Undanúrslitum karla í bikarkeppni blaksambandsins er lokið. Það verða HK og Þróttur Reykjavík sem keppa til úrslita en HK er því með lið í úrslitum í bæði karla- og kvennaflokki.
Þróttur Reykjavík lagði Stjörnuna 3-1 í kvöld eftir að hafa lent 1-0 undir. HK kláraði aftur á móti KA, 3-1, og rétt eins og í hinum leiknum lenti sigurliðið undir eftir fyrstu hrinu.
Þá er ljóst hvaða lið mætast á morgun. Í kvennaflokki eru það HK og Afturelding og byrjar leikurinn klukkan 13.00 og í karlaflokki verða það HK og Þróttur Reykjavík og hefst sá leikur klukkan 15.00.
