Körfubolti

Chynna missir af oddaleiknum

Óskar Ófeigur Jónsson í Fjárhúsinu skrifar
Chynna Brown.
Chynna Brown.
Chynna Unique Brown, bandaríski leikmaðurinn hjá Snæfelli, verður ekki með liðinu í oddaleiknum á móti Val sem fer fram í Stykkishólmi í kvöld. Þetta er mikið áfall fyrir deildarmeistarana. Sigurvegarinn í leiknum tryggir sér sæti í úrslitaeinvígi Dominos-deildar kvenna í körfubolta.

Chynna Brown meiddist í leik eitt í seríunni á móti Val og lék af þeim sökum ekkert í leik tvö. Chynna kom aftur inn í liðið í leik þrjú og hjálpaði Snæfelli að komast í 2-1 í einvíginu.

Brown snéri sig hinsvegar aftur í leik fjögur og það er því óhætt að segja að óheppnin hafi elt hana í úrslitakeppninni en Brown var að skora 21,9 stig að meðaltali fyrir Snæfell í deildarkeppninni.


Tengdar fréttir

Ingi Þór fann kraftaverkið í Keflavík

"Ég komst í samband við góðan mann í Keflavík og hann kom henni í gang," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, um ótrúlega endurkomu Chynnu Brown í sigri liðsins á Val í kvöld.

Kraftaverkakonan Brown spilaði og Snæfell vann

Chynna Brown var óvænt í liði Snæfells sem er aftur komið í foyrstu í undanúrslitarimmu liðsins gegn Val í úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna. Snæfell vann leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld, 81-67.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×