Kaupir Mercedes Aston Martin? Finnur Thorlacius skrifar 18. mars 2014 12:30 Aston Martin Vantage. Jalopnik Á síðasta ári keypti Mercedes-Benz 5% í Aston Martin og ákveðið var að nýr Aston Martin Vantage myndi fá Mercedes-Benz AMG vél. Nú heyrast raddir þess efnis að Mercedes-Benz hafi í hyggju að kaupa breska fyrirtækið. Það er ekki auðvelt að vera lítill bílaframleiðandi og þróa alfarið bíla sína og vélar sjálfir og framleiða fá eintök af þeim. Þá verður hönnunarkostnaðurinn óhóflega hár, bílarnir of dýrir og salan eftir því. Þess vegna eru mörg af flottustu lúxusbílamerkjunum í eigu stóru bílaframleiðslurisanna. Aston Martin var á tímabili í eigu Ford, sem síðan seldi fyrirtækið aftur til sjálfstæðra eigenda. Síðan það gerðist hefur komið í ljós að Aston Martin þarf sárlega á samstarfi við stærri bílaframleiðanda að halda og því gæti eignarhald Mercedes-Benz á því verið lausnin. Auk þess að Mercedes-Benz vél fer í Vantage hafa fyrirtækin einnig áætlað sameiginlegan undirvagn fyrir kraftabíla sína. Það myndi gerast sjálfkrafa ef Mercedes-Benz kaupir Aston Martin með húð og hári. Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent
Á síðasta ári keypti Mercedes-Benz 5% í Aston Martin og ákveðið var að nýr Aston Martin Vantage myndi fá Mercedes-Benz AMG vél. Nú heyrast raddir þess efnis að Mercedes-Benz hafi í hyggju að kaupa breska fyrirtækið. Það er ekki auðvelt að vera lítill bílaframleiðandi og þróa alfarið bíla sína og vélar sjálfir og framleiða fá eintök af þeim. Þá verður hönnunarkostnaðurinn óhóflega hár, bílarnir of dýrir og salan eftir því. Þess vegna eru mörg af flottustu lúxusbílamerkjunum í eigu stóru bílaframleiðslurisanna. Aston Martin var á tímabili í eigu Ford, sem síðan seldi fyrirtækið aftur til sjálfstæðra eigenda. Síðan það gerðist hefur komið í ljós að Aston Martin þarf sárlega á samstarfi við stærri bílaframleiðanda að halda og því gæti eignarhald Mercedes-Benz á því verið lausnin. Auk þess að Mercedes-Benz vél fer í Vantage hafa fyrirtækin einnig áætlað sameiginlegan undirvagn fyrir kraftabíla sína. Það myndi gerast sjálfkrafa ef Mercedes-Benz kaupir Aston Martin með húð og hári.
Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent