Enski boltinn

Erlingur hafði betur á móti Geir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erlingur Richardsson fagnar hér Íslandsmeistaratitli með HK.
Erlingur Richardsson fagnar hér Íslandsmeistaratitli með HK. Vísir/Vilhelm
Erlingur Richardsson og lærisveinar hans í SG Westwien unnu sex marka útisigur á strákunum hans Geirs Sveinssonar í HC Bregenz í kvöld, 30-24, í úrslitakeppni austurrísku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Westwien komst upp fyrir Bregenz og upp í annað sætið með þessum sigri en HC Hard hefur sjö stiga forystu á toppnum.

Bregenz byrjaði vel í úrslitakeppninni en hefur ekki náð sigri í síðustu tveimur leikjum. Westwien er aftur á móti komið á sigurbraut eftir erfiða byrjun í úrslitakeppninni.

Robert Machinek og Markus Wagesreiter voru markahæstir hjá Westwien með sex mörk hvor en liðið var með örugga forskot stærsta hluta leiksins og sjö mörkum yfir í hálfleik, 16-9. Lucas Mayer skoraði 9 mörk fyrir Bregenz.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×