Körfubolti

Snæfellskonur sáu til þess að KR fer snemma í sumarfrí - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Daníel
Snæfellskonur gefa ekkert eftir í kvennakörfunni og unnu sinn fjórtánda deildarsigur í röð í kvöld þegar liðið vann 21 stigs sigur á KR, 89-68, í DHL-höllinni.  

Snæfellsliðið sá líka til þess að með þessum sigri á KR-konur geta ekki lengur náð fjórða og síðasta sætinu sem hefur sæti í úrslitakeppninni. KR á því bara tvo leiki eftir á tímabilinu og fer snemma í sumarfríið í ár.

KR-konur eru síðasta liðið til að vinna Snæfell í Dominos-deildinni en síðan eru liðnir 95 dagar. KR-liðið er nú fjórum stigum á eftir Val þegar fjögur stig eru eftir í pottinum en verða alltaf neðar á innbyrðisleikjum endi liðin jöfn. KR yrði líka neðst verði Valur, Hamar og KR jöfn að stigum.

Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í DHL-höllinni í kvöld og náðu þessum skemmtilegum myndum hér fyrir ofan og neðan.

Vísir/Daníel
Vísir/Daníel
Vísir/Daníel
Vísir/Daníel
Vísir/Daníel
Vísir/Daníel
Vísir/Daníel
Vísir/Daníel

Tengdar fréttir

Njarðvíkurkonur fallnar úr Dominos-deildinni

Njarðvík féll í kvöld úr Dominos-deild kvenna í körfubolta eftir 26 stiga tap á heimavelli á móti nágrönnum sínum úr Keflavík, 58-84. Sigur hefði heldur ekki dugðað því Grindavík vann Hamar í Hveragerði á sama tíma.

Fjórtán sigrar í röð hjá Snæfelli - úrslit kvöldsins í kvennakörfunni

Úrslitin eru farin að skýrast í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld en þriðja síðasta umferð deildarinnar fór fram í kvöld. Eftir leiki kvöldsins er ljóst að Snæfell, Haukar og Keflavík verða í sætum eitt, tvö og þrjú og að Njarðvíkurliðið er fallið úr deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×