Sautján ár liðin frá dauða Biggie Smalls Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. mars 2014 10:41 Enn hefur enginn verið dæmdur fyrir morðið. Vísir/Getty Í gær voru sautján ár síðan einn þekktasti rappari sögunnar, Notorious BIG, var myrtur. Rapparinn sem var skírður Christopher Wallace, en var einnig þekktur sem Biggie Smalls, var myrtur eftir tónleika í Los Angeles 9. mars árið 1997. Enn hefur enginn verið dæmdur fyrir morðið, sem er talið tengjast stríði milli rappara frá Austur- og Vesturströnd Bandaríkjanna. Biggie Smalls er gjarnan nefndur sem „konungur New York“, þegar talað er um rapptónlist. Árið 2001 valdi tímaritið The Source hann besta rappara allra tíma. Tímaritið XXL bað helstu rappara heims að setja saman lista yfir uppáhalds rappara sína. Nafn Biggie kom oftast upp af öllum. Margir rapparar hafa minnst hans í textum sínum. Jay-Z, 50 Cent, Eminiem, Fat Joe, Game og fleiri hafa annaðhvort fjallað um Biggie í textum sínum eða endursagt hluta úr textum rapparans honum til heiðurs. Eftir hann liggja tvær breiðskífur; Ready to Die (sem kom út árið 1994) og Life After Death (sem kom út árið 1997). Eftir dauða hans hafa fjórar plötur verið gefnar úr í hans nafni; Born Again (sem kom út árið 1999), Duets: The Final Chapter (sem kom út árið 2005), The Greatest Hits (sem kom út árið 2007) og Notorious (sem kom út árið 2009). Platan Ready To Die er að mörgum talin ein besta rappplata sem gefin hefur verið út. Hann átti tvö börn, dótturina T‘yanna Wallace og soninn Christopher George Latore Wallace jr. Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið Juicy sem skaut Biggie upp á stjörnuhimininn um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Í gær voru sautján ár síðan einn þekktasti rappari sögunnar, Notorious BIG, var myrtur. Rapparinn sem var skírður Christopher Wallace, en var einnig þekktur sem Biggie Smalls, var myrtur eftir tónleika í Los Angeles 9. mars árið 1997. Enn hefur enginn verið dæmdur fyrir morðið, sem er talið tengjast stríði milli rappara frá Austur- og Vesturströnd Bandaríkjanna. Biggie Smalls er gjarnan nefndur sem „konungur New York“, þegar talað er um rapptónlist. Árið 2001 valdi tímaritið The Source hann besta rappara allra tíma. Tímaritið XXL bað helstu rappara heims að setja saman lista yfir uppáhalds rappara sína. Nafn Biggie kom oftast upp af öllum. Margir rapparar hafa minnst hans í textum sínum. Jay-Z, 50 Cent, Eminiem, Fat Joe, Game og fleiri hafa annaðhvort fjallað um Biggie í textum sínum eða endursagt hluta úr textum rapparans honum til heiðurs. Eftir hann liggja tvær breiðskífur; Ready to Die (sem kom út árið 1994) og Life After Death (sem kom út árið 1997). Eftir dauða hans hafa fjórar plötur verið gefnar úr í hans nafni; Born Again (sem kom út árið 1999), Duets: The Final Chapter (sem kom út árið 2005), The Greatest Hits (sem kom út árið 2007) og Notorious (sem kom út árið 2009). Platan Ready To Die er að mörgum talin ein besta rappplata sem gefin hefur verið út. Hann átti tvö börn, dótturina T‘yanna Wallace og soninn Christopher George Latore Wallace jr. Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið Juicy sem skaut Biggie upp á stjörnuhimininn um miðjan tíunda áratug síðustu aldar.
Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira