Jör var lokasýning Reykjavík Fashion Festival og var Guðmundur Jörundsson hönnuður augljóslega undir miklum áhrifum goth tískunnar og leikhúsi í sinni hugmyndavinnu.
Hulin dökk andlit fyrirsætanna í rifnum tvílitum gallabuxum, herrajakkar í ull og síð ullarvesti fyrir bæði kynin.
Mikið var um smáatriði í flíkunum en fatalínan var fjölbreytt með fjölmörgum töffaralegum flíkum fyrir ekta rokk elskendur. Stórmikil sýning sem var rúsínan í pylsuendanum á frábærum tískuviðburði.




