Fyrsta hraðhleðslustöðin opnuð í dag Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2014 10:45 Hraðhleðslustöðin við Bæjarháls. Í dag verður fyrsta hraðhleðslustöðin fyrir rafmagnsbíla opnuð á Íslandi og er hún staðsett við hús Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls. Í tilefni þess er efnt til málþings í hádeginu í höfuðstöðvum OR og þar mun Ole Hendrik Hannisdahl verkefnisstjóri hjá Grönn bil í Noregi flytja lykilerindi. Grönn bil er ekki í tengslum við neinn af rafbílaframleiðendunum heldur er ríkisrekin stofnun sem stuðla á að framgangi rafbílavæðingar í Noregi. Í samtali við Ole sagði hann að rafbílavæðing í Noregi gengi framar vonum og Norðmenn hafi tekið rafbílum opnum örmum. Sem dæmi um það væri 12% af sölu nýrra bíla það sem af er ári rafmagnsbílar og þar stæði yfir mikil uppbygging hleðslustöðva fyrir þá. Að vonum hefði verið byrjað á uppbyggingu þeirra í borgum landsins en nú væri uppsetning þeirra ekki síður í framkvæmd í dreifðari byggðum.Salan mest í dreifðari byggðum í Noregi Athyglivert væri að sala rafmagnsbíla í Noregi nú væri meiri í dreifðari byggðum Noregs en í borgunum og það væri til vitnis um að Norðmenn væri ekki hræddir við rafmagnsbíla, heldur þvert á móti teldu þá betri kost en hefðbundna brunabíla. Það skref væri eftir að stíga á Íslandi en uppsetning 10 hraðhleðslustöðva á næstunni væri liður í því að afnema þá hræðslu sem víða í heiminum er varðandi notkunarmöguleika rafmagnsbíla. Rétt skref væri að byrja á nágrenni höfuðborgarinnar og staðsetning þeirra í næstu byggðarkjörnum væri góð byrjun og frekari uppsetning á þeim eftir það á hringvegi landsins, ekki síst á leiðinni til Akureyrar, væri svo gott næsta skref.Mikilvægt að fylgjast með notkun á fyrstu stöðvunum Ole bendir á að mikilvægt væri fyrir okkur Íslendinga að fylgjast með notkun á þeim stöðvum sem fyrstar verða settar upp til að átta sig á notkun þeirra og finna út hvar næstu stöðvar yrðu æskilegastar. Hröð uppbygging þeirra væri nauðsynleg, en vanda þurfi valið, sem byggja þurfi á notkun þeirra sem fyrir eru. Ennfremur sagði Ole að kannanir í Noregi leiddu í ljós að ánægðustu bíleigendur þar væri rafmagnsbílaeigendur. Ekki bara væru þeir ánægðir með hversu ódýrt er að reka rafmagnsbíla sína, heldur væri þeir einnig mjög ánægðir með bílana sjálfa. Það spyrðist út til vina og kunningja og því væri salan svo góð á rafmagnsbílum í Noregi sem raun ber vitni. Margir þeirra kjósi frekar að nota rafmagnsbílinn frekar en hinn bíl heimilisins, sem oftast er með hefðbundinni brunavél. Mjög hagstætt væri að eiga rafmagnsbíl og því meira sem honum er ekið því hagstæðara væri það. Sem dæmi væri afar hagstætt fyrir fólk á höfuðborgarsvæðinu að nota rafmagnsbíl í tíðar sumarbústaðaferðir og því væri mikilvægt að net hraðhleðslustöðva gerði það kleift. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent
Í dag verður fyrsta hraðhleðslustöðin fyrir rafmagnsbíla opnuð á Íslandi og er hún staðsett við hús Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls. Í tilefni þess er efnt til málþings í hádeginu í höfuðstöðvum OR og þar mun Ole Hendrik Hannisdahl verkefnisstjóri hjá Grönn bil í Noregi flytja lykilerindi. Grönn bil er ekki í tengslum við neinn af rafbílaframleiðendunum heldur er ríkisrekin stofnun sem stuðla á að framgangi rafbílavæðingar í Noregi. Í samtali við Ole sagði hann að rafbílavæðing í Noregi gengi framar vonum og Norðmenn hafi tekið rafbílum opnum örmum. Sem dæmi um það væri 12% af sölu nýrra bíla það sem af er ári rafmagnsbílar og þar stæði yfir mikil uppbygging hleðslustöðva fyrir þá. Að vonum hefði verið byrjað á uppbyggingu þeirra í borgum landsins en nú væri uppsetning þeirra ekki síður í framkvæmd í dreifðari byggðum.Salan mest í dreifðari byggðum í Noregi Athyglivert væri að sala rafmagnsbíla í Noregi nú væri meiri í dreifðari byggðum Noregs en í borgunum og það væri til vitnis um að Norðmenn væri ekki hræddir við rafmagnsbíla, heldur þvert á móti teldu þá betri kost en hefðbundna brunabíla. Það skref væri eftir að stíga á Íslandi en uppsetning 10 hraðhleðslustöðva á næstunni væri liður í því að afnema þá hræðslu sem víða í heiminum er varðandi notkunarmöguleika rafmagnsbíla. Rétt skref væri að byrja á nágrenni höfuðborgarinnar og staðsetning þeirra í næstu byggðarkjörnum væri góð byrjun og frekari uppsetning á þeim eftir það á hringvegi landsins, ekki síst á leiðinni til Akureyrar, væri svo gott næsta skref.Mikilvægt að fylgjast með notkun á fyrstu stöðvunum Ole bendir á að mikilvægt væri fyrir okkur Íslendinga að fylgjast með notkun á þeim stöðvum sem fyrstar verða settar upp til að átta sig á notkun þeirra og finna út hvar næstu stöðvar yrðu æskilegastar. Hröð uppbygging þeirra væri nauðsynleg, en vanda þurfi valið, sem byggja þurfi á notkun þeirra sem fyrir eru. Ennfremur sagði Ole að kannanir í Noregi leiddu í ljós að ánægðustu bíleigendur þar væri rafmagnsbílaeigendur. Ekki bara væru þeir ánægðir með hversu ódýrt er að reka rafmagnsbíla sína, heldur væri þeir einnig mjög ánægðir með bílana sjálfa. Það spyrðist út til vina og kunningja og því væri salan svo góð á rafmagnsbílum í Noregi sem raun ber vitni. Margir þeirra kjósi frekar að nota rafmagnsbílinn frekar en hinn bíl heimilisins, sem oftast er með hefðbundinni brunavél. Mjög hagstætt væri að eiga rafmagnsbíl og því meira sem honum er ekið því hagstæðara væri það. Sem dæmi væri afar hagstætt fyrir fólk á höfuðborgarsvæðinu að nota rafmagnsbíl í tíðar sumarbústaðaferðir og því væri mikilvægt að net hraðhleðslustöðva gerði það kleift.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent