Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 88-58 | Sópurinn á lofti í Schenker Guðmundur Marinó Ingvarsson á Ásvöllum skrifar 19. mars 2014 11:38 Lele Hardy hefur farið mikinn í liði Hauka. Haukar eru komnir í úrslit Dominos deildar kvenna eftir að hafa sópað Keflavík út úr undanúrslitunum 3-0. Haukar unnu örugglega 88-58 í Schenker höllinni að Ásvöllum í kvöld eftir að hafa verið 48-32 yfir í hálfleik. Keflavík mætti mjög ákveðið til leiks og byrjaði leikinn mun betur. Liðið sótti af krafti að körfunni og veiddi villur á Hauka. Keflavík spilaði líka góða vörn í upphafi leiks og lagði það grunninn að fimm stiga forystu 22-17 eftir fyrsta leikhluta. Haukar byrjuðu annan leikhluta af krafti en Keflavík barðist vel allt þar til 5 mínútur og 35 sekúndur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá mátti glögglega sjá Keflavík gefast hreinlega upp. Haukar skoruðu 21 stig gegn þremur á síðustu sex mínútum hálfleiksins og alls 31 stig gegn tíu í öðrum leikhluta og gerðu í raun út um leikinn. Keflavík náði að minnka muninn niður í ellefu stig í þriðja leikhluta en þrátt fyrir góða baráttu komst liðið ekki nær og Haukar náðu að auka forystuna í 15 stig fyrir fjórða leikhluta, 65-50. Hafi Keflavík borið einhverja von í brjóst þá hvarf hún þegar Haukar skoruðu níu fyrstu stig fjórða leikhluta. Lele Hardy fór á kostum í liði Hauka að vanda en lið Hauka lék frábærlega sem heild. Vörnin var mjög öflug og alls skoruðu fjórir leikmenn liðsins meira en tíu stig í leiknum. Lykilmenn Keflavíkur náðu sér ekki á strik nema fyrsta stundarfjórðunginn. Eftir það var fátt um fína drætti hjá Keflavík og vilja leikmenn liðsins væntanlega gleyma þessum leik og þessari rimmu sem fyrst.Haukar-Keflavík 88-58 (17-22, 31-10, 17-18, 23-8)Haukar: Lele Hardy 32/17 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 16/5 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 13, Lovísa Björt Henningsdóttir 12/4 fráköst/5 varin skot, Dagbjört Samúelsdóttir 8/5 fráköst, Íris Sverrisdóttir 3, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 2, Inga Rún Svansdóttir 2, Auður Íris Ólafsdóttir 0/4 fráköst/6 stoðsendingar.Keflavík: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 15/4 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 12/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 9/6 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 8/7 fráköst, Lovísa Falsdóttir 6, Diamber Johnson 5/8 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 3. Lovísa Björt: Berjumst þangað til við fáum bikarinn„Við þurftum að hafa fyrir þessu. Síðustu tveir leikir voru tæpir en við vitum hvað við getum og sýndum það í kvöld. Við erum frábært lið,“ sagði Lovísa Björt Henningsdóttir sem skoraði 12 stig af bekknum hjá Haukum í kvöld. „Við komumst í gang og fundum að þær duttu bara, hættu. Við tókum algjörlega framúr. Þær gáfust auðvitað ekkert upp og héldu áfram að berjast en það var bara ekki nóg. Við vorum betri, fórum í gang og þá erum við magnað lið,“ sagði Lovísa sem var ein fjögurra leikmanna Hauka sem skoruðu yfir tíu stig í leiknum. Oft hefur verið talað um að Haukar sé Lele Hardy og aukaleikarar en þó Hardy hafi verið frábær í kvöld áttu margir aðrir leikmenn Hauka mjög góðan leik líka. „Það segja margir að þetta sé eins manns lið en við viljum meina ekki því við erum með frábært íslenskt lið. Við sýndum það í kvöld. Það er ekki bara hún (Hardy) sem er að skora. Ég er ekki að draga úr henni, hún er frábær leikmaður en hún þarf lið til að vinna með sér og við erum lið sem vinnur með henni. „Varnarleikurinn okkar í kvöld var mjög góður. Við spiluðum mjög gott 2-3 svæði á þær og mér fannst þær ekki finna lausn á því. Við spiluðum þétt saman og töluðum vel saman. Við spiluðum eins og við eigum að gera,“ sagði Lovísa sem er alveg sama hvort Haukar mæti Snæfelli eða Val í úrslitaeinvíginu. „Það breytir engu fyrir okkur. Við unnum Snæfell í bikarúrslitunum og við höfum unnið Val. Það breytir engu. Þessi keppni er allt öðruvísi en deildin. Sá sem vill þetta meira vinnur og sá sem berst meira. Við erum tilbúnar að berjast alveg þangað til við fáum bikarinn.“ Bryndís: Greinilega með einhverja Haukagrýlu„Það er einhvern vegin þannig að þegar við fáum áhlaup á okkur og það gengur ekki allt upp að þá er einhvern vegin eins og liðið gefi upp öndina,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir leikmaður Keflavíkur eftir tapið í kvöld. „Við erum með ungt lið og við misstum lykilmenn úr liðinu frá því í fyrra auk þess sem Birna (Valgarðsdóttir) var meira og minna meidd allt tímabilið. Þetta er töluvert breytt lið þó fólk taki kannski ekki alltaf eftir því,“ sagði Bryndís en Keflavík átti Íslandsmeistaratitil að verja. „Við erum með ungar stelpur sem eru að koma inn í byrjunarliðið og inn af bekknum og þær vantaði kannski smá sjálfstraust og ég held að það komi í sumar og þær eru reynslunni ríkari fyrir næsta tímabil.“ Fyrir leikinn í kvöld hafði Haukar unnið sex leiki í röð gegn Keflavík, þrjá í deild, einn í bikar og tvo í úrslitakeppninni. „Við virðumst greinilega vera með einhverja Haukagrýlu á okkur og það virðist vera sem við getum ekki unnið þetta lið. Svona er þetta stundum. „Allt liðið nema tveir leikmenn eru í unglingaflokki, stúlknaflokki og 10. flokki þannig að það er nóg eftir hjá þeim. Það taka við stífar æfingar hjá þeim en við Birna erum farnar í frí. „Ég hef fulla trú á að þær verði allar Íslandsmeistarar og það verði allir nema tveir í liðinu okkar Íslandsmeistarar. Leik lokið (88-58): Öruggt hjá Haukum38. mínúta (83-58): Inga Rún Svansdóttir með flotta körfu en varamenn Hauka klára leikinn gegn drjúgum hluta byrjunarliðs Keflavíkur.37. mínúta (81-57): Lele Hardy er komin með 32 stig og 17 fráköst. Margrét Rósa er með 16 stig, Gunnhildur 13 og Lovísa Henningsdóttir 12.35. mínúta (77-54): Lele Hardy heldur áfram en Birna Valgarðsdóttir svaraði og er komin með 14 stig.34. mínúta (74-50): 12-0 sprettur hjá Haukum og úrslitin eru endanlega ráðin.33. mínúta (71-50): Keflavík getur ekki keypt körfu.32. mínúta (69-50): Enn vandast málið fyrir Keflavík.31. mínúta (67-50): Það er erfitt ef ekki vonlaust fyrir Keflavík að koma til baka úr þessu.3. leikhluta lokið (65-50): Lovísa Henningsdóttir með stóran þrist og Haukar 15 stigum yfir fyrir fjórða leikhluta.38. mínúta (62-50): Lovísa Falsdóttir með frábæran þrist en Lele Hardy svarar með tveimur vítum.37. mínúta (60-47): Lele Hardy fer mikinn, komin með 17 stig.36. mínúta (56-45): Hægt og örugglega nálgast Keflavík Haukana.35. mínúta (56-41): Hardy komin í 15 stig og 13 fráköst. Svo er hún líka búin að gefa 4 stoðsendingar.34. mínúta (52-37): Bæði lið að spila góða vörn og því erfitt fyrir liðin að skora.33. mínúta (50-37): Góð byrjun á seinni hálfleik hjá Keflavík. Liðið þarf þó aðeins meira til að komast almennilega inn í leikinn.31. mínúta (48-32): Ekkert skorað en Lele Hardy komin með tvöfalda tvennu, 11 stig og 11 fráköst.Hálfleikur: Sara Rún skoraði 10 stig fyrir Keflavík og Bryndís Guðmundsdóttir 8.Hálfleikur: Margrét Rósa skoraði mest fyrir Hauka í fyrri hálfleik, 12 stig. Gunnhildur skoraði 11 líkt og Lele Hardy sem tók auk þess 9 fráköst. Dagbjört skoraði 8 stig.Hálfleikur (48-32): Haukar skoruðu 31 stig gegn 10 í öðrum leikhluta. Sérstaklega lék liðið frábærlega síðustu fimm mínútur fjórðungsins.19. mínúta (46-31): Það er allt í hjá Haukum.18. mínúta (43-29): Gunnhildur Gunnarsdóttir með þrist, komin með 9 stig í leikhlutanum.17. mínúta (40-29): Keflavík þarf að finna sjálfstraustið og trúna til að eiga möguleika á að koma til baka, ekki sjón að sjá leik liðsins þessa stundina.16. mínúta (36-29): Haukar eru að leika frábærlega þessa stundina, í vörn og sókn.15. mínúta (31-29): Haukar virðast vera að taka öll völd á vellinum.14. mínúta (29-29): Allt í járnum, eins og það á að vera.13. mínúta (25-28): Keflavík svarar af krafti.12. mínúta (25-24): Þetta er fljótt að gerast. Haukar komnir yfir í fyrsta sinn.11. mínúta (21-22): Ákveðin byrjun hjá Haukum í öðrum leikhluta. Lele Hardy komin í átta stig.1. leikhluta lokið (17-22): Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 8 stig í leikhlutanum fyrir Keflavík. Margrét Rósa Hálfdánardóttir 7 fyrir Hauka.9. mínúta (13-18): Dagbjört Samúelsdóttir með rándýra körfu af spjaldinu eftir langa sókn.8. mínúta (11-18): Keflavík fer á kostum og Bjarni Magnússon tekur leikhlé. Hann er ekki sáttur.7. mínúta (9-14): Keflavík með 5-0 sprett, kemur allt eftir góða vörn.6. mínúta (9-9): Margrét Rósa Hálfdánardóttir með þrist af löngu færi.5. mínúta (6-7): Lele Hardy með fjögur stig í röð fyrir Hauka.4. mínúta (4-7): Keflavík er á undan að skora.3. mínúta (2-5): Haukar komnir á blað en Sara Hinriksdóttir svarar með tveimur vítum.2. mínúta (0-3): Sandra Þrastardóttir með góða körfu.1. mínúta (0-1): Birna Valgarðsdóttir með fyrsta stig leiksins.Fyrir leik: Þokkaleg mæting er hjá Haukafólki en fáir Keflvíkingar hafa lagt í brautina til að styðja sitt lið.Fyrir leik: Haukar unnu þegar liðin mættust í undanúrslitum bikarsins í febrúar og því hafa Haukar unnið sex leiki í röð gegn Keflavík.Fyrir leik: Eins og lög gera ráð fyrir mættust liðin fjórum sinnum í deildarkeppninni í vetur. Keflavík vann fyrsta leikinn í Keflavík en Haukar svöruðu með þremur sigrum í röð.Fyrir leik: Fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum hér í Schenker höllinni var æsispennandi en Haukar unnu öruggan sigur í Keflavík þó Keflavík hafi byrjað leikinn betur.Fyrir leik: Haukar geta tryggt sig inn í úrslitin með sigri í kvöld en liðið þarf ekki að örvænta takist það ekki því Keflavík þarf að vinna þrjá leiki í röð til að komast áfram.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Hauka og Keflavíkur lýst. Dominos-deild kvenna Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Haukar eru komnir í úrslit Dominos deildar kvenna eftir að hafa sópað Keflavík út úr undanúrslitunum 3-0. Haukar unnu örugglega 88-58 í Schenker höllinni að Ásvöllum í kvöld eftir að hafa verið 48-32 yfir í hálfleik. Keflavík mætti mjög ákveðið til leiks og byrjaði leikinn mun betur. Liðið sótti af krafti að körfunni og veiddi villur á Hauka. Keflavík spilaði líka góða vörn í upphafi leiks og lagði það grunninn að fimm stiga forystu 22-17 eftir fyrsta leikhluta. Haukar byrjuðu annan leikhluta af krafti en Keflavík barðist vel allt þar til 5 mínútur og 35 sekúndur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá mátti glögglega sjá Keflavík gefast hreinlega upp. Haukar skoruðu 21 stig gegn þremur á síðustu sex mínútum hálfleiksins og alls 31 stig gegn tíu í öðrum leikhluta og gerðu í raun út um leikinn. Keflavík náði að minnka muninn niður í ellefu stig í þriðja leikhluta en þrátt fyrir góða baráttu komst liðið ekki nær og Haukar náðu að auka forystuna í 15 stig fyrir fjórða leikhluta, 65-50. Hafi Keflavík borið einhverja von í brjóst þá hvarf hún þegar Haukar skoruðu níu fyrstu stig fjórða leikhluta. Lele Hardy fór á kostum í liði Hauka að vanda en lið Hauka lék frábærlega sem heild. Vörnin var mjög öflug og alls skoruðu fjórir leikmenn liðsins meira en tíu stig í leiknum. Lykilmenn Keflavíkur náðu sér ekki á strik nema fyrsta stundarfjórðunginn. Eftir það var fátt um fína drætti hjá Keflavík og vilja leikmenn liðsins væntanlega gleyma þessum leik og þessari rimmu sem fyrst.Haukar-Keflavík 88-58 (17-22, 31-10, 17-18, 23-8)Haukar: Lele Hardy 32/17 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 16/5 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 13, Lovísa Björt Henningsdóttir 12/4 fráköst/5 varin skot, Dagbjört Samúelsdóttir 8/5 fráköst, Íris Sverrisdóttir 3, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 2, Inga Rún Svansdóttir 2, Auður Íris Ólafsdóttir 0/4 fráköst/6 stoðsendingar.Keflavík: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 15/4 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 12/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 9/6 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 8/7 fráköst, Lovísa Falsdóttir 6, Diamber Johnson 5/8 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 3. Lovísa Björt: Berjumst þangað til við fáum bikarinn„Við þurftum að hafa fyrir þessu. Síðustu tveir leikir voru tæpir en við vitum hvað við getum og sýndum það í kvöld. Við erum frábært lið,“ sagði Lovísa Björt Henningsdóttir sem skoraði 12 stig af bekknum hjá Haukum í kvöld. „Við komumst í gang og fundum að þær duttu bara, hættu. Við tókum algjörlega framúr. Þær gáfust auðvitað ekkert upp og héldu áfram að berjast en það var bara ekki nóg. Við vorum betri, fórum í gang og þá erum við magnað lið,“ sagði Lovísa sem var ein fjögurra leikmanna Hauka sem skoruðu yfir tíu stig í leiknum. Oft hefur verið talað um að Haukar sé Lele Hardy og aukaleikarar en þó Hardy hafi verið frábær í kvöld áttu margir aðrir leikmenn Hauka mjög góðan leik líka. „Það segja margir að þetta sé eins manns lið en við viljum meina