Tímataka í Ástralíu - Hamilton fljótastur Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 15. mars 2014 07:28 Rosberg, Hamilton og Ricciardo, efstu 3 í tímatökunni. Vísir/Getty Fyrstu tímatöku tímabilsins er lokið. Mercedes menn koma best undan vetri og náðu fyrsta og þriðja sæti. Rok og rigning settu strik í reikninginn í Ástralíu í dag. Heimamaðurinn Daniel Ricciardo hjá Red Bull kom á óvart og náði öðru sæti. Þrátt fyrir ítrekuð vandræði liðsins hingað til á æfingum. Rigningin lá í loftinu yfir brautinni strax í upphafi tímatökunnar. Það leiddi til þess að flestir fóru út í upphafi á mjúkum dekkjum. Þau skila í kringum 2 sekúndum betri tíma á hverjum hring. Mercedes ökumennirnir LewisHamilton og Nico Rosberg fóru þó út á harðari gerðinni sem notuð er í Ástralíu.Max Chilton og Jules Bianchi á Marussia komust ekki í aðra lotu tímatökunnar. Sömu sögu er að segja af Esteban Gutierrez á Sauber og Marcus Ericsson á Caterham. Lotus átti afleiddan dag í dag. Báðir ökumenn liðsins féllu út í fyrstu lotu. Romain Grosjean náði að setja tíma en hann var ekki nærri nógu góður til að komast í næstu lotu. Liðsfélagi hans, Pastor Maldonado var eini ökumaðurinn sem ekki setti tíma í dag.Raikkonen reynir að koma bíl sínum aftur inn á brautina.Vísir/GettyLiðin fóru út á regn dekkjum eða milliregn dekkjum í annari lotu. Jenson Button á McLaren, Kimi Raikkonen á Ferrari og heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull komust ekki í þriðju lotuna. Einnig sátu eftir Adrian Sutil á Sauber, Kamui Kobayashi á Caterham og Sergio Perez á Force India. Rigningin hófst aftur fyrir þriðju lotu og því fóru níu ökumenn af tíu út á regndekkjum, Fernando Alonso var sá eini sem lagði í brautina á milliregndekkjum. Allir skiptu svo um dekkjagerð, nema Lewis Hamilton. Bottas og Gutierrez hljóta 5 sæti víti eftir að hafa þurft að skipta um gírkassa. Bottas verður því 15. í rásröðinni en Gutierrez fer aftast.Hamilton í tímatökum í Ástralíu í morgun.Vísir/GettyNiðurstaða tímatökunnar lá fyrir eftir þriðju lotuna: 1. Lewis Hamilton - Mercedes 2. Daniel Ricciardo - Red Bull 3. Nico Rosberg - Mercedes 4. Kevin Magnussen - McLaren 5. Fernando Alonso - Ferrari 6. Jean-Eric Vergne - Toro Rosso 7. Nico Hulkenberg - Force India 8. Daniil Kvyat - Toro Rosso 9. Felipe Massa - Williams 10. Valtteri Bottas - Williams 11. Jenson Button - McLaren 12. Kimi Raikkonen - Ferrari 13. Sebastian Vettel - Red Bull 14. Adrian Sutil - Sauber 15. Kamui Kobayashi - Caterham 16. Sergio Perez - Force India 17. Max Chilton - Marussia 18. Jules Bianchi - Marussia 19. Esteban Gutierrez - Sauber 20. Marcus Ericsson - Caterham 21. Romain Grosjean - Lotus 22. Pastor Maldonado - Lotus, án þess að setja tíma. Keppnin er á dagskrá á Stöð 2 Sport kl 5:30 í fyrramálið. Það verður vel þess virði að vakna til að sjá hana. Formúla Tengdar fréttir Formúlan hefst á morgun | Svona er staðan á liðunum Æfingar fyrir ástralska kappaksturinn hefjast á morgun, því er tímabært að líta yfir stöðuna í Formúlu 1 fyrir komandi tímabil. 13. mars 2014 18:30 Breyttar aðstæður í Formúlu 1 Mestu reglubreytingar innan Formúlu 1 í aldarfjórðung hafa tekið gildi. Þær munu bylta ýmsu varðandi uppbyggingu Formúlu 1 bíla. 29. janúar 2014 13:45 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Sjá meira
Fyrstu tímatöku tímabilsins er lokið. Mercedes menn koma best undan vetri og náðu fyrsta og þriðja sæti. Rok og rigning settu strik í reikninginn í Ástralíu í dag. Heimamaðurinn Daniel Ricciardo hjá Red Bull kom á óvart og náði öðru sæti. Þrátt fyrir ítrekuð vandræði liðsins hingað til á æfingum. Rigningin lá í loftinu yfir brautinni strax í upphafi tímatökunnar. Það leiddi til þess að flestir fóru út í upphafi á mjúkum dekkjum. Þau skila í kringum 2 sekúndum betri tíma á hverjum hring. Mercedes ökumennirnir LewisHamilton og Nico Rosberg fóru þó út á harðari gerðinni sem notuð er í Ástralíu.Max Chilton og Jules Bianchi á Marussia komust ekki í aðra lotu tímatökunnar. Sömu sögu er að segja af Esteban Gutierrez á Sauber og Marcus Ericsson á Caterham. Lotus átti afleiddan dag í dag. Báðir ökumenn liðsins féllu út í fyrstu lotu. Romain Grosjean náði að setja tíma en hann var ekki nærri nógu góður til að komast í næstu lotu. Liðsfélagi hans, Pastor Maldonado var eini ökumaðurinn sem ekki setti tíma í dag.Raikkonen reynir að koma bíl sínum aftur inn á brautina.Vísir/GettyLiðin fóru út á regn dekkjum eða milliregn dekkjum í annari lotu. Jenson Button á McLaren, Kimi Raikkonen á Ferrari og heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull komust ekki í þriðju lotuna. Einnig sátu eftir Adrian Sutil á Sauber, Kamui Kobayashi á Caterham og Sergio Perez á Force India. Rigningin hófst aftur fyrir þriðju lotu og því fóru níu ökumenn af tíu út á regndekkjum, Fernando Alonso var sá eini sem lagði í brautina á milliregndekkjum. Allir skiptu svo um dekkjagerð, nema Lewis Hamilton. Bottas og Gutierrez hljóta 5 sæti víti eftir að hafa þurft að skipta um gírkassa. Bottas verður því 15. í rásröðinni en Gutierrez fer aftast.Hamilton í tímatökum í Ástralíu í morgun.Vísir/GettyNiðurstaða tímatökunnar lá fyrir eftir þriðju lotuna: 1. Lewis Hamilton - Mercedes 2. Daniel Ricciardo - Red Bull 3. Nico Rosberg - Mercedes 4. Kevin Magnussen - McLaren 5. Fernando Alonso - Ferrari 6. Jean-Eric Vergne - Toro Rosso 7. Nico Hulkenberg - Force India 8. Daniil Kvyat - Toro Rosso 9. Felipe Massa - Williams 10. Valtteri Bottas - Williams 11. Jenson Button - McLaren 12. Kimi Raikkonen - Ferrari 13. Sebastian Vettel - Red Bull 14. Adrian Sutil - Sauber 15. Kamui Kobayashi - Caterham 16. Sergio Perez - Force India 17. Max Chilton - Marussia 18. Jules Bianchi - Marussia 19. Esteban Gutierrez - Sauber 20. Marcus Ericsson - Caterham 21. Romain Grosjean - Lotus 22. Pastor Maldonado - Lotus, án þess að setja tíma. Keppnin er á dagskrá á Stöð 2 Sport kl 5:30 í fyrramálið. Það verður vel þess virði að vakna til að sjá hana.
Formúla Tengdar fréttir Formúlan hefst á morgun | Svona er staðan á liðunum Æfingar fyrir ástralska kappaksturinn hefjast á morgun, því er tímabært að líta yfir stöðuna í Formúlu 1 fyrir komandi tímabil. 13. mars 2014 18:30 Breyttar aðstæður í Formúlu 1 Mestu reglubreytingar innan Formúlu 1 í aldarfjórðung hafa tekið gildi. Þær munu bylta ýmsu varðandi uppbyggingu Formúlu 1 bíla. 29. janúar 2014 13:45 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Sjá meira
Formúlan hefst á morgun | Svona er staðan á liðunum Æfingar fyrir ástralska kappaksturinn hefjast á morgun, því er tímabært að líta yfir stöðuna í Formúlu 1 fyrir komandi tímabil. 13. mars 2014 18:30
Breyttar aðstæður í Formúlu 1 Mestu reglubreytingar innan Formúlu 1 í aldarfjórðung hafa tekið gildi. Þær munu bylta ýmsu varðandi uppbyggingu Formúlu 1 bíla. 29. janúar 2014 13:45