Bera lítið traust til Bjarna og Sigmundar Jón Júlíus Karlsson skrifar 2. mars 2014 20:41 Meirihluti þjóðarinnar ber lítið traust til forystumanna ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Traust til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra hefur hríðfallið og er í sögulegu lágmarki. Greint var frá könnun á trausti almennings til forystumanna ríkisstjórnarinnar í þættinum Mín skoðun á Stöð 2 í dag. Kannað var traust til formanna stjórnarflokkanna, Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Í könnunni kemur í ljós að 61% ber lítið traust til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra. 22% bera hins vegar mikið traust til fjármálaráðherra. Konur virðast bera minna traust til Bjarna en karlar því 65% aðspurðra kvenna sögðust bera lítið traust til fjármálaráðherra.Traust Sigmundar tekur dýfu 59% segjast bera lítið traust til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. 21% segist hins vegar bera mikið traust til forsætisráðherra. Líkt og hjá Bjarna virðast konur síður treysta Sigmundi. Traust til Sigmundar tekur snapra dýfu. Ef skoðuð er könnun MMR frá því í júní síðastliðnum þá sögðust tæp 28% aðspurðra bera lítið traust til Sigmundar sem þá hafði nýtekið við sem forsætisráherra. Traust til Bjarna fellur einnig talsvert frá því í sumar.Pólitískt sjálfsmark Stefanía Óskarsdóttir, lektor í stjórnmálafræði segir að ríkisstjórnin hafi skorað pólitískt sjálfsmark með útspili sínu í Evrópumálum. „Við vitum, í ljósi umræðna síðustu daga og það sem við getum kallað sjálfsmark ríkisstjórnarinnar hvað varðar framlagningu á þingsályktunartillögunnar um að slíta viðræðum við ESB, að fylgi stjórnarflokkanna er heldur að síga og þ.a.l. einnig hjá forystumönnum sem taldir eru hafa svikið kosningaloforð,“ segir Stefanía.Íslendingar styðja þjóðaratkvæðagreiðslur Stefanía telur að traust til Sigmundar Davíðs hafi aukist töluvert eftir baráttu hans í Icesave-málinu. Vantraust almennings nú sé vegna svikinna loforða. „Það er mjög mikill stuðningur við þjóðaratkvæðagreiðslur hjá Íslendingum um þessar mundir. Þegar forystumenn hafa gefið út yfirlýsingar um þeir vilji að eitthvað verði útkljáð í þjóðaratkvæðagreiðslu en draga svo tilbaka, þá verða viðbrögðin mjög hörð.“Hversu mikið traust berð þú til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra? Mjög mikið - 7,6% Frekar mikið - 13,7% Hlutlaus - 19,3% Frekar lítið - 18,9% Mjög lítið - 40,6%Hversu mikið traust berð þú til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra? Mjög mikið - 4,3% Frekar mikið - 15,3% Hlutlaus - 15,6% Frekar lítið - 24,7% Mjög lítið - 40,1%Heimild: Könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 dagana 26. og 27. febrúar 2014 Mín skoðun Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Meirihluti þjóðarinnar ber lítið traust til forystumanna ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Traust til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra hefur hríðfallið og er í sögulegu lágmarki. Greint var frá könnun á trausti almennings til forystumanna ríkisstjórnarinnar í þættinum Mín skoðun á Stöð 2 í dag. Kannað var traust til formanna stjórnarflokkanna, Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Í könnunni kemur í ljós að 61% ber lítið traust til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra. 22% bera hins vegar mikið traust til fjármálaráðherra. Konur virðast bera minna traust til Bjarna en karlar því 65% aðspurðra kvenna sögðust bera lítið traust til fjármálaráðherra.Traust Sigmundar tekur dýfu 59% segjast bera lítið traust til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. 21% segist hins vegar bera mikið traust til forsætisráðherra. Líkt og hjá Bjarna virðast konur síður treysta Sigmundi. Traust til Sigmundar tekur snapra dýfu. Ef skoðuð er könnun MMR frá því í júní síðastliðnum þá sögðust tæp 28% aðspurðra bera lítið traust til Sigmundar sem þá hafði nýtekið við sem forsætisráherra. Traust til Bjarna fellur einnig talsvert frá því í sumar.Pólitískt sjálfsmark Stefanía Óskarsdóttir, lektor í stjórnmálafræði segir að ríkisstjórnin hafi skorað pólitískt sjálfsmark með útspili sínu í Evrópumálum. „Við vitum, í ljósi umræðna síðustu daga og það sem við getum kallað sjálfsmark ríkisstjórnarinnar hvað varðar framlagningu á þingsályktunartillögunnar um að slíta viðræðum við ESB, að fylgi stjórnarflokkanna er heldur að síga og þ.a.l. einnig hjá forystumönnum sem taldir eru hafa svikið kosningaloforð,“ segir Stefanía.Íslendingar styðja þjóðaratkvæðagreiðslur Stefanía telur að traust til Sigmundar Davíðs hafi aukist töluvert eftir baráttu hans í Icesave-málinu. Vantraust almennings nú sé vegna svikinna loforða. „Það er mjög mikill stuðningur við þjóðaratkvæðagreiðslur hjá Íslendingum um þessar mundir. Þegar forystumenn hafa gefið út yfirlýsingar um þeir vilji að eitthvað verði útkljáð í þjóðaratkvæðagreiðslu en draga svo tilbaka, þá verða viðbrögðin mjög hörð.“Hversu mikið traust berð þú til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra? Mjög mikið - 7,6% Frekar mikið - 13,7% Hlutlaus - 19,3% Frekar lítið - 18,9% Mjög lítið - 40,6%Hversu mikið traust berð þú til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra? Mjög mikið - 4,3% Frekar mikið - 15,3% Hlutlaus - 15,6% Frekar lítið - 24,7% Mjög lítið - 40,1%Heimild: Könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 dagana 26. og 27. febrúar 2014
Mín skoðun Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent