Krím mun tilheyra Rússlandi Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 18. mars 2014 11:42 Að undirritun lokinni var rússneski þjóðsöngurinn leikinn. vísir/afp Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur undirritað sáttmála við leiðtoga í Krím um að gerast formlega hluti af Rússlandi, og um að borgin Sevastópól á Krímskaga gangi einnig inn í Rússland. Þetta var gert í rússneska þinginu fyrir skömmu og að undirritun lokinni var rússneski þjóðsöngurinn leikinn. Pútín ávarpaði þingið fyrir skömmu, en á sunnudag samþykktu 97 prósent kjósenda í Krím að slíta sig frá Úkraínu og ganga inn í Rússland. Þingmennirnir klöppuðu ítrekað fyrir Pútín á milli þess sem hann talaði úr pontu. Í kjölfarið kosninganna hafa refsiaðgerðir verið boðaðar gegn þeim ráðamönnum í Rússlandi og Úkraínu sem taldir eru bera ábyrgð á þjóðaratkvæðagreiðslunni, en Bandaríkjamenn og Evrópusambandið segja hana ólöglega. Pútín sakaði Vesturveldin um tvískinnung vegna inngrips í Kósóvó árið 1999 en að á sama tíma væru aðgerðir Rússa á Krímskaga fordæmdar. Hann segir rússneska hermenn hafa verið löglega á Krímskaga fyrir kosningarnar og að herafli þeirra hafi verið aukinn, en þó aðeins upp að leyfilegu hámarki sem eru 25 þúsund hermenn.Pútín var harðorður í garð hinnar nýju ríkisstjórnar Úkraínu.vísir/afpÞá gagnrýndi Pútín stjórnarskiptin í Úkraínu harðlega, þegar fyrrverandi forseta landsins, Viktori Janúkovítsj, var steypt af stóli. Pútín sagði lykilmenn uppreisnarinnar vera „Rússafælna gyðingahatara“ og segir öfgamenn nú ráða ríkjum í Kænugarði. Hann fordæmdi inngöngu Krím í Úkraínu, sem átti sér stað árið 1954 á tímum Sovétríkjanna, og sagði hann ákvörðunina hafa verið ólýðræðislega og tekna á bak við tjöldin. Vilji íbúa á Krímskaga væri skýr, þeir vilji vera hluti af Rússlandi. „Rússland og Úkraína eru ein þjóð,“ sagði Pútín og talaði hann um að Kænugarður væri móðir rússneskra borga. „Við getum ekki án hvor annars verið,“ bætti hann við og lofaði því að Rússland myndi ávallt gæta hagsmuna Rússa í Úkraínu. Pútín gaf í skyn að rússneski herinn myndi ekki aðhafast frekar í Úkraínu en hann sagði ringulreið ríkja í landinu og að öfgamenn væru við stjórn. Þá sagðist hann vera Vesturveldunum reiður og að sér fyndist Rússlandi hafa verið stillt upp við vegg. Úkraína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur undirritað sáttmála við leiðtoga í Krím um að gerast formlega hluti af Rússlandi, og um að borgin Sevastópól á Krímskaga gangi einnig inn í Rússland. Þetta var gert í rússneska þinginu fyrir skömmu og að undirritun lokinni var rússneski þjóðsöngurinn leikinn. Pútín ávarpaði þingið fyrir skömmu, en á sunnudag samþykktu 97 prósent kjósenda í Krím að slíta sig frá Úkraínu og ganga inn í Rússland. Þingmennirnir klöppuðu ítrekað fyrir Pútín á milli þess sem hann talaði úr pontu. Í kjölfarið kosninganna hafa refsiaðgerðir verið boðaðar gegn þeim ráðamönnum í Rússlandi og Úkraínu sem taldir eru bera ábyrgð á þjóðaratkvæðagreiðslunni, en Bandaríkjamenn og Evrópusambandið segja hana ólöglega. Pútín sakaði Vesturveldin um tvískinnung vegna inngrips í Kósóvó árið 1999 en að á sama tíma væru aðgerðir Rússa á Krímskaga fordæmdar. Hann segir rússneska hermenn hafa verið löglega á Krímskaga fyrir kosningarnar og að herafli þeirra hafi verið aukinn, en þó aðeins upp að leyfilegu hámarki sem eru 25 þúsund hermenn.Pútín var harðorður í garð hinnar nýju ríkisstjórnar Úkraínu.vísir/afpÞá gagnrýndi Pútín stjórnarskiptin í Úkraínu harðlega, þegar fyrrverandi forseta landsins, Viktori Janúkovítsj, var steypt af stóli. Pútín sagði lykilmenn uppreisnarinnar vera „Rússafælna gyðingahatara“ og segir öfgamenn nú ráða ríkjum í Kænugarði. Hann fordæmdi inngöngu Krím í Úkraínu, sem átti sér stað árið 1954 á tímum Sovétríkjanna, og sagði hann ákvörðunina hafa verið ólýðræðislega og tekna á bak við tjöldin. Vilji íbúa á Krímskaga væri skýr, þeir vilji vera hluti af Rússlandi. „Rússland og Úkraína eru ein þjóð,“ sagði Pútín og talaði hann um að Kænugarður væri móðir rússneskra borga. „Við getum ekki án hvor annars verið,“ bætti hann við og lofaði því að Rússland myndi ávallt gæta hagsmuna Rússa í Úkraínu. Pútín gaf í skyn að rússneski herinn myndi ekki aðhafast frekar í Úkraínu en hann sagði ringulreið ríkja í landinu og að öfgamenn væru við stjórn. Þá sagðist hann vera Vesturveldunum reiður og að sér fyndist Rússlandi hafa verið stillt upp við vegg.
Úkraína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira