Vettel komst ekki nema hálfan hring – Massa fljótastur Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 1. mars 2014 15:45 Sebastian Vettel. Vísir/Getty Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel ók aðeins hálfan hring á æfingu dagsins í dag en nú styttist óðum í að keppnistímabilið í formúlu eitt hefjist. Red Bull bíll hans Sebastian Vettel fór ekki langt því hann nam staðar á brautinni og í annarri tilraun tókst honum ekki að komast af þjónustusvæðinu. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir Red Bull sem átti sinn besta dag til þessa í gær. Sömu sögu er að segja af Sauber liðinu. Því tókst ekki að ljúka hring í dag. Ástæðan fyrir skyndilegum erfiðleikum er líklega sú að liðin reyna nú á þolmörk vélanna. Einnig eru liðin að prófa ýmsar viðbætur í átt að auknum hraða. Sumar þeirra virðast hreinlega geta kyrrsett bíla sem virkuðu vel áður. Felipe Massa á Williams átti besta tíma dagsins 1:33.258, hann ók samtals 94 hringi. Nico Rosberg á Mercedes setti annan besta tíma dagsins, 1:33.484 en hann ók 100 hringi. Rosberg var sá eini sem komst nálægt tíma Massa. Þriðji varð Kimi Raikkonen á Ferrari en hans besti tími var 1:35.487. Raikkonen ók 79 hringi. Lotus liðið virðist enn eiga í basli með áreiðanleika bílsins, hann fór aðeins 33 hringi í dag. Roman Grosjean var undir stýri og setti níunda besta tímann. Liðið vann Ástralska kappaksturinn í fyrra og varð í 4. sæti í keppni bílasmiða á tímabilinu. Mikið þarf að lagast ef Lotus ætlar að endurtaka þann leik í Ástralíu 16. mars. Caterham bíllinn fór 106 hringi undir stjórn Marcus Ericsson. Einungis Nico Hulkenberg á Force India fór lengra, hann ók 108 hringi. Hulkenberg átti sjötta besta tíma dagsins. Morgundagurinn er síðasti æfingadagurinn fyrir komandi tímabil. Mörg lið munu þá reyna að herma eftir aðstæðum í tímatöku. Þá verður spennandi að sjá hver endar efstur á blaði.Vísir/Getty Formúla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel ók aðeins hálfan hring á æfingu dagsins í dag en nú styttist óðum í að keppnistímabilið í formúlu eitt hefjist. Red Bull bíll hans Sebastian Vettel fór ekki langt því hann nam staðar á brautinni og í annarri tilraun tókst honum ekki að komast af þjónustusvæðinu. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir Red Bull sem átti sinn besta dag til þessa í gær. Sömu sögu er að segja af Sauber liðinu. Því tókst ekki að ljúka hring í dag. Ástæðan fyrir skyndilegum erfiðleikum er líklega sú að liðin reyna nú á þolmörk vélanna. Einnig eru liðin að prófa ýmsar viðbætur í átt að auknum hraða. Sumar þeirra virðast hreinlega geta kyrrsett bíla sem virkuðu vel áður. Felipe Massa á Williams átti besta tíma dagsins 1:33.258, hann ók samtals 94 hringi. Nico Rosberg á Mercedes setti annan besta tíma dagsins, 1:33.484 en hann ók 100 hringi. Rosberg var sá eini sem komst nálægt tíma Massa. Þriðji varð Kimi Raikkonen á Ferrari en hans besti tími var 1:35.487. Raikkonen ók 79 hringi. Lotus liðið virðist enn eiga í basli með áreiðanleika bílsins, hann fór aðeins 33 hringi í dag. Roman Grosjean var undir stýri og setti níunda besta tímann. Liðið vann Ástralska kappaksturinn í fyrra og varð í 4. sæti í keppni bílasmiða á tímabilinu. Mikið þarf að lagast ef Lotus ætlar að endurtaka þann leik í Ástralíu 16. mars. Caterham bíllinn fór 106 hringi undir stjórn Marcus Ericsson. Einungis Nico Hulkenberg á Force India fór lengra, hann ók 108 hringi. Hulkenberg átti sjötta besta tíma dagsins. Morgundagurinn er síðasti æfingadagurinn fyrir komandi tímabil. Mörg lið munu þá reyna að herma eftir aðstæðum í tímatöku. Þá verður spennandi að sjá hver endar efstur á blaði.Vísir/Getty
Formúla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn