Ísraelskar herflugvélar skutu á 29 skotmörk á Gaza-ströndinni í dag í kjölfar eldflaugaárása frá Gaza á Ísrael. BBC greinir frá og segir palestínska uppreisnarmenn hafa boðað vopnahlé sem Ísraelsmenn hafi samþykkt.
Ekki hafa borist fregnir af mannfalli en uppreisnarmenn á Gaza eru sagðir hafa skotið um sextíu eldflaugum á Ísrael í dag og í gær. Að sögn Al Jazeera særðust þrír í árásum Ísraelsmanna í dag, þar af einn alvarlega.
Að sögn talsmanns Ísraelhers hæfðu átta eldflaugar íbúasvæði en nokkrar eldflaugar voru skotnar niður.
Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, fordæmir ofbeldið í yfirlýsingu og biður stríðandi fylkingar að sýna stillingu.
Ísraelsmenn skutu á 29 skotmörk á Gaza
Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