ekki því við erum með frábært íslenskt lið. Við sýndum það í kvöld. Það er ekki bara hún (Hardy) sem er að skora. Ég er ekki að draga úr henni, hún er frábær leikmaður en hún þarf lið til að vinna með sér og við erum lið sem vinnur með henni. „Varnarleikurinn okkar í kvöld var mjög góður. Við spiluðum mjög gott 2-3 svæði á þær og mér fannst þær ekki finna lausn á því. Við spiluðum þétt saman og töluðum vel saman. Við spiluðum eins og við eigum að gera,“ sagði Lovísa sem er alveg sama hvort Haukar mæti Snæfelli eða Val í úrslitaeinvíginu. „Það breytir engu fyrir okkur. Við unnum Snæfell í bikarúrslitunum og við höfum unnið Val. Það breytir engu. Þessi keppni er allt öðruvísi en deildin. Sá sem vill þetta meira vinnur og sá sem berst meira. Við erum tilbúnar að berjast alveg þangað til við fáum bikarinn.“ Bryndís: Greinilega með einhverja Haukagrýlu„Það er einhvern vegin þannig að þegar við fáum áhlaup á okkur og það gengur ekki allt upp að þá er einhvern vegin eins og liðið gefi upp öndina,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir leikmaður Keflavíkur eftir tapið í kvöld. „Við erum með ungt lið og við misstum lykilmenn úr liðinu frá því í fyrra auk þess sem Birna (Valgarðsdóttir) var meira og minna meidd allt tímabilið. Þetta er töluvert breytt lið þó fólk taki kannski ekki alltaf eftir því,“ sagði Bryndís en Keflavík átti Íslandsmeistaratitil að verja. „Við erum með ungar stelpur sem eru að koma inn í byrjunarliðið og inn af bekknum og þær vantaði kannski smá sjálfstraust og ég held að það komi í sumar og þær eru reynslunni ríkari fyrir næsta tímabil.“ Fyrir leikinn í kvöld hafði Haukar unnið sex leiki í röð gegn Keflavík, þrjá í deild, einn í bikar og tvo í úrslitakeppninni. „Við virðumst greinilega vera með einhverja Haukagrýlu á okkur og það virðist vera sem við getum ekki unnið þetta lið. Svona er þetta stundum. „Allt liðið nema tveir leikmenn eru í unglingaflokki, stúlknaflokki og 10. flokki þannig að það er nóg eftir hjá þeim. Það taka við stífar æfingar hjá þeim en við Birna erum farnar í frí. „Ég hef fulla trú á að þær verði allar Íslandsmeistarar og það verði allir nema tveir í liðinu okkar Íslandsmeistarar. Leik lokið (88-58): Öruggt hjá Haukum38. mínúta (83-58): Inga Rún Svansdóttir með flotta körfu en varamenn Hauka klára leikinn gegn drjúgum hluta byrjunarliðs Keflavíkur.37. mínúta (81-57): Lele Hardy er komin með 32 stig og 17 fráköst. Margrét Rósa er með 16 stig, Gunnhildur 13 og Lovísa Henningsdóttir 12.35. mínúta (77-54): Lele Hardy heldur áfram en Birna Valgarðsdóttir svaraði og er komin með 14 stig.34. mínúta (74-50): 12-0 sprettur hjá Haukum og úrslitin eru endanlega ráðin.33. mínúta (71-50): Keflavík getur ekki keypt körfu.32. mínúta (69-50): Enn vandast málið fyrir Keflavík.31. mínúta (67-50): Það er erfitt ef ekki vonlaust fyrir Keflavík að koma til baka úr þessu.3. leikhluta lokið (65-50): Lovísa Henningsdóttir með stóran þrist og Haukar 15 stigum yfir fyrir fjórða leikhluta.38. mínúta (62-50): Lovísa Falsdóttir með frábæran þrist en Lele Hardy svarar með tveimur vítum.37. mínúta (60-47): Lele Hardy fer mikinn, komin með 17 stig.36. mínúta (56-45): Hægt og örugglega nálgast Keflavík Haukana.35. mínúta (56-41): Hardy komin í 15 stig og 13 fráköst. Svo er hún líka búin að gefa 4 stoðsendingar.34. mínúta (52-37): Bæði lið að spila góða vörn og því erfitt fyrir liðin að skora.33. mínúta (50-37): Góð byrjun á seinni hálfleik hjá Keflavík. Liðið þarf þó aðeins meira til að komast almennilega inn í leikinn.31. mínúta (48-32): Ekkert skorað en Lele Hardy komin með tvöfalda tvennu, 11 stig og 11 fráköst.Hálfleikur: Sara Rún skoraði 10 stig fyrir Keflavík og Bryndís Guðmundsdóttir 8.Hálfleikur: Margrét Rósa skoraði mest fyrir Hauka í fyrri hálfleik, 12 stig. Gunnhildur skoraði 11 líkt og Lele Hardy sem tók auk þess 9 fráköst. Dagbjört skoraði 8 stig.Hálfleikur (48-32): Haukar skoruðu 31 stig gegn 10 í öðrum leikhluta. Sérstaklega lék liðið frábærlega síðustu fimm mínútur fjórðungsins.19. mínúta (46-31): Það er allt í hjá Haukum.18. mínúta (43-29): Gunnhildur Gunnarsdóttir með þrist, komin með 9 stig í leikhlutanum.17. mínúta (40-29): Keflavík þarf að finna sjálfstraustið og trúna til að eiga möguleika á að koma til baka, ekki sjón að sjá leik liðsins þessa stundina.16. mínúta (36-29): Haukar eru að leika frábærlega þessa stundina, í vörn og sókn.15. mínúta (31-29): Haukar virðast vera að taka öll völd á vellinum.14. mínúta (29-29): Allt í járnum, eins og það á að vera.13. mínúta (25-28): Keflavík svarar af krafti.12. mínúta (25-24): Þetta er fljótt að gerast. Haukar komnir yfir í fyrsta sinn.11. mínúta (21-22): Ákveðin byrjun hjá Haukum í öðrum leikhluta. Lele Hardy komin í átta stig.1. leikhluta lokið (17-22): Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 8 stig í leikhlutanum fyrir Keflavík. Margrét Rósa Hálfdánardóttir 7 fyrir Hauka.9. mínúta (13-18): Dagbjört Samúelsdóttir með rándýra körfu af spjaldinu eftir langa sókn.8. mínúta (11-18): Keflavík fer á kostum og Bjarni Magnússon tekur leikhlé. Hann er ekki sáttur.7. mínúta (9-14): Keflavík með 5-0 sprett, kemur allt eftir góða vörn.6. mínúta (9-9): Margrét Rósa Hálfdánardóttir með þrist af löngu færi.5. mínúta (6-7): Lele Hardy með fjögur stig í röð fyrir Hauka.4. mínúta (4-7): Keflavík er á undan að skora.3. mínúta (2-5): Haukar komnir á blað en Sara Hinriksdóttir svarar með tveimur vítum.2. mínúta (0-3): Sandra Þrastardóttir með góða körfu.1. mínúta (0-1): Birna Valgarðsdóttir með fyrsta stig leiksins.Fyrir leik: Þokkaleg mæting er hjá Haukafólki en fáir Keflvíkingar hafa lagt í brautina til að styðja sitt lið.Fyrir leik: Haukar unnu þegar liðin mættust í undanúrslitum bikarsins í febrúar og því hafa Haukar unnið sex leiki í röð gegn Keflavík.Fyrir leik: Eins og lög gera ráð fyrir mættust liðin fjórum sinnum í deildarkeppninni í vetur. Keflavík vann fyrsta leikinn í Keflavík en Haukar svöruðu með þremur sigrum í röð.Fyrir leik: Fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum hér í Schenker höllinni var æsispennandi en Haukar unnu öruggan sigur í Keflavík þó Keflavík hafi byrjað leikinn betur.Fyrir leik: Haukar geta tryggt sig inn í úrslitin með sigri í kvöld en liðið þarf ekki að örvænta takist það ekki því Keflavík þarf að vinna þrjá leiki í röð til að komast áfram.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Hauka og Keflavíkur lýst.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti