Hafþór hálfri sekúndu frá gullinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. mars 2014 23:58 Vísir/Getty Hafþór Júlíus Björnsson hafnaði í öðru sæti í keppninni um Sterkasta mann heims sem lauk í Los Angeles í kvöld. Íslenska tröllið var grátlega nálægt gullinu. Hafþór var í öðru sæti fyrir síðustu greinina, Atlas-steinana, þar sem keppendur lyftu stórum og þungum steinum upp á tunnur. Hafþór lauk greininni á 19,46 sekúndum, sem var langbesti tíminn, og aðeins Žydrūnas Savickas, sem hafði 1,5 stiga forskot á Hafþór, átti eftir að ljúka greininni. Ljóst var að næði Litháinn ekki næstbesta tímanum yrði titillinn Hafþórs. Bandaríkjamaðurinn Brian Shaw, sem átti titil að verja, átti næstbesta tímann, 23,94 sekúndur, sem var tíminn sem Savickas þurfti að bæta til að tryggja sér gullið. Litháinn lauk greininni á 23,53 sekúndum, tryggði sér annað sætið í greininni og um leið titilinn Sterkasti maður heims í fjórða skiptið. Hefði hann verið 0,42 sekúndum lengur væri Hafþór Júlíus sá sterkasti. Savickas lauk keppninnimeð 64 stig en Hafþór Júlíus 63,5 stig. Shaw varð þriðji með 61 stig. Þessir þrír voru í sérflokki. Hafþór hefur endað í þriðja sæti í keppninni um sterkasta mann heims undanfarin tvö ár en hann er 25 ára gamall. Hann fór ekki leynt með að markmið sitt fyrir keppnina í ár væri titillinn. Hafþór var með þriggja stiga forskot eftir fyrri daginn í gær og vann þá 2 af 3 greinum og lenti í öðru sæti í þeirri þriðju. Hann bætti við þá forystu með því að ná öðru sæti í fyrstu grein dagsins sem var trukkadráttur. Hafþór varð hinsvegar aðeins í sjöunda sæti í hnébeygjunni, fékk 6,5 stigum minna en Litháinn sem vann greinina og náði 1,5 stigs forskoti á Hafþór. Sterkasti maður í heimi Tengdar fréttir Hafþór setti heimsmet á fyrsta degi og er efstur | Myndband Hafþór Júlíus Björnsson er í flottum málum eftir fyrsta dag í keppninni um Sterkasti maður heims sem fer fram um helgina í Los Angeles borg í Bandaríkjunum. 29. mars 2014 13:37 Hafþór í öðru sæti fyrir lokagreinina - mikil spenna Hafþóri Júlíusi Björnssyni gekk ekki nógu vel í hnébeygjunni og er ekki lengur í forystu þegar ein grein er eftir í keppninni Sterkasta mann heims í Los Angeles. Hafþór er einu og hálfu stigi á eftir Litháanum Zydrūnas Savickas. 29. mars 2014 21:33 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Í beinni: Fram - Afturelding | Afturelding ætlar á toppinn Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Í beinni: Birmingham - Newcastle | Alfons og Willum báðir á bekknum Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Í beinni: Fram - Afturelding | Afturelding ætlar á toppinn Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Hófí Dóra brunaði í 29. sæti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Fyndnast í Lokasókninni: „Var tveir fyrir einn í Herragarðinum?“ Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Dagskráin: Enski bikarinn, NBA og baráttan um Vesturlandið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Andri Lucas skoraði í kvöld „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson hafnaði í öðru sæti í keppninni um Sterkasta mann heims sem lauk í Los Angeles í kvöld. Íslenska tröllið var grátlega nálægt gullinu. Hafþór var í öðru sæti fyrir síðustu greinina, Atlas-steinana, þar sem keppendur lyftu stórum og þungum steinum upp á tunnur. Hafþór lauk greininni á 19,46 sekúndum, sem var langbesti tíminn, og aðeins Žydrūnas Savickas, sem hafði 1,5 stiga forskot á Hafþór, átti eftir að ljúka greininni. Ljóst var að næði Litháinn ekki næstbesta tímanum yrði titillinn Hafþórs. Bandaríkjamaðurinn Brian Shaw, sem átti titil að verja, átti næstbesta tímann, 23,94 sekúndur, sem var tíminn sem Savickas þurfti að bæta til að tryggja sér gullið. Litháinn lauk greininni á 23,53 sekúndum, tryggði sér annað sætið í greininni og um leið titilinn Sterkasti maður heims í fjórða skiptið. Hefði hann verið 0,42 sekúndum lengur væri Hafþór Júlíus sá sterkasti. Savickas lauk keppninnimeð 64 stig en Hafþór Júlíus 63,5 stig. Shaw varð þriðji með 61 stig. Þessir þrír voru í sérflokki. Hafþór hefur endað í þriðja sæti í keppninni um sterkasta mann heims undanfarin tvö ár en hann er 25 ára gamall. Hann fór ekki leynt með að markmið sitt fyrir keppnina í ár væri titillinn. Hafþór var með þriggja stiga forskot eftir fyrri daginn í gær og vann þá 2 af 3 greinum og lenti í öðru sæti í þeirri þriðju. Hann bætti við þá forystu með því að ná öðru sæti í fyrstu grein dagsins sem var trukkadráttur. Hafþór varð hinsvegar aðeins í sjöunda sæti í hnébeygjunni, fékk 6,5 stigum minna en Litháinn sem vann greinina og náði 1,5 stigs forskoti á Hafþór.
Sterkasti maður í heimi Tengdar fréttir Hafþór setti heimsmet á fyrsta degi og er efstur | Myndband Hafþór Júlíus Björnsson er í flottum málum eftir fyrsta dag í keppninni um Sterkasti maður heims sem fer fram um helgina í Los Angeles borg í Bandaríkjunum. 29. mars 2014 13:37 Hafþór í öðru sæti fyrir lokagreinina - mikil spenna Hafþóri Júlíusi Björnssyni gekk ekki nógu vel í hnébeygjunni og er ekki lengur í forystu þegar ein grein er eftir í keppninni Sterkasta mann heims í Los Angeles. Hafþór er einu og hálfu stigi á eftir Litháanum Zydrūnas Savickas. 29. mars 2014 21:33 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Í beinni: Fram - Afturelding | Afturelding ætlar á toppinn Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Í beinni: Birmingham - Newcastle | Alfons og Willum báðir á bekknum Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Í beinni: Fram - Afturelding | Afturelding ætlar á toppinn Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Hófí Dóra brunaði í 29. sæti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Fyndnast í Lokasókninni: „Var tveir fyrir einn í Herragarðinum?“ Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Dagskráin: Enski bikarinn, NBA og baráttan um Vesturlandið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Andri Lucas skoraði í kvöld „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Sjá meira
Hafþór setti heimsmet á fyrsta degi og er efstur | Myndband Hafþór Júlíus Björnsson er í flottum málum eftir fyrsta dag í keppninni um Sterkasti maður heims sem fer fram um helgina í Los Angeles borg í Bandaríkjunum. 29. mars 2014 13:37
Hafþór í öðru sæti fyrir lokagreinina - mikil spenna Hafþóri Júlíusi Björnssyni gekk ekki nógu vel í hnébeygjunni og er ekki lengur í forystu þegar ein grein er eftir í keppninni Sterkasta mann heims í Los Angeles. Hafþór er einu og hálfu stigi á eftir Litháanum Zydrūnas Savickas. 29. mars 2014 21:33