Messi: Ætlum að vinna Real Madrid Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. mars 2014 15:00 Lionel Messi tók boltann með sér heim í gær eftir 18. þrennuna í búningi Barcelona Vísir/Getty „Ég hef loksins náð mér að fullu,“ sagði LionelMessi, leikmaður Barcelona, eftir sigurinn á Osasuna í gær en hann skoraði þrennu í leiknum. Argentínumaðurinn er nú búinn að skora tíu mörk í síðustu sjö leikjum og varð í gær markahæsti leikmaður Barcelona í sögunni með 371 mark. „Ég er kominn aftur í takt við leikinn og finn fyrir meira sjálfstrausti. Mér líður mjög vel. Ég er að komast í mitt besta form,“ sagði Messi sem er ánægður með markametið. „Það er flott að vera orðinn markahæsti leikmaður félagsins. Mikið hefur verið rætt og ritað um þetta og nú á ég metið. Það er samt mikið sem mig langar enn að afreka. Ég ætla vera hjá Barcelona allan minn feril. Hér líður mér vel og verð eins lengi og félagið vill hafa mig.“ Messi hefur í tvígang verið frá í nokkrar vikur vegna meiðsla tímabilinu en er samt búinn að skora 18 deildarmörk í 21 leik og 31 mark í 33 leikjum í heildina.Strákarnir fagna einu af mörkum Messi í gærkvöldi.Vísir/GettyVerða að vinna Real Madrid Það er eins gott fyrir Barcelona að Messi sé að komast í sitt besta stand því liðið ferðast til Madrídar um næstu helgi og mætir erkifjendunum í Real Madrid í seinni El Clásico-leik spænsku deildarinnar í vetur. Sigur er gífurlegar mikilvægur fyrir Barcelona því tap gerir líklega út um titilvonir liðsins. Real er á toppnum, fjórum stigum á undan Barcelona og sjö stiga forysta yrði eflaust of mikil fyrir Börsunga að brúa. Real Madrid er á ótrúlegu skriði en liðið hefur ekki tapað í 30 leikjum í röð í öllum keppnum. Síðast tapaði Real einmitt fyrir Barcelona, 2-0, í El Clásico á Nývangi 26. október. „Það verður erfiður leikur en við vonumst eftir góðum úrslitum. Við viljum vinna Real Madrid og opna titilbaráttuna upp á gátt. Markmið okkar er að berjast um titilinn fram til síðasta leiks,“ sagði Messi.Markamet Messi nær yfir alla leiki, þar með talda æfingaleiki en fyrir utan þá hefur hann skorað 344 mörk í 412 leikjum síðan hann kom fyrst við sögu tímabilið 2004/2005.Vísir/GettyVísir/GettyMörk Messi.Mynd/Wikipedia Spænski boltinn Tengdar fréttir Messi bætti markamet Barcelona í risasigri Lionel Messi varð í dag markahæsti leikmaður í sögu Barcelona. Hann er búinn að skora 371 mörk fyrir félagið þó svo hann sé aðeins 26 ára gamall. 16. mars 2014 00:01 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
„Ég hef loksins náð mér að fullu,“ sagði LionelMessi, leikmaður Barcelona, eftir sigurinn á Osasuna í gær en hann skoraði þrennu í leiknum. Argentínumaðurinn er nú búinn að skora tíu mörk í síðustu sjö leikjum og varð í gær markahæsti leikmaður Barcelona í sögunni með 371 mark. „Ég er kominn aftur í takt við leikinn og finn fyrir meira sjálfstrausti. Mér líður mjög vel. Ég er að komast í mitt besta form,“ sagði Messi sem er ánægður með markametið. „Það er flott að vera orðinn markahæsti leikmaður félagsins. Mikið hefur verið rætt og ritað um þetta og nú á ég metið. Það er samt mikið sem mig langar enn að afreka. Ég ætla vera hjá Barcelona allan minn feril. Hér líður mér vel og verð eins lengi og félagið vill hafa mig.“ Messi hefur í tvígang verið frá í nokkrar vikur vegna meiðsla tímabilinu en er samt búinn að skora 18 deildarmörk í 21 leik og 31 mark í 33 leikjum í heildina.Strákarnir fagna einu af mörkum Messi í gærkvöldi.Vísir/GettyVerða að vinna Real Madrid Það er eins gott fyrir Barcelona að Messi sé að komast í sitt besta stand því liðið ferðast til Madrídar um næstu helgi og mætir erkifjendunum í Real Madrid í seinni El Clásico-leik spænsku deildarinnar í vetur. Sigur er gífurlegar mikilvægur fyrir Barcelona því tap gerir líklega út um titilvonir liðsins. Real er á toppnum, fjórum stigum á undan Barcelona og sjö stiga forysta yrði eflaust of mikil fyrir Börsunga að brúa. Real Madrid er á ótrúlegu skriði en liðið hefur ekki tapað í 30 leikjum í röð í öllum keppnum. Síðast tapaði Real einmitt fyrir Barcelona, 2-0, í El Clásico á Nývangi 26. október. „Það verður erfiður leikur en við vonumst eftir góðum úrslitum. Við viljum vinna Real Madrid og opna titilbaráttuna upp á gátt. Markmið okkar er að berjast um titilinn fram til síðasta leiks,“ sagði Messi.Markamet Messi nær yfir alla leiki, þar með talda æfingaleiki en fyrir utan þá hefur hann skorað 344 mörk í 412 leikjum síðan hann kom fyrst við sögu tímabilið 2004/2005.Vísir/GettyVísir/GettyMörk Messi.Mynd/Wikipedia
Spænski boltinn Tengdar fréttir Messi bætti markamet Barcelona í risasigri Lionel Messi varð í dag markahæsti leikmaður í sögu Barcelona. Hann er búinn að skora 371 mörk fyrir félagið þó svo hann sé aðeins 26 ára gamall. 16. mars 2014 00:01 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Messi bætti markamet Barcelona í risasigri Lionel Messi varð í dag markahæsti leikmaður í sögu Barcelona. Hann er búinn að skora 371 mörk fyrir félagið þó svo hann sé aðeins 26 ára gamall. 16. mars 2014 00:01
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti