Kaup Barcelona á brasilíska undrabarninu Neymar gætu reynst dýrkeypt enda er búið að stefna félaginu fyrir skattsvik.
Skattayfirvöld á Spáni segja að Barcelona hafi reynt að komast hjá því að greiða skatt upp á tæplega einn og hálfan milljarð króna er félagið keypti Neymar.
"Þetta er neyðarlegt því við teljum okkur hafa gert allt rétt í þessu máli," sagði Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona.
Dómari á Spáni er ekki á sama máli enda segir hann að næg sönnunargögn séu fyrir hendi svo hægt sé að rétta í málinu.
"Við erum eðlilega ekki ánægðir með þessa stöðu og munum verja félagið með kjafti og klóm. Ef það þarf að hreinsa nafn félagsins þá munum við gera það."
Barcelona sagði á sínum tíma að Neymar hefði kostað 48,6 milljónir punda. Eftir kvörtun innan félagsins neyddist stjórn félagsins til þess að birta skjöl sem sýndu að félagið hefði í raun greitt yfir 71 milljón punda fyrir leikmanninn.
Barcelona reyndi að fá yfirvöld til þess að hætta við málsóknina á dögunum er það greiddi skattayfirvöldum óumbeðið framlag upp á 2 milljarða króna.
Málið er enn í gangi og beðið eftir næstu skrefum hjá skattayfirvöldum.
Neymar-málið er neyðarlegt

Mest lesið




Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn


Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn



