McIlroy: Ég hef sjaldan verið að pútta jafn vel 1. mars 2014 11:47 McIlroy og Woods hafa átt misjöfnu gengi að fagna á Honda Classic. Vísir/Getty Rory McIlroy leiðir Honda Classic mótið sem fram fer á PGA National vellinum í Flórida eftir 36 holur en Norður-Írinn ungi fylgdi eftir frábærum fyrsta hring í fyrradag með því að leika á 66 höggum í gær. Alls er McIlroy á 11 höggum undir pari en hann hefur sýnt allar sínar bestu hliðar hingað til, verið beinn af teig, nákvæmur í innáhöggunum ásamt því að hafa sett niður mörg góð pútt. „Leikurinn minn hefur batnað mikið það sem af er ári, ég er með mikið sjálfstraust og er að leika vel,“ sagði McIlroy við fréttamenn eftir hringinn í gær. „Ég hef aðeins notað 49 pútt á þessum 36 holum og ég held að tölfræðilega þá hafi ég sjaldan verið að pútta jafn vel.“ Tiger Woods hefur ekki átt gott mót hingað til og rétt slapp í gegn um niðurskurðinn eftir að hafa leikið á 69 höggum eða einu undir pari í gær. Hann er samtals á pari eftir 36 holur og þarf á kraftaverki að halda til þess að vera í baráttunni um sigur á sunnudaginn. „Þetta var erfitt í dag,“ sagði Woods við fréttamenn Golf Channel eftir hringinn. „Ég sló mörg slæm högg en tókst að vera undir pari, þetta var erfiður hringur sem ég er þó sáttur með að hafa klárað einn undir pari.“ Woods var ekki eina stóra nafnið í erfileikum á PGA National í gær en meðal þeirra sem ekki náðu niðurskurðinum voru þeir Phil Mickelson og Henrik Stenson, sem sitja í þriðja og fimmta sæti heimslistans í golfi. Þriðji hringur Honda Classic fer fram í dag en hann verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá 18:00. Golf Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Rory McIlroy leiðir Honda Classic mótið sem fram fer á PGA National vellinum í Flórida eftir 36 holur en Norður-Írinn ungi fylgdi eftir frábærum fyrsta hring í fyrradag með því að leika á 66 höggum í gær. Alls er McIlroy á 11 höggum undir pari en hann hefur sýnt allar sínar bestu hliðar hingað til, verið beinn af teig, nákvæmur í innáhöggunum ásamt því að hafa sett niður mörg góð pútt. „Leikurinn minn hefur batnað mikið það sem af er ári, ég er með mikið sjálfstraust og er að leika vel,“ sagði McIlroy við fréttamenn eftir hringinn í gær. „Ég hef aðeins notað 49 pútt á þessum 36 holum og ég held að tölfræðilega þá hafi ég sjaldan verið að pútta jafn vel.“ Tiger Woods hefur ekki átt gott mót hingað til og rétt slapp í gegn um niðurskurðinn eftir að hafa leikið á 69 höggum eða einu undir pari í gær. Hann er samtals á pari eftir 36 holur og þarf á kraftaverki að halda til þess að vera í baráttunni um sigur á sunnudaginn. „Þetta var erfitt í dag,“ sagði Woods við fréttamenn Golf Channel eftir hringinn. „Ég sló mörg slæm högg en tókst að vera undir pari, þetta var erfiður hringur sem ég er þó sáttur með að hafa klárað einn undir pari.“ Woods var ekki eina stóra nafnið í erfileikum á PGA National í gær en meðal þeirra sem ekki náðu niðurskurðinum voru þeir Phil Mickelson og Henrik Stenson, sem sitja í þriðja og fimmta sæti heimslistans í golfi. Þriðji hringur Honda Classic fer fram í dag en hann verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá 18:00.
Golf Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira