Ferja hefur þurft bílinn með skipi því að á þessum tíma var ekki komið á vegasamband milli Þingeyrar og annarra þorpa. Hallgrímur Sveinsson, útgefandi á Brekku á Dýrafirði, segir að vegur fyrir Dýrafjarðarbotn hafi fyrst opnast í september árið 1954 og þótt vegur hafi komið yfir Hrafnseyrarheiði árið 1948 dugði það skammt því vegur yfir Dynjandisheiði kom ekki fyrr en 1959. Þeir sem sáu fréttir Stöðvar 2 í gærkvöldi hafa væntanlega áttað sig á hver glókollurinn er á ljósmyndinni. Þeim sem vilja vita meira er bent á þáttinn „Um land allt", á Stöð 2 klukkan 19.20 í kvöld. Einu sinni var... Ísafjarðarbær Um land allt Tengdar fréttir Handakækur rakinn til smiðjunnar á Þingeyri Dýrfirðingar segja að frægur handakækur Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, eigi uppruna sinn í Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri. 3. mars 2014 19:00 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Myndin sem Vigfús Sigurgeirsson ljósmyndari tók á Þingeyri sumarið 1951, í heimsókn Sveins Björnssonar, forseta Íslands, þykir afar skemmtileg, ekki síst vegna ljóshærða stráksins sem sést brosandi fremst á myndinni að fylgjast spenntur með brottför þjóðhöfðingjans. Á myndinni sjást krakkar á bryggjunni ásamt veglegri glæsibifreið, sem notuð var til að flytja forsetann. Gunnar Vigfússon, sonur ljósmyndarans, telur myndina tekna frá varðskipi, sem forsetinn fór með, um það leyti sem skipið var að leggja frá bryggju. Myndin fannst í filmusafni þegar verið var að undirbúa fyrstu opinberu heimsókn núverandi forseta, Ólafs Ragnars Grímssonar, árið 1996, en hún var einmitt til Vestfjarða. Bjarni Einarsson á Þingeyri telur að bíllinn á myndinni, Í-250, hafi verið Packard í eigu Kristins Björnssonar, bifreiðastjóra í Hnífsdal, sem haft hafi það verkefni að aka forsetanum. Ferja hefur þurft bílinn með skipi því að á þessum tíma var ekki komið á vegasamband milli Þingeyrar og annarra þorpa. Hallgrímur Sveinsson, útgefandi á Brekku á Dýrafirði, segir að vegur fyrir Dýrafjarðarbotn hafi fyrst opnast í september árið 1954 og þótt vegur hafi komið yfir Hrafnseyrarheiði árið 1948 dugði það skammt því vegur yfir Dynjandisheiði kom ekki fyrr en 1959. Þeir sem sáu fréttir Stöðvar 2 í gærkvöldi hafa væntanlega áttað sig á hver glókollurinn er á ljósmyndinni. Þeim sem vilja vita meira er bent á þáttinn „Um land allt", á Stöð 2 klukkan 19.20 í kvöld.
Einu sinni var... Ísafjarðarbær Um land allt Tengdar fréttir Handakækur rakinn til smiðjunnar á Þingeyri Dýrfirðingar segja að frægur handakækur Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, eigi uppruna sinn í Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri. 3. mars 2014 19:00 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Handakækur rakinn til smiðjunnar á Þingeyri Dýrfirðingar segja að frægur handakækur Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, eigi uppruna sinn í Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri. 3. mars 2014 19:00