Bandaríkin langbest í Sopot | Settu eina heimsmetið Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. mars 2014 15:45 Kind Butler hinn þriðji, David Verburg, Calvin Smith og Kyle Clemons fagna heimsmetinu. vísir/getty Heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss lauk í gær í Sopot í Póllandi og var það við hæfi að Bandaríkjamenn kláruðu mótið með stæl og settu eina heimsmetið. Sveit Bandaríkjanna í 4x400m boðhlaupi karla vann gullverðlaun og setti nýtt heimsmet í greininni innanhúss en hún kom í mark á 3:02,13 mínútum. Gamla metið áttu Bandaríkjamenn einnig en það var orðið 23 ára gamalt. Alls unnu Bandaríkin til tólf verðlauna, tvöfalt fleiri en Bretar sem fengu í heildina sex verðlaun en aðeins eitt gull. Það gull var frekar óvænt en Richard Kilty kom fyrstur í mark í jafnasta 60 metra hlaupi sögunnar í karlaflokki. Bandaríkin fengu átta gullverðlaun, fimm fleiri en Rússar sem komu næstir með þrenn. Bandaríkjamenn unnu því nær þriðjung allra greina mótsins en alls voru 26 gullverðlaun í boði eins og alltaf. Sveit Bandaríkjanna vann einnig 4x400 metra boðhlaup kvenna, FrancenaMcCorory vann 400m hlaup kvenna, Nia Ali kom fyrst í mark í 60m hlaupi kvenna og ChanellePricevann 800m hlaup kvenna sem AnítaHinriksdóttir hefði keppt í hefði hún ekki stigið á línu í undanrásum. Í karlaflokki vann OmoOsaghae vann óvæntan sigur á Frakkanum Pascal Martinot-Lagarde í 60 metra grindahlaupi, RyanWhiting varði heimsmeistaratitil sinn í kúluvarpi og það sama gerði hinn magnaði fjölþrautakappi AshtonEaton í sjöþraut. Hann var aðeins 13 stigum frá nýju heimsmeti. Heimamenn frá Póllandi fengu að heyra þjóðsöng sinn einu sinni en þurftu þó að deila stundinni með Rússum. KamilaLicwinko og MarijaKuchina stukku nefnilega báðar yfir tvo metra í hástökki kvenna með nákvæmlega sömu stökkröð og fengu báðar gull.Ashton Eaton er magnaður í fjölþrautum.vísir/gettyBretinn Richart Kilty vann jafnasta 60m hlaup sögunnar.vísir/gettyChanelle Price vann Anítu-laust 800m hlaup.vísir/getty Frjálsar íþróttir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira
Heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss lauk í gær í Sopot í Póllandi og var það við hæfi að Bandaríkjamenn kláruðu mótið með stæl og settu eina heimsmetið. Sveit Bandaríkjanna í 4x400m boðhlaupi karla vann gullverðlaun og setti nýtt heimsmet í greininni innanhúss en hún kom í mark á 3:02,13 mínútum. Gamla metið áttu Bandaríkjamenn einnig en það var orðið 23 ára gamalt. Alls unnu Bandaríkin til tólf verðlauna, tvöfalt fleiri en Bretar sem fengu í heildina sex verðlaun en aðeins eitt gull. Það gull var frekar óvænt en Richard Kilty kom fyrstur í mark í jafnasta 60 metra hlaupi sögunnar í karlaflokki. Bandaríkin fengu átta gullverðlaun, fimm fleiri en Rússar sem komu næstir með þrenn. Bandaríkjamenn unnu því nær þriðjung allra greina mótsins en alls voru 26 gullverðlaun í boði eins og alltaf. Sveit Bandaríkjanna vann einnig 4x400 metra boðhlaup kvenna, FrancenaMcCorory vann 400m hlaup kvenna, Nia Ali kom fyrst í mark í 60m hlaupi kvenna og ChanellePricevann 800m hlaup kvenna sem AnítaHinriksdóttir hefði keppt í hefði hún ekki stigið á línu í undanrásum. Í karlaflokki vann OmoOsaghae vann óvæntan sigur á Frakkanum Pascal Martinot-Lagarde í 60 metra grindahlaupi, RyanWhiting varði heimsmeistaratitil sinn í kúluvarpi og það sama gerði hinn magnaði fjölþrautakappi AshtonEaton í sjöþraut. Hann var aðeins 13 stigum frá nýju heimsmeti. Heimamenn frá Póllandi fengu að heyra þjóðsöng sinn einu sinni en þurftu þó að deila stundinni með Rússum. KamilaLicwinko og MarijaKuchina stukku nefnilega báðar yfir tvo metra í hástökki kvenna með nákvæmlega sömu stökkröð og fengu báðar gull.Ashton Eaton er magnaður í fjölþrautum.vísir/gettyBretinn Richart Kilty vann jafnasta 60m hlaup sögunnar.vísir/gettyChanelle Price vann Anítu-laust 800m hlaup.vísir/getty
Frjálsar íþróttir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira