Auglýstu vændi og réðust á kaupanda Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. mars 2014 13:27 Gísli Þór Gunnarsson, einn ákærðu. vísir/vilhelm Fyrirtaka í máli þriggja aðila sem gefið er að sök að hafa sett inn auglýsingu um kynlífsþjónustu í dagblað fór fram í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Aðilarnir þrír, Gísli Þór Gunnarsson, sem afplánar nú tveggja og hálfs árs dóm fyrir aðild sína að Stokkeyrarmálinu, Jón Einar Randversson og kona á þrítugsaldri, eru öll ákærð fyrir fjársvik og eru karlmennirnir tveir einnig ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Öll þrjú kröfðust þess að ákæru um fjársvik yrði vísað frá dómi. Gísli Þór játaði á sig tvær sérstaklega hættulegar líkamsárásir en neitaði Jón Einar sök. Karlmaður á fertugsaldri falaðist eftir vændi í kjölfar auglýsingar sem þremenningarnir birtu í janúar á síðasta ári. Konan rændi fjörutíu þúsund krónum af manninum í stað þess að veita þá þjónustu sem auglýst var. Ákærðu, Gísli Þór og Jón Einar, réðust í kjölfarið á manninn og hugðust ræna hann, er fram kemur í ákæru. Þá hafi Gísli Þór skorið manninn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum. Gísli Þór játaði sök í málinu en tók fram að Jón Einar hafi ekki vitað um tilætlanir sínar. Jón Einar neitaði sök. Þá var Gísli Þór einnig ákærður fyrir að hafa ráðist á karlmann með hníf í júlí í fyrra og veitt honum tíu sentimetra langan skurð á framhandlegg. Hann játaði sök. Báðir höfnuðu bótakröfum. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira
Fyrirtaka í máli þriggja aðila sem gefið er að sök að hafa sett inn auglýsingu um kynlífsþjónustu í dagblað fór fram í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Aðilarnir þrír, Gísli Þór Gunnarsson, sem afplánar nú tveggja og hálfs árs dóm fyrir aðild sína að Stokkeyrarmálinu, Jón Einar Randversson og kona á þrítugsaldri, eru öll ákærð fyrir fjársvik og eru karlmennirnir tveir einnig ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Öll þrjú kröfðust þess að ákæru um fjársvik yrði vísað frá dómi. Gísli Þór játaði á sig tvær sérstaklega hættulegar líkamsárásir en neitaði Jón Einar sök. Karlmaður á fertugsaldri falaðist eftir vændi í kjölfar auglýsingar sem þremenningarnir birtu í janúar á síðasta ári. Konan rændi fjörutíu þúsund krónum af manninum í stað þess að veita þá þjónustu sem auglýst var. Ákærðu, Gísli Þór og Jón Einar, réðust í kjölfarið á manninn og hugðust ræna hann, er fram kemur í ákæru. Þá hafi Gísli Þór skorið manninn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum. Gísli Þór játaði sök í málinu en tók fram að Jón Einar hafi ekki vitað um tilætlanir sínar. Jón Einar neitaði sök. Þá var Gísli Þór einnig ákærður fyrir að hafa ráðist á karlmann með hníf í júlí í fyrra og veitt honum tíu sentimetra langan skurð á framhandlegg. Hann játaði sök. Báðir höfnuðu bótakröfum.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira