Gervitungl hefur náð myndum af 122 hlutum á floti í Indlandshafi sem talin eru geta verið úr farþegavél Malaysia Airlines sem hvarf þann 8. mars.
Myndirnar voru teknar þann 23. mars og sýna þær hlutina á floti á 400 ferkílómetra svæði um 2.500 kílómetrum vestur af Perth í Ástralíu.
Hishammuddin Hussein, settur samgönguráðherra Malasíu, segir myndirnar enn eina vísbendinguna sem hjálpa muni leitarfólki að finna flakið.
Nýjar gervitunglamyndir sýna 122 hluti á floti

Tengdar fréttir

Leitarvélum fjölgað á Indlandshafi
Átta flugvélar búnar öflugum leitarbúnaði taka nú þátt í aðgerðinni.

Leit að flugvélinni frestað
Leit á sunnanverðu Indlandshafi hefur verið frestað vegna ofsaveðurs.

25 lönd taka nú þátt í leit að flugvélinni
Lögregla lagði hald á flughermi á heimili annars flugmanna þotunnar.

Uppþot á blaðamannafundi vegna týndu flugvélarinnar
Kona á miðjum aldri flutt á brott með valdi.

Rökstuddur grunur um að brakið sé úr vélinni
Leitað verður undan ströndum Ástralíu í alla nótt.