"Eldflaugin“ með fullkominn ramma í úrslitum | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. mars 2014 23:00 Ronnie O'Sullivan er fimmfaldur heimsmeistari. Englendingurinn Ronnie „The Rocket“ O'Sullivan, fimmfaldur heimsmeistari í snóker, átti ekki í teljandi vandræðum með að vinna Kínverjann Ding Junhui, 9-3, í úrslitaviðureign opna velska meistaramótsins í snóker sem lauk í gærkvöldi. O'Sullivan, sem er af flestum talinn sá hæfileikaríkasti í sögu íþróttarinnar, komst snemma í 3-0 og tók öll völd í úrslitaleiknum þegar hann breytti stöðunni í 7-1. Þá átti Kínverjinn ekki möguleika lengur og vann O'Sullivann 26. stórmótið á ferlinum. O'Sulliven kláraði síðasta rammann með stæl en þar náði hann 147 stigum sem er það mesta sem hægt er að fá. Því ná menn með því að setja svörtu kúluna ofan í eftir hverja einustu rauðu kúlu og negla svo lituðu kúlunum niður í réttri röð. Þetta dreymir flesta snókerspilara um að ná að gera allavega einu sinni á ferlinum en „Eldflaugin“ náði þarna fullkomnum ramma í 12. sinn á ferlinum. Síðustu kúluna setti hann niður með vinstri hendi eftir að nota þá hægri í flestar aðrar aðgerðir í rammanum. Hann er jafnvígur hvort sem er með hægri eða vinstri. „Ég náði fyrstu ellefu með hægri hendi þannig þessi telur sem vinstri handar 147. Ég hefði ekki getað lagt lokaskotið betur upp,“ sagði Ronnie O'Sullivan eftir sigurinn. Hér að neðan má sjá „Eldflaugina“ ná 12. fullkomna rammanum á sínum ótrúlega ferli. Það tekur hann ríflega átta mínútur en gefið ykkur smá tíma. Svona gera bara snillingar. Íþróttir Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Sjá meira
Englendingurinn Ronnie „The Rocket“ O'Sullivan, fimmfaldur heimsmeistari í snóker, átti ekki í teljandi vandræðum með að vinna Kínverjann Ding Junhui, 9-3, í úrslitaviðureign opna velska meistaramótsins í snóker sem lauk í gærkvöldi. O'Sullivan, sem er af flestum talinn sá hæfileikaríkasti í sögu íþróttarinnar, komst snemma í 3-0 og tók öll völd í úrslitaleiknum þegar hann breytti stöðunni í 7-1. Þá átti Kínverjinn ekki möguleika lengur og vann O'Sullivann 26. stórmótið á ferlinum. O'Sulliven kláraði síðasta rammann með stæl en þar náði hann 147 stigum sem er það mesta sem hægt er að fá. Því ná menn með því að setja svörtu kúluna ofan í eftir hverja einustu rauðu kúlu og negla svo lituðu kúlunum niður í réttri röð. Þetta dreymir flesta snókerspilara um að ná að gera allavega einu sinni á ferlinum en „Eldflaugin“ náði þarna fullkomnum ramma í 12. sinn á ferlinum. Síðustu kúluna setti hann niður með vinstri hendi eftir að nota þá hægri í flestar aðrar aðgerðir í rammanum. Hann er jafnvígur hvort sem er með hægri eða vinstri. „Ég náði fyrstu ellefu með hægri hendi þannig þessi telur sem vinstri handar 147. Ég hefði ekki getað lagt lokaskotið betur upp,“ sagði Ronnie O'Sullivan eftir sigurinn. Hér að neðan má sjá „Eldflaugina“ ná 12. fullkomna rammanum á sínum ótrúlega ferli. Það tekur hann ríflega átta mínútur en gefið ykkur smá tíma. Svona gera bara snillingar.
Íþróttir Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Sjá meira