Dagný Brynjarsdóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta spila um þriðja sætið á Algarve-mótinu eftir 1-0 sigur á Kína í kvöld.
Hilmar Þór Guðmundsson, starfsmaður KSÍ, tók Dagnýju í viðtal eftir sigurinn á Kína en eina mark leiksins skoraði Fanndís Friðriksdóttir í uppbótatíma og það beint úr hornspyrnu.
„Þetta var mjög sætt að ná inn sigurmarkinu í lokin en mér fannst við miklu betri allan tímann. Hápressan var að virka vel og þær voru ekki að finna lausnir við því," sagði Dagný.
„Við duttum kannski niður á köflum en við áttum skilið að klára þetta í endann," sagði Dagný.
„Við vorum ekki að skapa mikið af færum og þá sérstaklega ekki í fyrri hálfleiknum. Það vantaði kannski meiri gæði í seinustu sendinguna en við vorum samt duglegar að halda pressunni áfram þótt að við misstum boltann ofarlega á vellinum," sagði Dagný.
„Þær voru svolítið að brjóta á okkur en við fengum kannski tvær aukaspyrnur á meðan þær fengu fimmtíu. Dómarinn var því ekki alveg okkar megin," sagði Dagný ekki nógu kát með frammistöðu dómarans í leiknum en voru þær íslensku svona harðar.
„Við erum alltaf grjótharðar," sagði Dagný hlæjandi en það er hægt að sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
Dagný: Við erum alltaf grjótharðar
Tengdar fréttir

Fanndís: Þetta var algjörlega mitt mark
Fanndís Friðriksdóttir tryggði íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta sæti í bronsleiknum á Algarve-mótinu með því að skora sigurmarkið beint úr hornspyrnu í uppbótartíma leiksins.

Fanndís hetja íslenska liðsins - stelpurnar spila um bronsið
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta spilar um þriðja sætið í Algarve-bikarnum eftir 1-0 sigur á Kína í kvöld í lokaleik sínum í riðlinum. Þetta var annar sigur íslensku stelpnanna í röð.

Sandra: Ég er í skýjunum
Sandra Sigurðardóttir fékk tækifærið í marki íslenska kvennalandsliðsins í kvöld og hélt hreinu í 1-0 sigri á Kína. Hún var fyrsti íslenski markvörðurinn sem heldur markinu hreinu á Algarve-mótinu í ár.