Nýjasti bíll Koenigsegg er 1.341 kíló og 1.341 hestafl. Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2014 14:15 Koenigsegg Agera One:1. Nafnið á nýjast bíl sænska bílaframleiðandans Koenigsegg er viðeigandi en hann heitir Agera One:1. Það er til marks um það að fyrir hvert hvert kílógramm sem bíllinn vegur er eitt hestafl í farteskinu. Hann er semsagt 1.341 kíló og 1.341 hestafl. Vélin í bílnum er 5 lítra V8 með tveimur forþjöppum. Hún dugar honum til að ná 439 kílómetra hraða á klukkustund, en ekki kemur fram hvað hann er snöggur í hundraðið, en það gæti legið nálægt 2 sekúndum. Bíllinn er á afar breiðum dekkjum og þegar hann fer fyrir horn myndast 2G þrýstingur á ökumann, eitthvað sem ekki allir eru til í að upplifa. Þegar bíllinn er á 250 km hraða þrýstist hann niður, vegna hinna ýmsu vindkljúfa, með 610 kílóa þrýstingi í götuna til að auka stöðugleika hans. Koenigsegg áformar að smíða aðeins 6 bíla af þessari gerð og víst er að þau eru ekki ódýr. Annað er þó víst, þau eru öll uppseld. Agera One:1 er nú til sýnis á bílasýningunni í Genf. Bíllinn er nú til sýnis á bílasýningunni í Genf. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent
Nafnið á nýjast bíl sænska bílaframleiðandans Koenigsegg er viðeigandi en hann heitir Agera One:1. Það er til marks um það að fyrir hvert hvert kílógramm sem bíllinn vegur er eitt hestafl í farteskinu. Hann er semsagt 1.341 kíló og 1.341 hestafl. Vélin í bílnum er 5 lítra V8 með tveimur forþjöppum. Hún dugar honum til að ná 439 kílómetra hraða á klukkustund, en ekki kemur fram hvað hann er snöggur í hundraðið, en það gæti legið nálægt 2 sekúndum. Bíllinn er á afar breiðum dekkjum og þegar hann fer fyrir horn myndast 2G þrýstingur á ökumann, eitthvað sem ekki allir eru til í að upplifa. Þegar bíllinn er á 250 km hraða þrýstist hann niður, vegna hinna ýmsu vindkljúfa, með 610 kílóa þrýstingi í götuna til að auka stöðugleika hans. Koenigsegg áformar að smíða aðeins 6 bíla af þessari gerð og víst er að þau eru ekki ódýr. Annað er þó víst, þau eru öll uppseld. Agera One:1 er nú til sýnis á bílasýningunni í Genf. Bíllinn er nú til sýnis á bílasýningunni í Genf.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent