Þetta sagði hann í viðtali við New Straits Times, sem er dagblað í Malasíu og sagt er frá á vef CNN.
„Við vorum kannski ekki mjög nánir, vegna þess að hann ferðaðist mikið. En ég skildi hann.“
Rannsakendur flugslyssins hafa nú rannsakað báða flugmenn vélarinnar í 19 daga. Ekki hefur fundist neitt sem bendir til þess að annar flugmannanna hafi haft tilefni til að ræna vélinni.
Þá hefur ekkert grunsamlegt fundist í pokahorninu hjá farþegum eða starfsmönnum vélarinnar.
„Ég held að engin ein kenning sé viðráðandi núna. Það eru mótrök gegn öllum kenningum sem uppi eru.“ Þetta hefur CNN eftir bandarískum embættismanni.

