Fótbolti

Dadi cool er nýjasta íslenska hetjan í Noregi - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Daði Böðvarsson fagnar marki með Selfossi.
Jón Daði Böðvarsson fagnar marki með Selfossi. Vísir/Daníel
Jón Daði Böðvarsson var maður kvöldsins í norska fótboltanum þegar hann skoraði tvö mörk á síðustu þremur mínútunum og tryggði Viking 2-2 jafntefli á útivelli á móti Rosenborg.

„Þetta er frábært. Við vorum 2-0 undir og þetta var næstum því búið. Fótboltaleikur er samt 90 mínútur og við börðumst allt til enda. Við sýndum mikinn karakter með að koma til baka," sagði Jón Daði Böðvarsson við Verdens Gang eftir leikinn.

„Þetta var gott að það leið næstum því yfir mig," sagði Jón Daði léttur. Fyrra markið skoraði hann með að lyfta boltanum yfir markvörðinn sem var kominn of framarlega og skömmu síðar slapp hann í gegnum vörnina og jafnaði leikinn með að lyfta boltanum aftur yfir Alexander Lund Hansen, markvörð Rosenborg.

Í grein Verdens Gang um leikinn er talað um „Dadi cool" enda sýndi hann mikla yfirvegun í báðum mörkunum sínum.

Með því að smella hér má sjá mörkin sem Jón Daði skoraði í dag ásamt mörkum Rosenborg og öðrum hápunktum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×