Toyota greiðir 135 milljarða í dómssátt Finnur Thorlacius skrifar 19. mars 2014 15:47 Toyota afturkallaði 10 milljónir bíla vegna þessa galla árin 2009 og 2010. Dómssátt hefur náðst milli Toyota og bandarískra yfirvalda vegna bíla Toyota sem skyndilega hröðuðu sér án vilja ökumanna og leiddi til margra dauðsfalla. Svo virðist sem Toyota hafið falið kvartanir sem fyrirtækinu bárust vegna þessa galla, sem endaði með því að Toyota varð að endurkalla yfir 10 milljón bíla á árunum 2009 og 2010. Viðgerðir bílanna fólust í því að skipta út bensínfetli, gólfmottum og hugbúnaði þeirra sem stjórnar hemlun. Með sáttinni kemur Toyota í veg fyrir að hópmálssókn bíleigenda sem höfðu hótað því að fara í hart við fyrirtækið. Toyota hefur átt í samningum við bandaríska saknóknaraembættið síðustu 4 ár vegna þessa máls. Í kjölfar þess hefur Toyota fyrirtækið breytt stefnu sinni vegna öryggismála sem upp kunna að koma og hefur lofað að taka öðruvísi á málum í framtíðinni. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent
Dómssátt hefur náðst milli Toyota og bandarískra yfirvalda vegna bíla Toyota sem skyndilega hröðuðu sér án vilja ökumanna og leiddi til margra dauðsfalla. Svo virðist sem Toyota hafið falið kvartanir sem fyrirtækinu bárust vegna þessa galla, sem endaði með því að Toyota varð að endurkalla yfir 10 milljón bíla á árunum 2009 og 2010. Viðgerðir bílanna fólust í því að skipta út bensínfetli, gólfmottum og hugbúnaði þeirra sem stjórnar hemlun. Með sáttinni kemur Toyota í veg fyrir að hópmálssókn bíleigenda sem höfðu hótað því að fara í hart við fyrirtækið. Toyota hefur átt í samningum við bandaríska saknóknaraembættið síðustu 4 ár vegna þessa máls. Í kjölfar þess hefur Toyota fyrirtækið breytt stefnu sinni vegna öryggismála sem upp kunna að koma og hefur lofað að taka öðruvísi á málum í framtíðinni.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent